Innlent

Vinnubátur valt við kapallögn

Gissur Sigurðsson skrifar
Erfiðlega gekk að koma kaplinum frá landi og fyrsta spölinn frá fjörunni vegna grynninga og strauma.
Erfiðlega gekk að koma kaplinum frá landi og fyrsta spölinn frá fjörunni vegna grynninga og strauma.
Erlent kapalskip þokast nú frá Landeyjafjöru í átt að Heimaey, en það er að leggja nýjan rafstreng til Eyja.

Erfiðlega gekk að koma kaplinum frá landi og fyrsta spölinn frá fjörunni vegna grynninga og strauma. Meðal annars valt vinnubátur við það verk í fyrradag og þurfti einn skipverji að leita lækninga eftir það, en mun þó  ekki hafa meiðst alvarlega.

Kapalskipið er nú um það bil miðja vegu á milli lands og Eyja, en reiknað er með að mun auðveldara verði að koma kaplinum í land á Heimaey, heldur en af Landeyjasandi út í sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×