Segir aðferðir lögreglunnar hættulegar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2013 19:35 Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar. Hugmyndir hans um betri tækni fengu ekki hljómgrunn hjá Lögregluskólanum. Málið hófst um síðastliðna helgi þegar ung kona sætti heldur harkalegri handtöku lögreglumanns í miðbænum. Ríkissaksóknar rannsakar nú málið og umboðsmaður Alþingis hefur einnig óskað eftir upplýsingum um handtökuna. Konan sagði í samtali við fréttablaðið í dag að hún ætli að leita réttar síns í málinu. Málið sem hófst við gula bekkinn á Laugaveginum er þó hvergi nærri lokið. Nú er rætt um sjálfar handtökuaðferðir lögreglunnar. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og annar stofnenda Mjölnis, viðraði á sínum tíma hugmyndir um að innleiða bandaríska handtökutækni sem þykir ekki jafn róttæk og sú norska. „Ef þú ert að æfa bardagaíþróttir og það á móti fólki með fulla mótspyrnu þá myndirðu aldrei nota þessi tök sem kennd eru í norsku aðferðinni, þau einfaldlega virka ekki," segir Jón Viðar, sem sér meðal annars um að þjálfa víkingasveit lögreglunnar.Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt.MYND/PJETUR Jón Viðar skrifaði grein um STL handtöku- og yfirbugunarkerfið í tímarit Lögreglumanna árið 2007. Þá var hann nemi í Lögregluskólanum og hugnaðist ekki sú þróun sem orðið hafði í handtökuaðferðum lögreglunnar. STL þykir afar einföld handtökutækni og er að ætlað að auka sjálfstraust lögreglumanna til að fást við æst og ofbeldisfullt fólk. Jafnframt eru brögðin ekki gróf enda er markmiðið að forðast óþarfa sársauka og meiðsl. „Ég kynnti þetta kerfi fyrir lögreglunni og aðstoðarríkislögreglustjóra á þeim tíma og það var vel tekið í þetta. Það sama má segja um Landssamband lögreglumanna. Þegar ég kynnti þetta upp í lögregluskóla þá var ekki tekið mark á mér," segir Jón Viðar. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt. Jón Viðar er ekki sammála þessu. Hann ítrekar að erfitt sé að hafa stjórn á manneskjunni þegar norska aðferðin er annars vegar. Þegar jafnvægi viðkomandi sé lítið er hætta á að hún falli með andlitið í jörðina. Betra sé að nálgast manneskjuna að aftan og grípa um háls og undir handarkrika. Þetta sé betra fyrir lögreglumanninn sem og þann sem á í hlut. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar. Hugmyndir hans um betri tækni fengu ekki hljómgrunn hjá Lögregluskólanum. Málið hófst um síðastliðna helgi þegar ung kona sætti heldur harkalegri handtöku lögreglumanns í miðbænum. Ríkissaksóknar rannsakar nú málið og umboðsmaður Alþingis hefur einnig óskað eftir upplýsingum um handtökuna. Konan sagði í samtali við fréttablaðið í dag að hún ætli að leita réttar síns í málinu. Málið sem hófst við gula bekkinn á Laugaveginum er þó hvergi nærri lokið. Nú er rætt um sjálfar handtökuaðferðir lögreglunnar. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og annar stofnenda Mjölnis, viðraði á sínum tíma hugmyndir um að innleiða bandaríska handtökutækni sem þykir ekki jafn róttæk og sú norska. „Ef þú ert að æfa bardagaíþróttir og það á móti fólki með fulla mótspyrnu þá myndirðu aldrei nota þessi tök sem kennd eru í norsku aðferðinni, þau einfaldlega virka ekki," segir Jón Viðar, sem sér meðal annars um að þjálfa víkingasveit lögreglunnar.Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt.MYND/PJETUR Jón Viðar skrifaði grein um STL handtöku- og yfirbugunarkerfið í tímarit Lögreglumanna árið 2007. Þá var hann nemi í Lögregluskólanum og hugnaðist ekki sú þróun sem orðið hafði í handtökuaðferðum lögreglunnar. STL þykir afar einföld handtökutækni og er að ætlað að auka sjálfstraust lögreglumanna til að fást við æst og ofbeldisfullt fólk. Jafnframt eru brögðin ekki gróf enda er markmiðið að forðast óþarfa sársauka og meiðsl. „Ég kynnti þetta kerfi fyrir lögreglunni og aðstoðarríkislögreglustjóra á þeim tíma og það var vel tekið í þetta. Það sama má segja um Landssamband lögreglumanna. Þegar ég kynnti þetta upp í lögregluskóla þá var ekki tekið mark á mér," segir Jón Viðar. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt. Jón Viðar er ekki sammála þessu. Hann ítrekar að erfitt sé að hafa stjórn á manneskjunni þegar norska aðferðin er annars vegar. Þegar jafnvægi viðkomandi sé lítið er hætta á að hún falli með andlitið í jörðina. Betra sé að nálgast manneskjuna að aftan og grípa um háls og undir handarkrika. Þetta sé betra fyrir lögreglumanninn sem og þann sem á í hlut.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira