"Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2013 14:37 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, voru málshefjendur í sérstakri umræðu um ríkisfjármál.„Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis“ Steingrímur sagði að fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar bentu ekki til þess að hún ætlaði að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. „Hvað er í vændum og hversu stórt verður þetta (fjárlaga)gat á árinu 2014? Ætlar ríkisstjórnin að halda við markmið um hallalaus fjárlög með afgangi á árinu 2014? Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis," sagði Steingrímur. Katrín sagði að allt benti til þess að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að ganga í það verk að greiða niður skuldir ríkisins. „Þetta þykir mér metnaðarleysi. Ekki síst þegar menn eru að draga hér fram liði sem ástæður fyrir því, sem eru liðir sem ríkisstjórnir á hverjum einasta tíma þurfa að vinna að til að halda innan ramma fjárlaga. (...) Ég vorkenni þessari ríkisstjórn ekkert að þurfa að kljást við það verkefni. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma." Katrín sagði að álag og ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hefði farið lækkandi vegna ábyrgrar stefnu síðustu ríkisstjórnar í ríkisfsjármálum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var til andsvara. Ráðherrann vék að sérstökum blaðamannafundi sem hann og forsætisráðherra efndu til um stöðu ríkisfjármála. Ráðherrarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa lagt fram upplýsingar um stöðu ríkisfjármála sem allar lágu fyrir, en kynnt þær sem nýjar. Bjarni vísaði þessu á bug. Rétt hafi verið að segja nákvæmlega hvernig staðan var.Fjárlög hafa ekki staðist „Við töldum heiðarlegt að gera það. Og við höfum tiltekið þá þætti sem við teljum að sýni veikleika í ríkisfjármálum. (...) Þegar saman er tekið verður ekki komist hjá því að viðurkenna þá veikleika sem við blasa," sagði Bjarni. Hann sagði það rétt að síðasta ríkisstjórn hafi tekið við erfiðu búi. Hins vegar sagði Bjarni að hún hefði ekki staðið við fjárlög síðustu árin. „Þau stóðust ekki fyrir árið 2009, ekki árið 2010, ekki árið 2011 og ekki árið 2012. (...) Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna uppsafnað," sagði Bjarni. Hann sagði að ítrekað hefðu menn verið að hreykja sér með tölum sem aðeins væru til á pappírnum. Fjárlög hefðu í raun aldrei staðist á síðasta kjörtímabili. Bjarni hrósaði síðustu ríkisstjórn hins vegar fyrir það sem vel var gert. „Það aðhald sem hefur verið stundað hefur skilað þónokkuð miklum árangri. Ég hef deilt á hvernig það aðhald var framkvæmt. En heilt yfir hefur tekist ágætlega að halda útgjaldahliðinni í skefjum. Á tekjuhliðinni vantar (hins vegar) mikið upp á,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef hagvaxtarspár hefðu gengið eftir þá væri ekkert fjárlagagat til umræðu. Vandinn væri fyrst og fremst tekjumegin. Þess vegna legði ríkisstjórnin svo mikla höfuðáherslu á að senda rétt skilaboð út í þjóðfélagið og ná fjárfestingunni í gang. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, voru málshefjendur í sérstakri umræðu um ríkisfjármál.„Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis“ Steingrímur sagði að fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar bentu ekki til þess að hún ætlaði að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. „Hvað er í vændum og hversu stórt verður þetta (fjárlaga)gat á árinu 2014? Ætlar ríkisstjórnin að halda við markmið um hallalaus fjárlög með afgangi á árinu 2014? Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis," sagði Steingrímur. Katrín sagði að allt benti til þess að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að ganga í það verk að greiða niður skuldir ríkisins. „Þetta þykir mér metnaðarleysi. Ekki síst þegar menn eru að draga hér fram liði sem ástæður fyrir því, sem eru liðir sem ríkisstjórnir á hverjum einasta tíma þurfa að vinna að til að halda innan ramma fjárlaga. (...) Ég vorkenni þessari ríkisstjórn ekkert að þurfa að kljást við það verkefni. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma." Katrín sagði að álag og ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hefði farið lækkandi vegna ábyrgrar stefnu síðustu ríkisstjórnar í ríkisfsjármálum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var til andsvara. Ráðherrann vék að sérstökum blaðamannafundi sem hann og forsætisráðherra efndu til um stöðu ríkisfjármála. Ráðherrarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa lagt fram upplýsingar um stöðu ríkisfjármála sem allar lágu fyrir, en kynnt þær sem nýjar. Bjarni vísaði þessu á bug. Rétt hafi verið að segja nákvæmlega hvernig staðan var.Fjárlög hafa ekki staðist „Við töldum heiðarlegt að gera það. Og við höfum tiltekið þá þætti sem við teljum að sýni veikleika í ríkisfjármálum. (...) Þegar saman er tekið verður ekki komist hjá því að viðurkenna þá veikleika sem við blasa," sagði Bjarni. Hann sagði það rétt að síðasta ríkisstjórn hafi tekið við erfiðu búi. Hins vegar sagði Bjarni að hún hefði ekki staðið við fjárlög síðustu árin. „Þau stóðust ekki fyrir árið 2009, ekki árið 2010, ekki árið 2011 og ekki árið 2012. (...) Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna uppsafnað," sagði Bjarni. Hann sagði að ítrekað hefðu menn verið að hreykja sér með tölum sem aðeins væru til á pappírnum. Fjárlög hefðu í raun aldrei staðist á síðasta kjörtímabili. Bjarni hrósaði síðustu ríkisstjórn hins vegar fyrir það sem vel var gert. „Það aðhald sem hefur verið stundað hefur skilað þónokkuð miklum árangri. Ég hef deilt á hvernig það aðhald var framkvæmt. En heilt yfir hefur tekist ágætlega að halda útgjaldahliðinni í skefjum. Á tekjuhliðinni vantar (hins vegar) mikið upp á,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef hagvaxtarspár hefðu gengið eftir þá væri ekkert fjárlagagat til umræðu. Vandinn væri fyrst og fremst tekjumegin. Þess vegna legði ríkisstjórnin svo mikla höfuðáherslu á að senda rétt skilaboð út í þjóðfélagið og ná fjárfestingunni í gang.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira