Fjarlægði barn úr matsal - sýknuð af líkamsárás Valur Grettisson skrifar 10. júlí 2013 14:07 Börn að leik við skóla. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Kona var sýknuð í Héraðsdómi Austurlands í dag af líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart 8 ára gömlum nemanda sem átti sér stað í október á síðasta ári. Konan var ákærð fyrir að hafa fært drenginn með ofbeldi og yfirgangi og með ruddalegum hætti úr matsal skólans með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og rispu á hálsi auk áverka á baugfingri. Konunni var vikið úr starfi tímabundið vegna málsins. Í dóminum kemur fram að konan, sem er starfsmaður skólans þar sem atvikið átti sér stað, sat með leikskólabörnum í matsalnum, þegar drengurinn fór að glamra með hnífapörum ásamt félögum sínum. Konan bað nemendurna að hætta þessu og hlýddu allir nema drengurinn. Konan lýsir því fyrir dómi að hún þá farið til hans í umrætt sinn, tekið hnífapörin af honum og lagt þau til hliðar við næsta sæti. Þá hafi drengurinn farið að öskra á hana. Hún hafi sest á hækjur sér og reynt að ná sambandi við hann en það hafi ekki gengið. Hún tók þá fyrir munn hans með annarri hendinni og haldið hinni hendinni við hnakka hans og sagt: „[B] hlustaðu“, en hann hafi haldið áfram að öskra og brjótast um. Konan segist þá hafa ákveðið að taka drenginn úr aðstæðunum, eins og vaninn sé. Hafi hún komið upp að vinstri hlið hans þar sem hann sat, tekið utan um hann frá hlið, undir hægri hönd hans en yfir þá vinstri og lyft honum upp og borið hann þannig að bringa hans hafi snúið að henni og vinstri handleggur hans verið klemmdur milli líkama þeirra. Drengurinn barðist um en hún hafi gengið áfram og haldið á honum upp í herbergi rétt hjá. Sjálf lýsir hún atvikinu þannig að drengurinn hafi „bara gargað“ þannig að hún hafi bent á stól og sagt „sestu, bíddu, ég kem aftur“. Hafi hún svo farið niður til að huga að leikskólabörnunum, en þau hafi flest verið komin með mat á disk. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður þeirra vitna sem gátu borið af eigin raun um atburði í matsalnum styddu við þann framburð konunnar að hún hafi verið að bregðast við háttsemi drengsins er þau atvik gerðust. Svo segir í niðurstöðunni: „Af framburði þeirra vitna verður hins vegar ráðið að þeim hafi misboðið aðfarir ákærðu og talið þær harkalegar og tilefnislitlar.“ Í framburði vitna kom einnig fram að drengurinn væri með forgreiningu, hann væri erfiður viðureignar og oft erfitt að tala við hann. Þá hafi áður þurft að fjarlægja hann úr aðstæðum sem þessum. Konan var sýknuð af líkamsárás þar sem það þótti ósannað að hún hefði tekið drenginn hálstaki. Þá var hún einnig sýknuð af ákæru um brot á barnaverndarlögum, en í lögunum kemur fram að það sé refsivert að sýna barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særa það eða móðga. Konan er sýknuð af þessu með sömu rökum og að framan greinir, einkum með vísan til þess hve vitni gátu fyrir dómi lítið borið um það hvernig konan bar sig að er hún færði drenginn út úr matsalnum. Þykir það sem fyrir liggur ekki nægilegt til að slá því föstu að háttsemi konunnar umrætt sinn hafi falið í sér brot gegn þessu ákvæði barnaverndarlaga. Miskabótakröfu forráðamanns drengsins upp á 75 þúsund krónur var einnig vísa frá.Dóminn má lesa hér. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Kona var sýknuð í Héraðsdómi Austurlands í dag af líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart 8 ára gömlum nemanda sem átti sér stað í október á síðasta ári. Konan var ákærð fyrir að hafa fært drenginn með ofbeldi og yfirgangi og með ruddalegum hætti úr matsal skólans með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og rispu á hálsi auk áverka á baugfingri. Konunni var vikið úr starfi tímabundið vegna málsins. Í dóminum kemur fram að konan, sem er starfsmaður skólans þar sem atvikið átti sér stað, sat með leikskólabörnum í matsalnum, þegar drengurinn fór að glamra með hnífapörum ásamt félögum sínum. Konan bað nemendurna að hætta þessu og hlýddu allir nema drengurinn. Konan lýsir því fyrir dómi að hún þá farið til hans í umrætt sinn, tekið hnífapörin af honum og lagt þau til hliðar við næsta sæti. Þá hafi drengurinn farið að öskra á hana. Hún hafi sest á hækjur sér og reynt að ná sambandi við hann en það hafi ekki gengið. Hún tók þá fyrir munn hans með annarri hendinni og haldið hinni hendinni við hnakka hans og sagt: „[B] hlustaðu“, en hann hafi haldið áfram að öskra og brjótast um. Konan segist þá hafa ákveðið að taka drenginn úr aðstæðunum, eins og vaninn sé. Hafi hún komið upp að vinstri hlið hans þar sem hann sat, tekið utan um hann frá hlið, undir hægri hönd hans en yfir þá vinstri og lyft honum upp og borið hann þannig að bringa hans hafi snúið að henni og vinstri handleggur hans verið klemmdur milli líkama þeirra. Drengurinn barðist um en hún hafi gengið áfram og haldið á honum upp í herbergi rétt hjá. Sjálf lýsir hún atvikinu þannig að drengurinn hafi „bara gargað“ þannig að hún hafi bent á stól og sagt „sestu, bíddu, ég kem aftur“. Hafi hún svo farið niður til að huga að leikskólabörnunum, en þau hafi flest verið komin með mat á disk. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður þeirra vitna sem gátu borið af eigin raun um atburði í matsalnum styddu við þann framburð konunnar að hún hafi verið að bregðast við háttsemi drengsins er þau atvik gerðust. Svo segir í niðurstöðunni: „Af framburði þeirra vitna verður hins vegar ráðið að þeim hafi misboðið aðfarir ákærðu og talið þær harkalegar og tilefnislitlar.“ Í framburði vitna kom einnig fram að drengurinn væri með forgreiningu, hann væri erfiður viðureignar og oft erfitt að tala við hann. Þá hafi áður þurft að fjarlægja hann úr aðstæðum sem þessum. Konan var sýknuð af líkamsárás þar sem það þótti ósannað að hún hefði tekið drenginn hálstaki. Þá var hún einnig sýknuð af ákæru um brot á barnaverndarlögum, en í lögunum kemur fram að það sé refsivert að sýna barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særa það eða móðga. Konan er sýknuð af þessu með sömu rökum og að framan greinir, einkum með vísan til þess hve vitni gátu fyrir dómi lítið borið um það hvernig konan bar sig að er hún færði drenginn út úr matsalnum. Þykir það sem fyrir liggur ekki nægilegt til að slá því föstu að háttsemi konunnar umrætt sinn hafi falið í sér brot gegn þessu ákvæði barnaverndarlaga. Miskabótakröfu forráðamanns drengsins upp á 75 þúsund krónur var einnig vísa frá.Dóminn má lesa hér.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira