Innlent

Á kolmunnaveiðum í veðravíti

Svavar Hávarðsson skrifar
Skip HB Granda eru að ljúka kolmunnaveiðum. mynd/hbgrandi
Skip HB Granda eru að ljúka kolmunnaveiðum. mynd/hbgrandi mynd/hb grandi
„Það er víst engu logið um að þetta hafsvæði suður af Færeyjum er sannkallað veðravíti og það er mikið um frátafir á veiðum vegna þess. Í gær [á mánudag] urðum við að halda sjó í hálfan sólarhring í norðanbrælu og haugasjó og það var ekki fyrr en í morgun að það var hægt að kasta aftur. Og það lítur ekki út fyrir mikinn frið því að næsta lægð er á leiðinni og nú er spáð sunnanbrælu,“ segir Stefán Geir Jónsson, afleysingaskipstjóri á Lundey NS, í viðtali á heimasíðu HB Granda, en var þá að veiðum um 70 mílur suður af Færeyjum.

Að sögn Stefáns Geirs er Lundey nú í síðasta hreina kolmunnaveiðitúr ársins. Faxi RE, annað skip HB Granda, er á leiðinni á miðin og á eftir eina veiðiferð og hið sama má segja um Ingunni AK.

Reiknað er með að kolmunnaafli fyrirtækisins á vertíðinni verði um 21.000 tonn. Eftirstöðvar kvótans verða nýttar fyrir meðafla á síld- og makrílveiðum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×