Fleiri fréttir

"Þessi bekkur er óheppilegur"

Óttar M. Norðfjörð segir hægt að réttlæta hvað sem er með orðinu óheppilegt. "Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í hjartað," segir Óttar.

Salem-sígarettur gætu heyrt sögunni til

Salemsígarettur, og aðrar rettur með mentólbragði, verða væntanlega bannaðar hér á landi eftir að reglugerð um tóbaksvarnir voru samþykktar hjá Evrópuþinginu í morgun. Óvíst hvenær reglugerðin tekur gildi, segir aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Loka þarf göngudeild hjá SÁÁ

Loka þarf göngudeild SÁÁ í Efstaleiti og meðferðarheimilinu Vík vegna mikils taprekstrar hjá Vogi. Þetta kom fram í viðtali við Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi í Reykjavík síðdegis í gær.

Fágæt hvalategund á Skjálfandaflóa

Vísindamenn ætla að freista þess í kvöld að ná sýni úr hval á Skjálfandaflóa sem talinn er vera blendingur steypireyðar og langreiðar. Ef það reynist satt yrði um að ræða eitt af innan við tuttugu blendingum af þessu tagi í heiminum.

Lögreglan lýsir eftir Karen Björk Einarsdóttur

Karen Björk er áberandi horuð, lágvaxin, stuttklippt, skolhærð. Hún er klædd í dökkar íþróttabuxur, gráa hettupeysu með kind framaná, í svörtu vesti og með rauða húfu, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Aðeins 5 af 56 verslunum merkja allar efnavörur rétt

Bónus, Krónan og Víðir komu best út í könnun Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Þótt merkingar séu réttar er ekki alltaf vandað til verka. Mörg brotanna sem koma í ljós eru ítrekuð.

Miðbærinn og Vatnsmýrin vinsælust

Miðbærinn og Vatnsmýrin eru vinsælust af mögulegum nýbyggingarsvæðum í Reykjavík, samkvmt nýrri bústetuóskakönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og rannsóknarverkefnið Betri borgarbragur.

Banna sölu á mentólsígarettum

Samkvæmt nýrri reglugerð um tóbaksvarnir sem samþykktar voru hjá Evrópuþinginu í dag verða bragðbættar sígarettur bannaðar, þar á meðal sígarettur með mentólbragði.

Synda yfir Hvalfjörðinn í dag

Kyndilberar í friðarhlaupi Sri Chinmoy sem hófst í Hljómskálagarðinum þann 20. júní síðastliðinn munu synda yfir Hvalfjörðinn í dag áður en þeir koma til Reykjavíkur og klára hlaupið.

Villtar konur í rökkrinu

Töluverður viðbúnaður var í nótt, þegar ljóst varð að tvær íslenskar göngukonur voru villtar einhvers staðar á leiðinni frá Hrafntinnuskeri niður í Þórsmörk, með viðkomu í skálanum við Álftavatn.

Ók á staur við Hafnarfjarðarveg

Lögreglu var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi á móts við Kópavogslæk laust fyrir klukkan eitt í nótt.

Vinnubátur valt við kapallögn

Erlent kapalskip þokast nú frá Landeyjafjöru í átt að Heimaey, en það er að leggja nýjan rafstreng til Eyja.

Uppbygging fyrir vestan föst í kerfinu

Stjórnvöld eru að kæfa fiskeldisfyrirtæki með óskilvirku kerfi segja stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Leyfi fyrir 7.000 tonna fiskeldi er nú fast í kerfinu. Ef áform þriggja fyrirtækja ganga eftir fer fiskeldi á Vestfjörðum að slaga upp í botnfiskafla.

Engar kröfur um hæfni bankaráðsmanna Seðlabankans

Engar hæfniskröfur eru gerðar til fólks sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabankans. Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til bankaráðsmanna og til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum segir stjórnsýslusérfræðingur við HÍ.

Skólastjórinn verður að skólaliða í haust

Melaskólinn er svona staður þar sem fólk kemur til að vera, segir fyrrverandi skólastjóri, sem verður skólaliði þar næsta haust. „Verður skrítnara fyrir alla aðra en mig,“ segir hann. Ekkert mál að verða undirmaður fyrrverandi undirmanna sinna.

Skorti yfirsýn og alþjóðleg tengsl

Enginn af umsækjendum um stöðu tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands þótti hafa næg alþjóðleg tengsl og yfirsýn til þess að sinna starfinu. Því var Bengt Arstad endurráðinn sem ráðgjafi í starfið. Þetta staðfestir Arna Kristín Einarsdóttir, verðandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Segir aðferðir lögreglunnar hættulegar

Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar.

Boðar nefnd til að vinna úr og "leiðrétta" skýrslu um ÍLS

Forsætisráðherra segir að skipuð verði nefnd til að bregðast við skýrslu um Íbúðalánasjóð og meta framtíð húsnæðismála. Nefndin fær ekki aðeins það verkefni að vinna úr skýrslunni heldur einnig leiðrétta villur sem eru í henni. Forsætisráðherra hefur ýmsar athugasemdir við efni skýrslunnar og telur framsetninguna gagnrýniverða.

Tugir þúsunda ferðamanna heimsækja virkjanir landsins

Virkjanir landsins eru meðal vinsælustu viðkomustaða bæði innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi. Gústaf Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku segir tugi þúsunda ferðmanna heimsækja helstu virkjanir landsins á hverju sumri.

Ryan Gosling í árekstri á Sæbraut

Enginn slasaðist þegar kvikmyndastjarnan lenti í smávæglegum árekstri. Sú sem fyrst varð á staðinn mátti vart mæla, svo mjög varð henni um að hitta kyntáknið við þessar aðstæður.

Konan ætlar að kæra handtökuna

Konan sem sætti harkalegri handtöku lögreglumanns á Laugaveginum hefur ráðið sér lögfræðing og hyggst leita réttar síns. Ríkissaksóknari rannsakar málið og hefur lögregluþjóninum verið vikið tímabundið úr starfi á meðan. Þá hefur umboðsmaður Alþingis óskað eftir upplýsingum um málið.

Stefnir í hitamet á Akureyri

Lögreglumaður á vakt segir veðrið hafi verið eins og í útlöndum; ótrúlega hlýtt, kyrrt og raki í lofti og spáir hann nýju hitameti á Akureyri í dag, sem er rúmar 26 gráður.

Sáttatillögu stúdenta hafnað af stjórn LÍN

„Þetta eru vonbrigði,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem í gær fundaði með stjórn LÍN um fyrirhugaðar breytingar á útlánareglum sjóðsins. Á fundinum hafnaði stjórnin sáttatillögum stúdenta.

Máli vísað frá þrátt fyrir játningu

Meðlimur lífsskoðunarfélagsins Vantrúar var ekki ákærður þrátt fyrir að hafa gengist við því hjá lögreglu að hafa stýrt bingóspili á föstudaginn langa. Slíkt háttalag er bannað samkvæmt lögum um helgidagafrið.

Leita 7-eleven uppi á hálendi

Allt of margir ferðalangar halda upp á hálendi án þess að þekkja nógu vel til aðstæðna þar, segja Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, og Björn Bergmann Þorvaldsson, starfsmaður Landsbjargar.

Vilja víðtækari sátt um sjávarútveginn

Sjávarútvegsráðherra tekur undir með forseta Íslands um að víðtækari sátt þurfi um sjávarútveginn en forsetinn kallaði eftir slíkri sátt á blaðamannafundi í gær.

Farþegafjöldinn á við alla íbúa Selfoss

Um 6.600 farþegar komu á höfuðborgarsvæðinu í gær með fimm skemmtiferðaskipum sem lögðust að bryggju. Ferðamennirnir skilja um 82 milljónir eftir í landinu eftir daginn.

Grashrúgurnar látnar liggja í borgarlandinu

Íbúar hafa sjálfir hirt upp úldnandi gras í borgarlandinu í Fossvogi og segja borgina standa sig illa í frágangi. Búið að bæta við mannskap til að hreinsa upp eftir sláttuhópa segir talsmaður borgarinnar. Kallar eftir ábendingum frá borgarbúum.

Flugfreyjur ósáttar við myndavélaeftirlit

Persónuvernd tekur undir með flugfreyjum sem kvarta undan eftirlitsmyndavélum við húsnæði Flugfreyjufélagsins. Efnalaug gert að hætta eftirliti með bílastæðum í Borgartúninu. Telja of langt gengið að spyrja gesti um erindi og tímaáætlun.

Sjá næstu 50 fréttir