Innlent

Stefnir í hitamet á Akureyri

Gissur Sigurðsson skrifar
Veðrið á Akureyri eins og í útlöndum, ótrúlega hlýtt, kyrrt og raki í lofti.
Veðrið á Akureyri eins og í útlöndum, ótrúlega hlýtt, kyrrt og raki í lofti.
Veðurstofan spáir allt að 24 stiga hita og bjartviðri á Norður-og Austurlandi í dag, sem fer að nálgast hitamet.

Til dæmis var 14 stiga hiti á Akureyri klukkan þrjú í nótt, en á þeim tíma sólarhrings er jafnan kaldast. Lögreglumaður á vakt sagði við fréttastofu að veðrið hafi verið eins og í útlöndum; ótrúlega hlýtt, kyrrt og raki í lofti. Klukkan sex var hitinn svo enn farinn að stíga, og spáði hann nýju hitameti á Akureyri í dag, sem er rúmar 26 gráður.

Annars var víða mjög hlýtt undir morgun, eða tæpar 19 gráður á Hornbjargi, rúmar 18 á Sauðárkróku  og og röskar 15 austur á Breiðdalsheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×