Innlent

Gaf unglingsstúlkum áfengi og braut kynferðislega á annarri þeirra

Hæstiréttur Íslands staðfesti fangelsisdóm yfir 35 ára karlmanni sem gaf 16 og 17 ára stúlkum áfengi og að hafa síðan beitt yngri stúlkuna kynferðislegu ofbeldi.

Það var Héraðsdómur Austurlands sem dæmdi manninn. Brotin áttu sér stað í sumarhúsi á Austurlandi í október árið 2011.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa beitt stúlkuna hafa beitt stúlkuna ofbeldi, og áreitt hana kynferðislega, meðal annars með því að hafa kysst stúlkuna tungukossi. Var refsing hans því ákveðin fangelsi í 18 mánuði og honum gert að greiða stúlkunni 800.000 krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×