Fleiri fréttir

23 á leið í læknanám í Slóvakíu

Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust.

Sumarhúsin áður í eigu Björgólfs Thors

Þingvallanefnd hefur keypt þrjá sumarbústaði af LBI hf., slitastjórn gamla Landsbankans, sem staðsettir eru í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum. Samningar um þetta voru undirritaðir 29. apríl síðastliðinn en kaupverð var 34,5 milljónir króna.

Ekkert klósettgjald næstu vikur

Gjaldhlið sem í fyrra var komið fyrir við salernin á Hakinu á Þingvöllum hafa verið tekin niður. Ástæðan er ekki sú að hætta eigi að innheimta aðgangseyri að salernunum heldur eru þau fjarlægð tímabundið á meðan reist verður tengibygging milli salernishúsanna tveggja.

11,4 milljónir í starfslokasamninga

Alls 9,9 milljóna króna tap varð af rekstri Ríkisútvarpsins (RÚV) á tímabilinu frá 1. september 2012 til 28. febrúar síðastliðins. Til samanburðar var níu milljóna króna hagnaður af starfsemi RÚV á sama tímabili ári fyrr. RÚV birti nýverið hálfsársuppgjör sitt vegna fyrrgreinds tímabils.

Ögmundur breytir reglum um jarðarkaup útlendinga

Héðan í frá er erlendum aðila með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu óheimilt að kaupa jörð hér á landi nema kaupin séu sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi. Þetta felst í reglugerð sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirritaði þann 17. apríl síðastliðinn um kaup útlendinga með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu á fasteignum hér á landi. Ráðherra segir að reglugerðin sé sett með stoð í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 og hefur hún þegar öðlast gildi.

Kanadískt félag yfirtekur sérleyfi á Drekasvæðinu

Kanadískt olíufélag, Íþaka, er orðinn rétthafi og rekstraraðili annars af tveimur olíuleitarleyfunum á íslenska Drekasvæðinu eftir að það yfirtók breska olíufélagið Valiant. Ekki eru nema fjórir mánuðir liðnir frá því að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu tveimur sérleyfunum til rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu. Fulltrúi breska félagsins Valiant tók við öðru leyfinu sem rekstraraðili með 56,25% prósenta hlut en íslenska félagið Kolvetni, með 18,75%, og norska ríkisolíufélagið Petoro, með 25%, eru einnig aðilar að leyfinu. Nú hefur Ithaca Energy tekið yfir hlutverk Valiant sem rekstraraðili leyfisins en til þess þurfti samþykki Orkustofnunar. Kanadíska félagið gerði eigendum Valiant 36 milljarða króna yfirtökutilboð sem fallist var á og var endanlega gengið frá yfirtöku Íþöku á Valiant fyrir um tveimur vikum. Íþaka var stofnað í Alberta í Kanada árið 2004 og er skráð í kauphöllunum í Toronto og London. Meginstarfsemi félagsins felst í olíu- og gasvinnslu í Norðursjó þar sem félagið kemur að rekstri nokkurra svæða. Það stundar einnig olíuleit og olíuboranir. Það telst ekki stórt í olíuheiminum en velta þess á síðasta ári nam um 20 milljörðum króna.

Sigmundur ekki byrjaður í stjórnarmyndunarviðræðum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna.

Lýst eftir Eðvarði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eðvarði Guðmannssyni. Eðvarð er 31 árs og hefur ekkert heyrst frá honum síðan 23. apríl síðastliðinn. Eðvarð er 180 sentimetrar á hæð, þybbinn , skolhærður ,stuttklipptur, Líklega klæddur í græna úlpu og svörtum buxum. Þeir sem vita um ferðir Eðvarðs eru beðnir um að láta lögregluna vita í síma 444-1000.

Réðst á tvo lögreglumenn

Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í fangaklefa á lögreglustöð eftir að hann var handtekinn, þann annan júlí í hitteðfyrra. Hann réðst með fólskulegum hætti á annan lögreglumanninn, kýldi hann ítrekað í höfuð og andlit. Maðurinn nefbraut lögregluþjóninn og veitti honum aðra áverka.

Engin Smuga í sumar

Vefritinu Smugunni var lokað frá og með 1. maí en vefurinn safnar nú áskrifendum til að fara aftur í loftið að nýju. Vinstri hreyfingin grænt framboð og aðrir stórir hluthafar hafa gefið eftir hluti sína. Á vefnum kemur fram að stefnt sé að því að snúa aftur næsta haust, ef það tekst að safna nægum styrktaráskriftum meðal lesenda eða fá aðra að útgáfunni. Markmiðið er að safna fé sem nemur um tveimur milljónum á mánuði. Þú getur skráð þig hér ef þú vilt leggja þitt að mörkum til að Smugan fari í loftið að nýju.

