Fórnarlamb átaks í ferðaþjónustu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Ólafur Örn Haraldsson „Álagið á Þingvelli, vatnið og þinghelgina er gríðarlega vaxandi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, sem boðar aðgerðir til að vernda gróður á Þingvöllum. Óhemjumikill vöxtur hefur verið í heimsóknum ferðamanna á Þingvöll. Umferð um Mosfellsheiði jókst um áttatíu prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. Ólafur segir að á Hakinu sé mannfjöldinn þessa dagana eins og á sumardegi. „Svörðurinn er mjög opinn og auðsæranlegur núna, sérstaklega vegna þess að landið er svo bert og óvarið vegna snjóleysis og þess að það er ekki frost við yfirborð jarðar,“ segir þjóðgarðsvörðurinn.Gestir á Þingvöllum forðast stígana, sem eru svað eitt.Mynd/PjeturBílstjórinn og leiðsögumaðurinn Hörður Jónasson segir ástandið einfaldlega sláandi. Hann nefnir Flosagjá sem dæmi. „Hér hefði mátt bjarga gróðri fyrir löngu með smá girðingu eða böndum. Það er algjör óþarfi að leyfa fólki að fara þarna að, myndatökustaður er bestur af brúnni,“ segir Hörður, sem kveður ferðamennskuna kalla á betri stíga og stýringar á ferðafólki. „Ég skil ekki hvers vegna gjárbrúnin er ekki stúkuð af. Þangað þarf enginn að fara auk þess sem það er hættulegt. Afleiðingarnar eru mold, drulla og gróðurskemmdir. Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður og ítrekar mikilvægi þess að gripið sé í taumana.Ástandinu við Flosagjá er lýst sem einstaklega slæmu.Mynd/Pjetur„Þetta er allt saman rétt,“ segir Ólafur Örn um athugasemdir Harðar. „Þetta er skuggahliðin á átakinu Íslandi allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi. Þarna hefur lengi vantað aðbúnað; umferðarstýringu, palla, brautir og girðingar sem halda utan um þetta.“ Að sögn Ólafs verða á næstunni settar 50 til 60 milljónir króna í ýmsar úrbætur, meðal annars í palla við Öxarárfoss og við Drekkingarhyl, auk þess sem settir verði upp kaðlar og girðingar, til dæmis í Almannagjá þar sem forvitnir gestir arki gjarnan út fyrir malarstíginn.Það er vitað mál að fjöldi gesta á Þingvöllum er ekki í neinu samhengi við möguleikana til að taka á móti þeim.Mynd/PjeturLagfæra á Kirkjugarðsstíg, sem Ólafur segir alveg skelfilegt svað sem flestir sniðgangi á kostnað gróðursins í kring. „Þegar umferðin er eins og að sumarlagi og svörðurinn alls staðar opinn og allt veðst út á nokkrum skósólum þá verður þetta alveg eitt flakandi sár og svað,“ segir þjóðgarðsvörður.Komið hefur verið upp merkingum hér og hvar en það hefur eki dugað til, enda gestir á svæðinu margfalt fleiri á þessum árstíma en hægt er að taka á móti með góðu móti.Mynd/Pjetur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
„Álagið á Þingvelli, vatnið og þinghelgina er gríðarlega vaxandi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, sem boðar aðgerðir til að vernda gróður á Þingvöllum. Óhemjumikill vöxtur hefur verið í heimsóknum ferðamanna á Þingvöll. Umferð um Mosfellsheiði jókst um áttatíu prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. Ólafur segir að á Hakinu sé mannfjöldinn þessa dagana eins og á sumardegi. „Svörðurinn er mjög opinn og auðsæranlegur núna, sérstaklega vegna þess að landið er svo bert og óvarið vegna snjóleysis og þess að það er ekki frost við yfirborð jarðar,“ segir þjóðgarðsvörðurinn.Gestir á Þingvöllum forðast stígana, sem eru svað eitt.Mynd/PjeturBílstjórinn og leiðsögumaðurinn Hörður Jónasson segir ástandið einfaldlega sláandi. Hann nefnir Flosagjá sem dæmi. „Hér hefði mátt bjarga gróðri fyrir löngu með smá girðingu eða böndum. Það er algjör óþarfi að leyfa fólki að fara þarna að, myndatökustaður er bestur af brúnni,“ segir Hörður, sem kveður ferðamennskuna kalla á betri stíga og stýringar á ferðafólki. „Ég skil ekki hvers vegna gjárbrúnin er ekki stúkuð af. Þangað þarf enginn að fara auk þess sem það er hættulegt. Afleiðingarnar eru mold, drulla og gróðurskemmdir. Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður og ítrekar mikilvægi þess að gripið sé í taumana.Ástandinu við Flosagjá er lýst sem einstaklega slæmu.Mynd/Pjetur„Þetta er allt saman rétt,“ segir Ólafur Örn um athugasemdir Harðar. „Þetta er skuggahliðin á átakinu Íslandi allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi. Þarna hefur lengi vantað aðbúnað; umferðarstýringu, palla, brautir og girðingar sem halda utan um þetta.“ Að sögn Ólafs verða á næstunni settar 50 til 60 milljónir króna í ýmsar úrbætur, meðal annars í palla við Öxarárfoss og við Drekkingarhyl, auk þess sem settir verði upp kaðlar og girðingar, til dæmis í Almannagjá þar sem forvitnir gestir arki gjarnan út fyrir malarstíginn.Það er vitað mál að fjöldi gesta á Þingvöllum er ekki í neinu samhengi við möguleikana til að taka á móti þeim.Mynd/PjeturLagfæra á Kirkjugarðsstíg, sem Ólafur segir alveg skelfilegt svað sem flestir sniðgangi á kostnað gróðursins í kring. „Þegar umferðin er eins og að sumarlagi og svörðurinn alls staðar opinn og allt veðst út á nokkrum skósólum þá verður þetta alveg eitt flakandi sár og svað,“ segir þjóðgarðsvörður.Komið hefur verið upp merkingum hér og hvar en það hefur eki dugað til, enda gestir á svæðinu margfalt fleiri á þessum árstíma en hægt er að taka á móti með góðu móti.Mynd/Pjetur
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira