Innlent

Glannar á torfæruhjólum á Selfossi

Gissur Sigurðsson skrifar
Á Selfossi eiga menn í nokkrum vandræðum með hávær torfæruhjól.
Á Selfossi eiga menn í nokkrum vandræðum með hávær torfæruhjól.
Lögreglunni á Selfossi bárust í gær kvartanir yfir akstri ungmenna á torfæruhjólum á reiðvegum á milli Hveragerðis og Selfoss, en hávaðinn frá hjólunum getur fælt hestana, auk þess sem reiðvegirnir eru aðeins ætlaðir hestum.

Ekkert óhapp hlaust þó af í gær, en að sögn lögreglunnar á Selfossi eru talsverð brögð að þessu. Oft eru þetta unglilngar á óskráðum hjólum, og hvetur hún foreldra, sem að líkindum hafa gefið unglingunum hjólin, til að leiða þeim fyrir sjónir hvaða ábyrgð fylgir því að nota þau. Óskráð torfæruhjól má einungis nota á afmörkuðum svæðum fyrir þannig hjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×