Innlent

Fullur á sexhjóli í Aðalvík á Ströndum

Gissur Sigurðsson skrifar
Menn er hvergi óhultir, þegar kemur að ölvunarakstri.
Menn er hvergi óhultir, þegar kemur að ölvunarakstri.
Menn er hvergi óhultir, þegar kemur að ölvunarakstri. Þannig tók lögregla lyklana af ökumanni sexhjóls í friðlandinu í Aðalvík á Ströndum um helgina, en lögreglu bar þar að í þyrlu Landhelgisgæslunnar á eftirlitsferð. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Maðurinn var að vísu ekki staðinn að akstri undir áhrifum, en þar sem sterkar vísbendingar voru um að hann hefði ekið sexhjólinu í því ástandi, tók lögregla lyklana af honum og flaug með þá til Ísafjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×