Fleiri fréttir

Mikið álag á ferðamannastaði í dag

Yfir tíu þúsund manns komu til landsins í dag með fimm skemmtiferðaskipum. Aldrei nokkurn tímann hafa svo margir komið með skemmtiferðaskipum á einum degi. Mikil öryggisgæsla var á svæðinu og leitaði lögreglan að hugsanlegum laumufarþega.

Fagna Ramadan í Skógarhlíð

Föstumánuðurinn Ramadan, mikilvægasta tímabil í trúarlífi múslima, gengur í garð á morgun. Múslimar á Íslandi fagna föstunni í fyrsta skipti í menningarsetri sínu í Ýmishúsi.

Ekki óeðlileg handtaka

Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumaður hafi beitt viðurkenndum aðferðum þegar ung kona var handtekin í miðborginni um helgina.

"Veiðigjaldið er ekki skattur"

Guðmundur Steingrímsson segir veiðigjaldið ekki vera skatt og segir Forsetann með ákvörðun sinni og röksemdafærslu "kalla eftir því að það sé málþóf og Alþingi sé óstarfhæft."

"Sorglegt að forsetinn standi ekki með þjóð sinni"

"Mér finnst afskaplega sorglegt að forsetinn skuli ekki standa með þjóð sinni í þessu máli,“ segir Ísak Jónsson sem stóð að undirskriftasöfnun þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti var hvattur til að neita lögum um breytingar á veiðileyfagjaldi staðfestingar.

Eldur í Mjólkurbúi MS

Eldur kom upp í lögnum inn í vöruskemmu í Mjólkurbúi MS á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur. Verið var að sjóða saman rör, og virðist sem eldur hafi komst inn í þau, og lagði mikinn reyk frá þeim.

Flugmanni franskrar flugvélar verður gerð grein fyrir miklum viðbúnaði

Stjórnstöð Landhelgisgsæslunnar sem jafnframt gegnir hlutverki sem björgunarstjórnstöð vegna sjó- og loftfara barst boð frá flugturninum í Reykjavík um klukkan hálf eitt um að einhreyfils frönsk flugvél með 3 menn um borð hefði farið frá Reykjavík klukkan 10:10 áleiðis til Vestmannaeyja en hefði ekki komið fram á tilsettum tíma.

Tók smálán í nafni annars einstaklings

Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa blekkt starfsmann Landsbankans til þess að millifæra 50 þúsund krónur af reikningi annars manns yfir á reikning móður sinnar, en hann hafði aðgang að þeim reikning.

Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir barnaklám

Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu.

Stálu grilli frá einhverfum

Þjófar stálu nýju grilli úr Iðjubergi, vinnustofu sem veitir fólki með einhverfa fötlun vinnu. "Starfsfólkið og þjónustuþegar eru í miklu sjokki," segir matráðurinn í Iðjubergi.

Flestir telja að Ólafur Ragnar skrifi undir

Vel yfir hundrað manns hafa nú tekið þátt í veðmálinu sem Betsson efnir til um hvaða ákvörðun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur og tilkynnir væntanlega á eftir um á blaðamannafundi klukkan 16:15.

Lögreglan kölluð til af ótta við laumufarþega

Gríðarleg öryggisgæsla var við Sundabakka í morgun eftir að tvö skemmtiferðaskip lögðust þar að bryggju. Ástæðan var sú að það sást til flóttamanns sem hefur áður reynt að lauma sér um borð í skip á svæðinu.

Kæra Dróma vegna yfirdrifinna dráttarvaxta

Hópurinn Samstaða gegn Dróma afhendir Sérstökum saksóknara kæru klukkan ellefu í dag vegna yfirdrifinna dráttarvaxta sem Drómi lagði á lán konu sem er í greiðsluskjóli og má því ekki ganga að.

Vill átak í grasslætti

Ásýnd Reykjavíkurborgar líður fyrir það hversu sjaldan græn svæði eru slegin að mati sjálfstæðismanns í borginni. Borgarstarfsmaður segir mikla vætutíð og grassprettu í sumar hafa haft áhrif á sláttinn.

Hafnar gagnrýni Náttúrufræðistofnunar

Skógrækt hefur ekki áhrif á tilvist votlendis í kringum Dagmálatjörn í Biskupstungum þar sem skógræktin er ekki á votlendinu segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. Hann áréttar eignarrétt landeiganda yfir landi sínu.

Eldur við Aflagranda

Eldur kviknaði í íbúð á 7. hæð í fjölbýlishúsi við Aflagranda í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Karl Vignir ósáttur og áfrýjar dómnum

Karl Vignir Þorsteinsson áfrýjaði í síðustu viku sjö ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir mánuði fyrir að brjóta kynferðislega á þremur fötluðum mönnum.

Stefnir í metdag á miðunum

Það hefur verið vitlaust að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá því í nótt að smábátar fóru að streyma á sjó og tilkynna um brottfarir sínar.

Frétti af brottvikningunni á Fésbókinni

Lögreglumanni, sem handtók ölvaða konu á Laugavegi um síðustu helgi, var vikið tímabundið frá störfum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð gremja meðal lögreglumanna vegna þess hvernig að brottvikningunni var staðið. Handtakan var tekin upp og vakti mikla athygli þegar hún var sýnd víða um netheima.

Tugir íhuga að stíga fram eftir viðtalið

María Rut Kristinsdóttir hefur fengið viðbrögð frá á fjórða tug manna og kvenna sem deila reynslu hennar af kynferðisofbeldi eftir viðtal við hana í Fréttablaðinu. Þeir íhuga að stíga fram og segja frá. Hún segir dýrmætt að geta veitt fólki styrk.

Væri það fyrsta sem yrði skorið

Stjórnarþingmönnum sem skipaðir hafa verið í svokallaðan hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar verður ekki umbunað umfram þingfararkaupið fyrir setu í hópnum, segir Vigdís Hauksdóttir, sem situr í hópnum fyrir Framsóknarflokkinn.

Hraðfiskibátur brann á miðunum

Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans.

Reykvíkingar flýja til útlanda

Allt lítur út fyrir að vætutíð verði á suðvestanverðu landinu fram yfir miðjan júlí. Margir eru búnir að fá nóg af ótíðinni og samkvæmt ferðaskrifstofunum bóka landsmenn ferðir til sólarlanda með engum fyrirvara.

25 ára vann 28 milljónir

Annar vinningshafi helgarinnar er kominn fram en tveir skiptu á milli sín sexföldum potti samkvæmt frétta á heimasíðu Getspár.

Hallur heimtar afsökunarbeiðni

Lögmaður Halls Magnússonar, Sveinn Andri Sveinsson, hefur sent formanni Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, Sigurði Halli Stefánssyni, bréf hvers efni er "Krafa um afturköllun ummæla og opinbera afsökunarbeiðni“.

Samhæfð geimveruleit

Breskir vísindamenn ætla að hefja skipulagða leit að vitsmunalífi á öðrum hnöttum. Þeir óska eftir nærri 200 milljörðum króna á ári í styrk til verksins.

Ekkert lát á leiðindaveðri

Leiðindaveðrið sem verið hefur að undanförnu er ekki á undanhaldi. Veðrið er svo leiðinlegt að það kemst ekki í sögubækur vegna þessara þrálátu leiðinda þó lægðirnar bíði í röðum. En, fyrir norðan og austan leika menn við hvurn sinn fingur.

Brotist inn í veiðihús

Brotist var inn í veiðihús í landi Syðri Brúar í Grímsnesi aðfaranótt síðastliðins föstudag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Átta fluttir á heilsugæsluna eftir árekstur

Harður árekstur varð á Skeiðavegi á móts við Skálholtsveg um klukkan níu á föstudagskvöld samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Tvö ökutæki voru í samfloti en ökumaður fremri bifreiðarinnar ætlaði að beygja til vinstri og dró úr hraða og stöðvaði með þeim afleiðingum að bifreiðin sem var á eftir skall harkalega aftaná henni.

Óánægja læknakandídata eykst

Aðeins 26 prósent læknakandídata eru ánægðir í starfi hjá Landsspítalanum samkvæmt viðamikilli könnun sem gerð var á spítalanum.

Sjá næstu 50 fréttir