Kvikmyndasafnið harðneitar að deila húsnæði með Gaflaraleikhúsinu

Erlendur Erlendsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, gagnrýnir harðlega ákvörðun menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar, um að ganga til viðræðna við Gaflaraleikhúsið um að samnýta Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem kvikmyndasafnið hefur aðstöðu.

Konur í miklum minnihluta í lögreglunni

Engin kona starfaði sem yfirlögregluþjónn hér á landi á síðasta ári en 23 karlar gegndu því starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2012 sem kom út í dag.

Kanye West keypti umdeilda regnhlíf af Sruli

Rúmlega ein milljón manns eru búnir að fara inn á heimasíðu hönnuðarins Sruli Recht síðasta sólahringinn, auk þess sem tónlistarstjarnan Kanye West keypti umdeilda regnhlíf af Sruli.

Tollgæslan lagði hald á eitt kíló af sprengiefnum

Tollgæslan lagði hald á eitt kíló af efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni um miðjan desember síðastliðinn. Sendingin barst hingað til lands frá Bretlandi í bögglapósti og var stíluð á einstakling.

Bjarni og Sigmundur hittast aftur í dag

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast aftur í dag til að fara yfir stöðu mála. Þeir hittust í gær til að ræða málin og mun fundur þeirra hafa staðið yfir langt fram á kvöld. Eins og fram hefur komið er eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en flokkarnir fengu kjörna nítján þingmenn hvor.

Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar

Biðin eftir stjórnarmyndun reynir á taugar margra þessa dagana og þótt flestir virðist telja að stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taki við að lokum eru ýmsir möguleikar ræddir. Margar Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu.

Bensínverð hefur lækkað um þrjátíu krónur

Atlantsolía lækkaði bensínverð um þrjár krónur á lítrann í morgun og kostar hann nú rúmar 237 krónur. Verð á bensínlítranum hefur þvi lækkað um um það bil 30 krónur frá því í febrúar. Að vanda má reikna með að hin olíufélögin lækki verðið nokkurveginn til samræmis við Atlantsolíu í dag.

Ingólfur persónulega ábyrgur - þarf að greiða rúman milljarð

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þarf að greiða rúman milljarð af lánum sem hann fékk til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu slitastjórnar Kaupþings um að hafna niðurfellingu á persónulegri ábyrgð Ingólfs á láni sem honum hafði verið veitt til hlutafjárkaupa. Lánið fékk hann í maí árið 2006.

Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri

Hefur ekki áhyggjur af kuldatíðinni

„Það þarf nú ekki að hafa neinar stóráhyggjur af þessu,“ segir Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur, spurður um áhrif kuldatíðarinnar undanfarið á garðyrkjuna.

Fórnarlamb átaks í ferðaþjónustu

"Álagið á Þingvelli, vatnið og þinghelgina er gríðarlega vaxandi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, sem boðar aðgerðir til að vernda gróður á Þingvöllum. Óhemjumikill vöxtur hefur verið í heimsóknum ferðamanna á Þingvöll. Umferð um Mosfellsheiði jókst um áttatíu prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. Ólafur segir að á Hakinu sé mannfjöldinn þessa dagana eins og á sumardegi.

Læra mikið í kjölfar nýrra fálkamerkinga

Ný aðferðafræði við að merkja fálka skilar mikilvægum niðurstöðum til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Hafnar eru tilraunir með erfðafræðilegar rannsóknir á fjöðrum fálka.

Bændur taka birgðastöðu eftir kuldatíð

Fulltrúar Bændasamtakanna (BÍ) funduðu með embættismönnum í atvinnuvegaráðuneytinu á mánudag til að ræða horfur á Norður- og Austurlandi vegna yfirvofandi hættu á kali í túnum og heyskorti. Gerð verður allsherjar könnun á stöðu bænda eftir veturinn. Bóndi í Fljótum segir veturinn standast samanburð við það versta sem menn þekki til.

Fá ekki upplýsingar um þjófnaði á skrá

Sakaskrá ríkisins hefur synjað beiðni Akureyrarbæjar um að senda sérstaklega upplýsingar um auðgunarbrot hjá þeim sem sækja um starf á öldrunarheimilum í bænum.

Alltaf nóg af rusli í borginni

Nóg er að gera hjá starfsmönnum borgarinnar sem sjá um að tína upp rusl þessa dagana, enda hefur mikið rusl safnast upp í vetur og eftir vindasama daga undanfarið. „Það er alltaf nóg að gera en þó aðeins meira á vorin og á sumrin,“ segir Grímur Þ. Jónasson, starfsmaður á Hverfamiðstöð Reykjavíkurborgar í Laugardal.

Mega vera úti til klukkan tíu

Útivistartími barna og unglinga tók breytingum í gær. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. Unglingar, 13 til 16 ára, mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan þess tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu og miðast aldur við fæðingarár.

Á kolmunnaveiðum í veðravíti

"Það er víst engu logið um að þetta hafsvæði suður af Færeyjum er sannkallað veðravíti og það er mikið um frátafir á veiðum vegna þess. Í gær [á mánudag] urðum við að halda sjó í hálfan sólarhring í norðanbrælu og haugasjó og það var ekki fyrr en í morgun að það var hægt að kasta aftur. Og það lítur ekki út fyrir mikinn frið því að næsta lægð er á leiðinni og nú er spáð sunnanbrælu,“ segir Stefán Geir Jónsson, afleysingaskipstjóri á Lundey NS, í viðtali á heimasíðu HB Granda, en var þá að veiðum um 70 mílur suður af Færeyjum.

Jarðskjálfti á Siglufirði

Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð klukkan rúmlega tvö i nótt með upptök norð-norðvestur af Siglufirði.

Strandveiðar hefjast

Strandveiðibátar fóru að streyma út á sjó í nótt, en í dag er fyrsti dagur fyrsta strandveiðimánaðarins í sumar.

Sumarbústaður á faraldsfæti

Sumarbústaður upp á 90 fermetra var fluttur norðan úr Skagafirði austur að Heklu rótum, eða 485 kílómetra leið.

Skeiðgenið greint á Íslandi

Þekkingarfyrirtækið Matís hefur hafið DNA-greiningar á geninu DMRT3; geninu sem stjórnar skeiðgangi íslenska hestsins. Rannsakendurnir, Lisa Andersson hjá Capilet Genetics AB og fleiri sem uppgötvuðu genið, telja víst að fundurinn geti bætt kynbótastarf hestsins.

Umhverfisspjöll í Mývatnssveit

Spellvirki hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit og rannsakar lögreglan á Húsavík málið.

Sjóræningjasíðan ekki lengur íslensk

Sjóræningjasíðan The Pirate Bay er ekki lengur íslensk. Vísir greindi frá því í síðustu viku að síðan hefði fengið íslenskt lén en það var skráð á annan stofnanda síðunnar, sem er svíinn Fredrik Neij.

Telja að um 5000 manns hafi tekið þátt í göngunni

Forsvarsmenn Grænu göngunnar telja að um fimm þúsund manns hafi tekið þátt í henni. Gangan var á vegum fimmtán samtaka um náttúru- og umhverfisvernd en hópurinn gekk aftast í kröfugöngu verkalýðsfélaganna.

Loksins hlýindi í langtímaspá

Fyrstu vísbendingar sjást nú í langtímaspá um að brátt sjái fyrir endann á kuldakastinu, sem ríkt hefur á landinu undanfarnar vikur. Landsmenn þurfa þó að þrauka eina kuldavikuna enn áður en hlýindin koma, miðað við langtímaspá norsku veðursíðunnar yr.no. Ef undan er skilinn skammgóður vermir á föstudag er ekki að búast við neinum hlýindum á landinu að ráði fyrr en undir þarnæstu helgi en þá gætu líka orðið miklar breytingar. Þannig gætu Norðlendingar loksins farið að finna fyrir hlýjum sunnanvindi á fimmtudag og föstudag í næstu viku, 9. og 10. maí, með hækkandi hitatölum, ef marka má norsku langtímaspána. Jafnvel sjást tveggja stafa hitatölur í spám, til dæmis á að vera kominn 10 stiga hiti á Raufarhöfn þann 10. maí.

Aðferðir Sigmundar umdeildar

Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas.

Íslendingur 54 milljónum ríkari

Einn Íslendingur og einn Dani skiptu á milli sín 1 .vinningi I Víkingalottóinu í kvöld. Hvor um sig hlýtur rúmar 54 milljónir.

Bjarni og Sigmundur ætla að funda í dag

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að hittast síðar í dag, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur úr herbúðum framsóknarmanna.

Sjá næstu 50 fréttir