Innlent

Miðbærinn og Vatnsmýrin vinsælust

Kristján Hjálmarsson skrifar
Vatnsmýrin er vinsæl sem mögulegt nýbyggingasvæði.
Vatnsmýrin er vinsæl sem mögulegt nýbyggingasvæði. Fréttablaðið/Vilhelm
Miðbærinn og Vatnsmýrin eru vinsælust af mögulegum nýbyggingarsvæðum í Reykjavík, samkvmt nýrri bústetuóskakönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og rannsóknarverkefnið Betri borgarbragur.

Eldri hverfin í Reykjavík  eru vinsælust þegar spurt er um búsetuóskir fólks. Flestir svarendur, sérstaklega þeir yngri, vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum.

Helmingur svarenda bjóst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára. Um 87% þeirra gerði ráð fyrir að flytja innan borgarinnar þar af um helmingur innan sama hverfis, að því er segir í tilkynningu frá borginni. 

Viðhorfskönnun  á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 var unnin fyrir rannsóknarhópinn Betri borgarbragur og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar af Land-ráði sf í samvinnu við MMR. Þetta er þriðja könnunin á húsnæðis- og búsetuóskum sem Land-ráð sf vinnur fyrir borgaryfirvöld. Þær fyrri fóru fram 2003 og 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×