Engar kröfur um hæfni bankaráðsmanna Seðlabankans Brjánn Jónasson skrifar 11. júlí 2013 07:15 Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem skipa bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna hjá fjármálafyrirtækjum að mati sérfræðings í stjórnsýslumálum. Fréttablaðið/GVA Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum að mati sérfræðings í stjórnsýslu. Lögfestar hafa verið kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, og hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með að þær kröfur séu uppfylltar. Meðal annars er krafist háskólamenntunar sem nýtist í starfi, starfsreynslu og þekkingu á starfsemi fyrirtækisins. Engar slíkar kröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabankans. Þess er einungis krafist að þeir starfi ekki fyrir fjármálastofnanir sem eigi viðskipti við Seðlabankann.Ómar Hlynur Kristmundsson„Það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að þeir sem sitja í bankaráði Seðlabankans uppfylli sömu kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja, opinberra fjármálafyrirtækja og Fjármálaeftirlitsins,“ segir Ómar Hlynur Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í opinberri stjórnsýslu. Hann segir hugsanlega skýringu á því hvers vegna slíkar kröfur eru ekki gerðar þá að lög um Seðlabankann eru frá árinu 2001. Kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja voru lögfestar á síðasta kjörtímabili. Ómar segir eðlilegt að setja slíkar kröfur um bankaráðsmenn þegar lög um Seðlabankann verða endurskoðuð. Þangað til reyni þingmenn væntanlega að nota reglur um fjármálafyrirtæki sem viðmið þegar þeir velja fulltrúa í bankaráðið.Frosti SigurjónssonTil bóta að setja reglur Málefni Seðlabankans heyra undir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, segir að þær kröfur sem ákveðið hafi verið að gera stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja hafi verið framför, og það sé réttmætt að velta upp þeirri spurningu hvort gera ætti sömu kröfur til bankaráðsmanna Seðlabankans. „Það gæti verið til bóta, þó ég efist ekki um að það fólk sem þar situr sé hæft,“ segir Frosti. Nýtt bankaráð var skipað í lok síðustu viku. Af sjö aðalmönnum í ráðinu eru sex með háskólapróf í hagfræði, lögfræði og viðskiptafræði, þó ómögulegt sé að segja til um hvort það eitt dugi til þess að viðkomandi myndu standast kröfur Fjármálaeftirlitsins til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja.Björn Valur GíslasonPólitískt hlutverk bankaráðsBjörn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sker sig nokkuð úr þeim hópi, en hann er með skipstjórnarpróf og kennsluréttindi. Hann sker sig þó ekki sérstaklega úr hópi fjölmargra forvera hans í ráðinu, en allir flokkar hafa á undanförnum árum komið fólki í ráðið sem ekki myndi uppfylla kröfur sem gerðar eru til stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í dag. „Það eru ekki gerðar aðrar kröfur en að þeir séu taldir hæfir af þeim sem skipa í ráðið og njóta trausts þeirra. Þetta er pólitískt skipað ráð og hefur þar af leiðandi pólitískt hlutverk líka,“ segir Björn Valur. Hann segist treysta sér til setu í ráðinu. „Ég vona að ég standi undir þessu trausti. Það á eftir að koma í ljós. Ef ekki hlýt ég að víkja fyrir einhverjum öðrum.“ Björn Valur var fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd Alþingis í fjögur ár, sem hann segir hafa verið mikla eldskýrn. „Það var mitt mat og þeirra sem skipuðu mig að ég hefði nægilega burði til að sitja í bankaráði Seðlabankans.“ Spurður hvort honum þætti eðlilegt að auka kröfur til bankaráðsmanna segir Björn Valur að vissulega mætti hugsa sér að gera ákveðnar kröfur til bankaráðsmanna. „Hinn endinn á þessu máli er að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að sérfræðingavæða þjóðina,“ segir Björn Valur. „Þetta snýst líka um pólitíska stjórnun og það verður ekki allt gert af sérfræðingum.“ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum að mati sérfræðings í stjórnsýslu. Lögfestar hafa verið kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, og hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með að þær kröfur séu uppfylltar. Meðal annars er krafist háskólamenntunar sem nýtist í starfi, starfsreynslu og þekkingu á starfsemi fyrirtækisins. Engar slíkar kröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabankans. Þess er einungis krafist að þeir starfi ekki fyrir fjármálastofnanir sem eigi viðskipti við Seðlabankann.Ómar Hlynur Kristmundsson„Það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að þeir sem sitja í bankaráði Seðlabankans uppfylli sömu kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja, opinberra fjármálafyrirtækja og Fjármálaeftirlitsins,“ segir Ómar Hlynur Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í opinberri stjórnsýslu. Hann segir hugsanlega skýringu á því hvers vegna slíkar kröfur eru ekki gerðar þá að lög um Seðlabankann eru frá árinu 2001. Kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja voru lögfestar á síðasta kjörtímabili. Ómar segir eðlilegt að setja slíkar kröfur um bankaráðsmenn þegar lög um Seðlabankann verða endurskoðuð. Þangað til reyni þingmenn væntanlega að nota reglur um fjármálafyrirtæki sem viðmið þegar þeir velja fulltrúa í bankaráðið.Frosti SigurjónssonTil bóta að setja reglur Málefni Seðlabankans heyra undir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, segir að þær kröfur sem ákveðið hafi verið að gera stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja hafi verið framför, og það sé réttmætt að velta upp þeirri spurningu hvort gera ætti sömu kröfur til bankaráðsmanna Seðlabankans. „Það gæti verið til bóta, þó ég efist ekki um að það fólk sem þar situr sé hæft,“ segir Frosti. Nýtt bankaráð var skipað í lok síðustu viku. Af sjö aðalmönnum í ráðinu eru sex með háskólapróf í hagfræði, lögfræði og viðskiptafræði, þó ómögulegt sé að segja til um hvort það eitt dugi til þess að viðkomandi myndu standast kröfur Fjármálaeftirlitsins til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja.Björn Valur GíslasonPólitískt hlutverk bankaráðsBjörn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sker sig nokkuð úr þeim hópi, en hann er með skipstjórnarpróf og kennsluréttindi. Hann sker sig þó ekki sérstaklega úr hópi fjölmargra forvera hans í ráðinu, en allir flokkar hafa á undanförnum árum komið fólki í ráðið sem ekki myndi uppfylla kröfur sem gerðar eru til stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í dag. „Það eru ekki gerðar aðrar kröfur en að þeir séu taldir hæfir af þeim sem skipa í ráðið og njóta trausts þeirra. Þetta er pólitískt skipað ráð og hefur þar af leiðandi pólitískt hlutverk líka,“ segir Björn Valur. Hann segist treysta sér til setu í ráðinu. „Ég vona að ég standi undir þessu trausti. Það á eftir að koma í ljós. Ef ekki hlýt ég að víkja fyrir einhverjum öðrum.“ Björn Valur var fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd Alþingis í fjögur ár, sem hann segir hafa verið mikla eldskýrn. „Það var mitt mat og þeirra sem skipuðu mig að ég hefði nægilega burði til að sitja í bankaráði Seðlabankans.“ Spurður hvort honum þætti eðlilegt að auka kröfur til bankaráðsmanna segir Björn Valur að vissulega mætti hugsa sér að gera ákveðnar kröfur til bankaráðsmanna. „Hinn endinn á þessu máli er að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að sérfræðingavæða þjóðina,“ segir Björn Valur. „Þetta snýst líka um pólitíska stjórnun og það verður ekki allt gert af sérfræðingum.“
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira