Innlent

Alltaf nóg af rusli í borginni

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Grímur Þ. Jónasson hefur unnið hjá Reykjavíkurborg frá árinu 1979. Fréttablaðið/pjetur
Grímur Þ. Jónasson hefur unnið hjá Reykjavíkurborg frá árinu 1979. Fréttablaðið/pjetur
Nóg er að gera hjá starfsmönnum borgarinnar sem sjá um að tína upp rusl þessa dagana, enda hefur mikið rusl safnast upp í vetur og eftir vindasama daga undanfarið.

„Það er alltaf nóg að gera en þó aðeins meira á vorin og á sumrin,“ segir Grímur Þ. Jónasson, starfsmaður á Hverfamiðstöð Reykjavíkurborgar í Laugardal.

Grímur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg síðan árið 1979, eða í 34 ár, og kann því vel. Hann segir starfið vera þægilega útivinnu en það sé þó alltaf betra á sumrin þegar sólin er á lofti.

Grímur hefur farið víða undanfarna daga. Þegar Fréttablaðið hitti á hann var hann að tína rusl við Hverfisgötu, en hann hefur hreinsað svæðin við Reykjavíkurtjörn og Klambratún undanfarna daga, enda hafði mikið af rusli safnast upp á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×