Flugfreyjur ósáttar við myndavélaeftirlit Brjánn Jónasson skrifar 10. júlí 2013 06:30 Eigendum Borgarefnalaugarinnar var gert að breyta uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Borgartún 22 og beina þeim eingöngu að húsnæðinu, ekki bílastæði, gangstétt og sameiginlegum inngangi. Fréttablaðið/dDaníel Eftirlitsmyndavélar sem beinst hafa að sameiginlegum inngangi og bílastæðum við Borgartún 22 eru ekki settar upp í samræmi við lög að mati Persónuverndar. Flugfreyjufélag Íslands kvartaði undan eftirlitsmyndavélunum. Eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp af eigendum Borgarefnalaugarinnar. Auk efnalaugarinnar eru Flugfreyjufélag Íslands, Flugvirkjafélag Íslands, Geðvernd og fleiri með aðstöðu í húsinu auk þess sem þar er veislusalur sem leigður er út. Í kvörtun Flugfreyjufélagsins til Persónuverndar vegna eftirlitsmyndavélanna segir að tilgangurinn með uppsetningu þeirra sé að vakta notkun bílastæða við húsið en ekki að verja eigur fyrir skemmdarverkum. Það telur félagið brjóta í bága við reglur um uppsetningu eftirlitsmyndavéla. Í kvörtuninni segir að eigendur efnalaugarinnar vilji vakta stæði við húsið. Þeir vilji að þau séu aðeins notuð í 20 mínútur í senn. „Eigendur hafa auk þess gengið svo langt að spyrja aðila sem erindi eiga í húsið hvert erindið sé og hversu langan tíma standi til að leggja við húsið,“ segir í kvörtuninni. Þar segir ennfremur að uppsetningin hafi ekki verið kynnt öðrum eigendum húsnæðisins.Eftirlitsmyndavélarnar eru litlar og ekki víst að allir sem lenda í mynd átti sig á að þeir eru „í beinni“ eins og það er orðað í kvörtun Flugfreyjufélagsins.Komið í veg fyrir skemmdarverk „Telur Flugfreyjufélag Íslands að með uppsetningu vélanna sé vegið að rétti þeirra sem sækja þjónustu í húsið eða skjólstæðinga starfsemi hússins, til að mynda Geðverndar sem starfar á annarri hæð. Ljóst er að önnur starfsemi hússins getur ekki tekið mið af 20 mínútna reglu um skammtímastæði né getur boðið skjólstæðingum sínum upp á að vera „í beinni“ þegar leitað er til þjónustuaðila hússins,“ segir í kvörtuninni. Eigendur efnalaugarinnar mótmæltu kröfum Flugfreyjufélagsins og sögðu tilgang eftirlitsins aðeins að fylgjast með húseigninni til að koma í veg fyrir skemmdarverk. Er þess meðal annars getið í svari þeirra til Persónuverndar að efni úr myndavélunum hafi nýst til að upplýsa skemmdarverk á húsinu. Í vettvangsheimsókn Persónuverndar kom í ljós að myndavélarnar beindust sannarlega að inngangi, gangstétt og bílastæðum. Í úrskurði stofnunarinnar er eigendum gefinn stuttur frestur til að breyta sjónarhorni myndavélanna svo þær beinist eingöngu að húsnæðinu.Takmarkaður réttur til eftirlits Ætli eigendur húseignar sér að koma upp eftirlitsmyndavél eða myndavélum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði.Vöktunin verður að vera nauðsynleg og fara fram til að verja eigur eða tryggja öryggi.Ekki má afhenda myndir úr eftirlitsmyndavélunum öðrum en lögreglu nema samþykki þess sem sést á myndunum fáist.Efni sem safnað er með myndavélunum á að eyða þegar ástæður til að geyma það eru ekki lengur til staðar, ekki seinna en eftir 90 daga. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar sem beinst hafa að sameiginlegum inngangi og bílastæðum við Borgartún 22 eru ekki settar upp í samræmi við lög að mati Persónuverndar. Flugfreyjufélag Íslands kvartaði undan eftirlitsmyndavélunum. Eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp af eigendum Borgarefnalaugarinnar. Auk efnalaugarinnar eru Flugfreyjufélag Íslands, Flugvirkjafélag Íslands, Geðvernd og fleiri með aðstöðu í húsinu auk þess sem þar er veislusalur sem leigður er út. Í kvörtun Flugfreyjufélagsins til Persónuverndar vegna eftirlitsmyndavélanna segir að tilgangurinn með uppsetningu þeirra sé að vakta notkun bílastæða við húsið en ekki að verja eigur fyrir skemmdarverkum. Það telur félagið brjóta í bága við reglur um uppsetningu eftirlitsmyndavéla. Í kvörtuninni segir að eigendur efnalaugarinnar vilji vakta stæði við húsið. Þeir vilji að þau séu aðeins notuð í 20 mínútur í senn. „Eigendur hafa auk þess gengið svo langt að spyrja aðila sem erindi eiga í húsið hvert erindið sé og hversu langan tíma standi til að leggja við húsið,“ segir í kvörtuninni. Þar segir ennfremur að uppsetningin hafi ekki verið kynnt öðrum eigendum húsnæðisins.Eftirlitsmyndavélarnar eru litlar og ekki víst að allir sem lenda í mynd átti sig á að þeir eru „í beinni“ eins og það er orðað í kvörtun Flugfreyjufélagsins.Komið í veg fyrir skemmdarverk „Telur Flugfreyjufélag Íslands að með uppsetningu vélanna sé vegið að rétti þeirra sem sækja þjónustu í húsið eða skjólstæðinga starfsemi hússins, til að mynda Geðverndar sem starfar á annarri hæð. Ljóst er að önnur starfsemi hússins getur ekki tekið mið af 20 mínútna reglu um skammtímastæði né getur boðið skjólstæðingum sínum upp á að vera „í beinni“ þegar leitað er til þjónustuaðila hússins,“ segir í kvörtuninni. Eigendur efnalaugarinnar mótmæltu kröfum Flugfreyjufélagsins og sögðu tilgang eftirlitsins aðeins að fylgjast með húseigninni til að koma í veg fyrir skemmdarverk. Er þess meðal annars getið í svari þeirra til Persónuverndar að efni úr myndavélunum hafi nýst til að upplýsa skemmdarverk á húsinu. Í vettvangsheimsókn Persónuverndar kom í ljós að myndavélarnar beindust sannarlega að inngangi, gangstétt og bílastæðum. Í úrskurði stofnunarinnar er eigendum gefinn stuttur frestur til að breyta sjónarhorni myndavélanna svo þær beinist eingöngu að húsnæðinu.Takmarkaður réttur til eftirlits Ætli eigendur húseignar sér að koma upp eftirlitsmyndavél eða myndavélum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði.Vöktunin verður að vera nauðsynleg og fara fram til að verja eigur eða tryggja öryggi.Ekki má afhenda myndir úr eftirlitsmyndavélunum öðrum en lögreglu nema samþykki þess sem sést á myndunum fáist.Efni sem safnað er með myndavélunum á að eyða þegar ástæður til að geyma það eru ekki lengur til staðar, ekki seinna en eftir 90 daga.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira