Innlent

Rækjuveiðar aftur við Eldey

Gissur Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út leyfi upp á 250 tonn út þetta ár.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út leyfi upp á 250 tonn út þetta ár.
Rækjuveiðar mega hefjast á ný við Eldey, eftir 16 ára veiðibann, sem sett var á sínum tíma þegar veiðarnar þóttu hefa gengið of nærri rækjustofninum þar.

Sjómenn á Humarveiðum hafa orðið varir við talsvert af rækju með humrinum undanfarin ár og kannaði Hafró málið nú í vor. Í framhaldi af því hefur Sjávarútvegsráðuneytið gefið út leyfi upp á 250 tonn út þetta ár. Ekki kemur fram af hverju ekki er miðað við fiskveiðiárið, sem hefst fyrsta september og stendur til 31. ágúst á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×