Hefur ekki áhyggjur af kuldatíðinni Þorgils Jónsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Vilmundur Hansen Garðyrkjufræðingurinn hefur ekki miklar áhyggjur af kuldatíðinni. „Það þarf nú ekki að hafa neinar stóráhyggjur af þessu,“ segir Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur, spurður um áhrif kuldatíðarinnar undanfarið á garðyrkjuna. „Þetta virðist vera rysjótt ár eftir ár en ég sé ekki annað en að blómgun hafi verið ágæt undanfarin ár,“ segir Vilmundur. „Það eina sem gæti gerst er að blómavísar á ávaxta- og berjatrjám hafi skemmst í frosti og það gæti dregið úr berja- og aldinmyndun. Að öðru leyti er þetta bara eins og hvert annað ár.“ Um þetta leyti árs eru margir búnir að forsá jurtum innanhúss en Vilmundur segir að enn sé allt of snemmt að færa þær út. „Það þýðir ekkert að fara af stað með slíkt fyrr en í fyrsta lagi eftir að hættan á næturfrosti er liðin hjá. Ég held að það verði ekki fyrr en 20. maí, eða jafnvel seinna. Það er allt of snemmt núna.“ Veðurspá fram yfir helgi gerir ráð fyrir nokkrum kulda, slyddu og jafnvel éljum víða um land. Vilmundur segir mat- og kryddjurtarækt hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Jafnvel sé hægt að tala um sprengingu í þeim efnum. „Svo er fólk líka orðið frakkara við að prófa nýjar tegundir. Það eru bæði klassískar tegundir eins og kartöflur og grænkál sem allir geta ræktað, en svo er fólk farið að prófa ýmislegt, til dæmis rósakál og fleiri salattegundir og kryddjurtir. Svo hef ég líka verið að fá spurningar um hvítlauk og spergil, þannig að það er eitt og annað sem fólk er að spá í.“ Vilmundur segir fátt því til fyrirstöðu að þessar jurtir þrífist hér á landi. „Já, með alúð ætti þetta allt saman að vera hægt. Ég hef annars sagt að svona ræktun misheppnist kannski fyrstu tvö árin en svo er maður orðinn góður!“ Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
„Það þarf nú ekki að hafa neinar stóráhyggjur af þessu,“ segir Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur, spurður um áhrif kuldatíðarinnar undanfarið á garðyrkjuna. „Þetta virðist vera rysjótt ár eftir ár en ég sé ekki annað en að blómgun hafi verið ágæt undanfarin ár,“ segir Vilmundur. „Það eina sem gæti gerst er að blómavísar á ávaxta- og berjatrjám hafi skemmst í frosti og það gæti dregið úr berja- og aldinmyndun. Að öðru leyti er þetta bara eins og hvert annað ár.“ Um þetta leyti árs eru margir búnir að forsá jurtum innanhúss en Vilmundur segir að enn sé allt of snemmt að færa þær út. „Það þýðir ekkert að fara af stað með slíkt fyrr en í fyrsta lagi eftir að hættan á næturfrosti er liðin hjá. Ég held að það verði ekki fyrr en 20. maí, eða jafnvel seinna. Það er allt of snemmt núna.“ Veðurspá fram yfir helgi gerir ráð fyrir nokkrum kulda, slyddu og jafnvel éljum víða um land. Vilmundur segir mat- og kryddjurtarækt hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Jafnvel sé hægt að tala um sprengingu í þeim efnum. „Svo er fólk líka orðið frakkara við að prófa nýjar tegundir. Það eru bæði klassískar tegundir eins og kartöflur og grænkál sem allir geta ræktað, en svo er fólk farið að prófa ýmislegt, til dæmis rósakál og fleiri salattegundir og kryddjurtir. Svo hef ég líka verið að fá spurningar um hvítlauk og spergil, þannig að það er eitt og annað sem fólk er að spá í.“ Vilmundur segir fátt því til fyrirstöðu að þessar jurtir þrífist hér á landi. „Já, með alúð ætti þetta allt saman að vera hægt. Ég hef annars sagt að svona ræktun misheppnist kannski fyrstu tvö árin en svo er maður orðinn góður!“
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira