Uppbygging fyrir vestan föst í kerfinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. júlí 2013 08:00 Erfiðasti ljár í þúfu fiskeldisfyrirtækja er stjórnvöld, segir framkvæmdastjóri Fjarðarlax. Stjórnendur fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum segja uppbyggingu í geiranum vera fasta í óskilvirku kerfi. Í ár verður slátrað um 3.400 tonnum af eldisfiski á svæðinu en ef áform fyrirtækjanna næðu fram að ganga yrði framleiðslan um 17.000 tonn. Til samanburðar má geta þess að botnfiskafli sem var landað og unninn á Vestfjörðum árið 2011 var rúm 28.000 tonn. Í ársbyrjun 2011 óskaði Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði eftir leyfi fyrir stækkun á fiskeldi sínu úr 2.000 tonnum í 7.000 tonn. Það er umfangsmesta leyfismál sem hið opinbera hefur á sínu borði. Í apríl síðastliðnum komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að slíkt leyfi skyldi ekki háð umhverfismati. Málið var kært og þá sent til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar sem hefur nú fengið málið aftur til afgreiðslu. Sigmar Arnar Steingrímsson, sérfræðingur á umhverfissviði Skipulagsstofnunar, segir að ákvörðunar sé að vænta á næstu dögum. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir líklegt að þá verði málið sent á byrjunarreit eða í algjöra óvissu. „Við vitum ekkert hvenær þetta kemst á klárt,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. „Stjórnsýslan virðist ekki vera í stakk búin til að takast á við svona mál,“ bætir hann við. Nýlega komst Hafrannsóknastofnun, sem er umsagnaraðili við afgreiðslu leyfismála, að þeirri niðurstöðu að stækkun eldisstöðva Fjarðarlax í Arnarfirði skyldi háð umhverfismati þótt önnur leyfi af sama umfangi hafi verið veitt án þess að gangast undir slíkt mat. Annað vestfirskt fyrirtæki sem bíður afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun er Dýrfiskur. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax, segir að Hafrannsóknastofnun hafi ekki þekkingu til að taka á leyfismáli Fjarðarlax og sópi því þess vegna í umhverfismat. Hann segir það enn fremur gremjulegt að erfiðasti ljár í þúfu þessara fyrirtækja skuli vera stjórnvöld. „Eftir hrun hafa stjórnvöld verið að kalla eftir auknum gjaldeyristekjum en Fjarðarlax, Dýrfiskur og Gunnvör eru nú í þeirri stöðu að strögla við stjórnvöld um að fá að gera það sem stjórnvöld báðu um að gera.“ Í dag munu fulltrúar frá Landssambandi fiskeldisstöðva fara á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Að sögn Guðbergs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra landssambandsins, verður ráðherra gerð grein fyrir mikilvægi þess að einfalda kerfið og auka skilvirkni þess.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherraÆtlar að bylta núverandi kerfi Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur þegar hafist handa við að gjörbylta kerfinu sem nú er notað við leyfisveitingar í fiskeldi. Ekki er þó unnt að segja hvenær breytingin kemur til framkvæmda. Stærsta breytingin felst í því að leyfisveitingin fer í skipulagsferli í stað flókins umsagnar- og leyfisferlis sem fer frá Skipulagsstofnun til Fiskistofu og Umhverfistofnunar með viðkomu hjá mörgum umsagnaraðilum. „Ég get sagt það að núverandi kerfi er algjörlega ónothæft,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „sem sést best á því að nú eru nokkur mál komin í algjört öngstræti.“ „Markmiðið er að skipuleggja nýtingu ólíkra svæða til ólíkrar notkunar. Það gæti verið fiskeldi, veiði, nú eða til dæmis útivist. Þá myndu þessar leyfisveitingar fara í gegnum skipulagsferli þar sem menn fá ákveðnum svæðum úthlutað í staðinn fyrir þetta umsagnarferli þar sem umsækjendur þurfa að ganga stofnana á milli og rekast á hvern vegginn á fætur öðrum.