Læra mikið í kjölfar nýrra fálkamerkinga Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Kvenfálkinn AU var merktur í S-Þingeyjarsýslu sumarið 2011 en hafði vetursetu og sumardvöl á Suðurlandi árið 2012. mynd/Ólöf Helga haraldsdóttir Ný aðferðafræði við að merkja fálka skilar mikilvægum niðurstöðum til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Hafnar eru tilraunir með erfðafræðilegar rannsóknir á fjöðrum fálka. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur við NÍ, segir að allt fram til ársins 2011 hafi fálkar aðeins verið merktir með hefðbundnum stálhring, en til að lesa á slík merki þurfti fuglinn að finnast dauður eða að komast undir manna hendur á annan máta. „Sumarið 2011 var byrjað að litmerkja fálka og síðan hafa um 100 fuglar verið merktir. Þessi merki gefa okkur kost á að nálgast nýjar upplýsingar. Ekki síst um fullorðna fugla í varpi, sem er aðaltilgangurinn með þessari nýju aðferð. Framtíðarsýnin er að koma upp merktum varpstofni svo hægt sé að meta afföll og fleira,“ segir Ólafur, en tilgangurinn með merkingum er að fá upplýsingar um ferðalög fálka, átthagatryggð, kynþroskaaldur og afföll. Ólafur segir að varpstofn á Íslandi sé um 400 pör. „Við erum með rétt innan við 10% af fálkastofninum á rannsóknasvæðinu sem er um 5.000 ferkílómetra svæði í Þingeyjarsýslum,“ segir Ólafur og bætir við að á liðnum áratugum hafi verið merktir á milli 16 og 17 hundruð fálkar með hefðbundnum merkjum. Af þeim hafa 200 náðst til baka. Næsta skref í rannsóknum NÍ er nýting erfðafræðilegra upplýsinga. „Við náum lífsýnum úr fuglunum úr fjöðrum sem þeir fella. Þannig getum við greint einstaklinginn, og við tökum þetta upp samhliða litmerkingunum. Með því að beita þessum tveimur aðferðum samhliða getum við fylgst með fuglum sem heimsækja sitt óðal ár eftir ár. Tækifærin til að nýta þessar nýju aðferðir samhliða eru gríðarlega mikil,“ segir Ólafur. Ætlunin er að halda þessu verkefni, litmerkingum og erfðafræðilegum rannsóknum samhliða, áfram næstu tíu árin. Von er á fyrstu varpfuglunum inn í verkefnið núna í vor. Þess má geta að mjög er litið til þessara íslensku rannsókna þar sem allt að helmingur evrópska fálkastofnsins heldur til hér á landi. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Ný aðferðafræði við að merkja fálka skilar mikilvægum niðurstöðum til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Hafnar eru tilraunir með erfðafræðilegar rannsóknir á fjöðrum fálka. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur við NÍ, segir að allt fram til ársins 2011 hafi fálkar aðeins verið merktir með hefðbundnum stálhring, en til að lesa á slík merki þurfti fuglinn að finnast dauður eða að komast undir manna hendur á annan máta. „Sumarið 2011 var byrjað að litmerkja fálka og síðan hafa um 100 fuglar verið merktir. Þessi merki gefa okkur kost á að nálgast nýjar upplýsingar. Ekki síst um fullorðna fugla í varpi, sem er aðaltilgangurinn með þessari nýju aðferð. Framtíðarsýnin er að koma upp merktum varpstofni svo hægt sé að meta afföll og fleira,“ segir Ólafur, en tilgangurinn með merkingum er að fá upplýsingar um ferðalög fálka, átthagatryggð, kynþroskaaldur og afföll. Ólafur segir að varpstofn á Íslandi sé um 400 pör. „Við erum með rétt innan við 10% af fálkastofninum á rannsóknasvæðinu sem er um 5.000 ferkílómetra svæði í Þingeyjarsýslum,“ segir Ólafur og bætir við að á liðnum áratugum hafi verið merktir á milli 16 og 17 hundruð fálkar með hefðbundnum merkjum. Af þeim hafa 200 náðst til baka. Næsta skref í rannsóknum NÍ er nýting erfðafræðilegra upplýsinga. „Við náum lífsýnum úr fuglunum úr fjöðrum sem þeir fella. Þannig getum við greint einstaklinginn, og við tökum þetta upp samhliða litmerkingunum. Með því að beita þessum tveimur aðferðum samhliða getum við fylgst með fuglum sem heimsækja sitt óðal ár eftir ár. Tækifærin til að nýta þessar nýju aðferðir samhliða eru gríðarlega mikil,“ segir Ólafur. Ætlunin er að halda þessu verkefni, litmerkingum og erfðafræðilegum rannsóknum samhliða, áfram næstu tíu árin. Von er á fyrstu varpfuglunum inn í verkefnið núna í vor. Þess má geta að mjög er litið til þessara íslensku rannsókna þar sem allt að helmingur evrópska fálkastofnsins heldur til hér á landi.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira