Fleiri fréttir

Öskjuhlíðin nýtt sem Sorpa

Gamalt sófasett, dauð kanína sem hafði verið hengd á trjágrein og sorp af ýmsu tagi blasti við vegfarendum í Öskjuhlíðinni í gær.

Tölvum stolið

Skömmu fyrir miðnætti í nótt var lögreglu á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um innbrot og þjófnað í fyrirtæki í austurborginni.

Kaupendur fyrstu íbúðar á fertugsaldri

Aldur þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð hefur hækkað á síðustu árum. Hækkun íbúðaverðs er helsta ástæðan. Húsaleiga hefur hækkað og ungt fólk býr lengur heima.

Selja hugbúnaðinn til tólf landa

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur selt heimilisfjármálahugbúnað sinn til tólf landa, nú síðast til Póllands. Þannig bættust í hópinn um það bil þrjár milljónir nýrra notenda.

Fasteignamat Hörpu sagt vera fráleitt

Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hvort dómkvaddir matsmenn ættu að leggja mat á markaðsvirði Hörpu. Deilt er um úrskurð yfirfasteignamatsnefndar. Fasteignamatið er 22 milljaðar.

Ellefu þúsund skrifað undir

Alls hafa ellefu þúsund manns skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjöld.

Segir Börk hafa slasast í fangaflutningnum

Börkur Birgisson, sem hefur verið ákærður fyrir að verða Sigurði Hólm Sigurðarsyni að bana ásamt Annþór Kristjáni Karlssyni á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári, verður fluttur undir læknishendur á morgun vegna meiðsla, sem lögmaður hans vill meina að hann hafi hlotið í fangaflutningum í síðustu viku.

Engin sérmeðferð fyrir Snowden

Edward Snowden fær enga flýtiafgreiðslu eða sérmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segir almennar reglur gilda um hælisleitendur og mikilvægt sé að fara ekki í manngreinarálit.

"Þetta eru engin geimvísindi“

Steingrímur J. Sigfússon segir að ríkisstjórnin verði að skera niður á móti eða afla nýrra tekna vegna þeirra skatta sem verða lækkaðir. Fram kom í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag að uppsafnaður fjárlagahalli síðustu ára næmi 400 milljörðum króna.

Fyrsta langreyðin sem hefur veiðst í þrjú ár

Komið var með fyrstu langreyðina sem veiðst hefur í hátt í þrjú ár að bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan á meðan.

Rigningasumar samkvæmt Fóelluvötnum

Fóelluvötn á Sandskeiði eru nú þurr. Veit það á rigningasumar sunnanlands samkvæmt gamalli þjóðtrú. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir frost í jörðu eftir veturinn ráða vatnsstöðunni og að hún segi ekki til um veðurfarið í sumar.

Áttræður sigraði Hvannadalshnúk

Hátt í sextíu manns gengu á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, í blíðskaparveðri síðustu helgi en þeir elstu í þeim hópi voru án efa svissnesku félagarnir Sämi Hügli sem er áttræður og Werni Hug sjötugur en þeim tókst að toppa tindinn um hádegi á laugardag í fylgd leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar.

Lögreglan vill ná tali af ökuníðingnum á Vatnsenda

Lögreglan óskar eftir að ná tali af ökumanni jeppabifreiðar með eftirvagn sem hugðist hleypa fólki á hestum yfir Vatnsendaveg á fimmtudaginn í síðustu viku. Grá fólksbifreið ók fram úr jeppanum við gangbraut til móts við hesthúsahverfið, og óskar lögreglan jafnframt eftir því að ná tali af ökumanni gráa bílsins.

"Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna.

Sigríður Andersen inn fyrir Guðlaug Þór

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur tekið nú sæti á sumarþingi í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Enginn tími til þess að vera skelkaður

"Tankurinn innihélt eldsneyti til meira en tveggja og hálfrar klukkustunda flugs,“ segir Ómar Ragnarsson um brotlendingu sína við Sultartangalón í gær.

Jakki Hermanns var sleginn á 400 þúsund krónur

Að loknu golfmóti Hermanns Hreiðarssonar knattspyrnukappa, Herminator, sem fram fór á Leynisvellinum á Akranesi, voru þátttakendur keyrðir beint í hús Iðu í Reykjavík þar sem fram fór uppboð, happadrætti og allskyns fíflaskapur: Heljarinnar húllumhæ á herrakvöldi Hemma Hreiðars.

Íslensku stúlkurnar áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald yfir tveimur átján ára íslenskum stúlkum, sem sitja í fangelsi í Prag eftir að kókaín fannst í farangri þeirra síðastliðið haust, hefur verið framlengt fram í ágúst.

Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki

Forsætis- og innanríkisráðherra hafa ekki orðið við beiðni Kristins Hrafnssonar, talsmanns Wikileaks, um fund vegna máls uppljóstrarans Edwards Snowden. Hann vill sækja formlega um pólitískt hæli á Íslandi.

Gegn afnámi veiðileyfagjalds

Hafin er undirskriftarsöfnun á netinu með áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjöld.

Ómar nauðlendir

Ómar Ragnarsson fréttamaður slapp með skrekkinn þegar hann varð að nauðlenda lítilli Cessna flugvél við Sultartangalón í gærkvöldi.

Sjá meinbugi á hugmynd um fríhöfn á hafnarbakkanum

Hafnarstjóri Faxaflóahafna sér ýmsa meinbugi á því að koma upp tímabundinni fríhafnarverslun inni á lokuðu svæði hafnarinnar fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Hugmyndin er þó ekki alveg slegin út af borðinu. Hefur verið hafnað sums staðar annars staðar.

Íslendingar þola ekki yfirvald og kúgun

Forsætisráðherra segist ekki munu láta alþjóðastofnun segja sér að ekki sé hægt að gera meira fyrir skuldug heimili. Í þjóðhátíðarávarpi sínu gagnrýndi hann Evrópusambandið og sagði það þurfa að sanna sig fyrir okkur.

Fyrstir til að róa yfir Atlantshaf

Fjórir íslenskir sæfarar, þeir Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox, keppast nú við að róa yfir Atlantshafið á sérstökum úthafsróðrarbáti.

Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál

Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar.

Gleði og gaman í miðborginni

Mikil gleði var í miðborginni í dag 17. júní. Nóg var um að vera og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega. Þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska var góð stemming meðal borgarbúa, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Stefán Karlsson ljósmyndari tók í dag.

Hvalur 8 búinn að veiða eina langreyði

Skipið Hvalur 8 veiddi í kvöld eina langreyði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Skipið hélt út til veiða ásamt Hvali 9 í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að skipin komi í land í nótt eða í fyrramálið.

Sjá næstu 50 fréttir