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Stjórnendur fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum segja uppbyggingu í geiranum vera fasta í óskilvirku kerfi. Í ár verður slátrað um 3.400 tonnum af eldisfiski á svæðinu en ef áform fyrirtækjanna næðu fram að ganga yrði framleiðslan um 17.000 tonn. Til samanburðar má geta þess að botnfiskafli sem var landað og unninn á Vestfjörðum árið 2011 var rúm 28.000 tonn. Í ársbyrjun 2011 óskaði Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði eftir leyfi fyrir stækkun á fiskeldi sínu úr 2.000 tonnum í 7.000 tonn. Það er umfangsmesta leyfismál sem hið opinbera hefur á sínu borði. Í apríl síðastliðnum komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að slíkt leyfi skyldi ekki háð umhverfismati. Málið var kært og þá sent til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar sem hefur nú fengið málið aftur til afgreiðslu. Sigmar Arnar Steingrímsson, sérfræðingur á umhverfissviði Skipulagsstofnunar, segir að ákvörðunar sé að vænta á næstu dögum. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir líklegt að þá verði málið sent á byrjunarreit eða í algjöra óvissu. „Við vitum ekkert hvenær þetta kemst á klárt,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. „Stjórnsýslan virðist ekki vera í stakk búin til að takast á við svona mál,“ bætir hann við. Nýlega komst Hafrannsóknastofnun, sem er umsagnaraðili við afgreiðslu leyfismála, að þeirri niðurstöðu að stækkun eldisstöðva Fjarðarlax í Arnarfirði skyldi háð umhverfismati þótt önnur leyfi af sama umfangi hafi verið veitt án þess að gangast undir slíkt mat. Annað vestfirskt fyrirtæki sem bíður afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun er Dýrfiskur. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax, segir að Hafrannsóknastofnun hafi ekki þekkingu til að taka á leyfismáli Fjarðarlax og sópi því þess vegna í umhverfismat. Hann segir það enn fremur gremjulegt að erfiðasti ljár í þúfu þessara fyrirtækja skuli vera stjórnvöld. „Eftir hrun hafa stjórnvöld verið að kalla eftir auknum gjaldeyristekjum en Fjarðarlax, Dýrfiskur og Gunnvör eru nú í þeirri stöðu að strögla við stjórnvöld um að fá að gera það sem stjórnvöld báðu um að gera.“ Í dag munu fulltrúar frá Landssambandi fiskeldisstöðva fara á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Að sögn Guðbergs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra landssambandsins, verður ráðherra gerð grein fyrir mikilvægi þess að einfalda kerfið og auka skilvirkni þess.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherraÆtlar að bylta núverandi kerfi Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur þegar hafist handa við að gjörbylta kerfinu sem nú er notað við leyfisveitingar í fiskeldi. Ekki er þó unnt að segja hvenær breytingin kemur til framkvæmda. Stærsta breytingin felst í því að leyfisveitingin fer í skipulagsferli í stað flókins umsagnar- og leyfisferlis sem fer frá Skipulagsstofnun til Fiskistofu og Umhverfistofnunar með viðkomu hjá mörgum umsagnaraðilum. „Ég get sagt það að núverandi kerfi er algjörlega ónothæft,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „sem sést best á því að nú eru nokkur mál komin í algjört öngstræti.“ „Markmiðið er að skipuleggja nýtingu ólíkra svæða til ólíkrar notkunar. Það gæti verið fiskeldi, veiði, nú eða til dæmis útivist. Þá myndu þessar leyfisveitingar fara í gegnum skipulagsferli þar sem menn fá ákveðnum svæðum úthlutað í staðinn fyrir þetta umsagnarferli þar sem umsækjendur þurfa að ganga stofnana á milli og rekast á hvern vegginn á fætur öðrum.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira