Innlent

Synda yfir Hvalfjörðinn í dag

Jóhannes Stefánsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon bar kyndilinn í hlaupinu árið 2011, ásamt fleirum
Steingrímur J. Sigfússon bar kyndilinn í hlaupinu árið 2011, ásamt fleirum Anton Brink
Friðarhlaup Sri Chinmoy hófst á Íslandi þann 20. júní síðastliðinn. Hlaupið líður undir lok í Reykjavík í dag, eftir stuttan sprett í Hvalfirðinum, en þá munu kyndilberarnir hafa hlaupið 2400 kílómetra á Íslandi síðan Í júní. Torfi Suren Leósson, einn skipuleggjenda hlaupsins, var í samtali við fréttastofu:

„Í dag ætlum við að synda yfir Hvalfjörðijnn með friðarkyndilinn. Við styttum okkur aðeins leið svona þannig að við þurfum ekki að hlaupa allan fjörðinn inn í botn en líka bara til að innvinkla sund inn í hlaupaleiðina okkar."

Kyndilberarnir hafa þá komið víða við á landinu. „Við byrjuðum í Reykjavík 20. júní, fórum Reykjanesið og svo suðurland. Þá erum við búnir að far um allt austurland, norðurland, vestfirði og vesturland erum við að klára núna með því að synda yfir Hvalfjörðinn. Það eru ekki mörg þorpin og bæirnir sem við höfum ekki komið til í hlaupinu."

En hver er tilgangurinn með þessu öllu saman?

„Sri Chimnoy stofnaði hlaupið 1987 í þeirri hugsjón að við getum hver og einn lagt mikið af mörkum fyrir heimsfriðinn bara með sínu eigin fordæmi, með því að sýna umburðarlyndi skilning, vináttu, þá erum við að skapa aðstæður fyrir frið," segir Torfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×