Bændur taka birgðastöðu eftir kuldatíð Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Snjódýptin við bæinn er með ólíkindum og enn þarf að grafa sig niður á rúllustæðuna. mynd/jóhannes Ríkharðsson Fulltrúar Bændasamtakanna (BÍ) funduðu með embættismönnum í atvinnuvegaráðuneytinu á mánudag til að ræða horfur á Norður- og Austurlandi vegna yfirvofandi hættu á kali í túnum og heyskorti. Gerð verður allsherjar könnun á stöðu bænda eftir veturinn. Bóndi í Fljótum segir veturinn standast samanburð við það versta sem menn þekki til. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, segir að viðvarandi kuldatíð hafi orðið til þess að menn settust niður. „Það er hins vegar ekki okkar trú að um yfirvofandi neyðarástand sé að ræða. En við viljum vera tilbúin. Niðurstaðan er að hafa samband við búnaðarsamböndin landið um kring því við viljum vita í hvaða sveitum mesti snjórinn er, hvar mesta kalhættan er og hvernig heyforða bænda er háttað. Einnig viljum við vita hvort til eru fræ ef mikið þarf að rækta upp. Ef vorar illa, sem ekki virðist útilokað, viljum við einfaldlega vita þetta í tíma.“ Þeir sem funduðu voru Bændasamtökin, atvinnuvegaráðuneytið, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðasjóður, sem bætir bændum fjárhagslegan skaða vegna kals eins og segir í verklagsreglum sjóðsins. Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, segir stöðuna langt frá því góða. Allt sé á kafi í snjó og sem í janúar yfir að líta. „Þetta er eins og maður fær veturinn verstan, ég verð að viðurkenna það. Skaflarnir hérna heima við hús eru um sex metrar á dýpt og kominn maí.“ Jóhannes er með 800 fjár en búnaðarhættir nútímans gera ekki ráð fyrir öðru en að beita vélum allan veturinn. Það er hins vegar ekki hlaupið að slíku þegar allt er á kafi vikur og mánuði á enda, segir Jóhannes. „Ég er orðinn tæpur á fóðri enda uppskerubrestur í fyrrasumar vegna þurrka. Maður hefði kannski sloppið ef fé hefði ekki verið komið í hús í byrjun nóvember á fulla gjöf.“ Það er huggun harmi gegn, segir Jóhannes, að hann óttast ekki kal í túnum hjá sér. Það segir hann hins vegar ekki eiga við um alla bændur í sveitinni. Sauðburður er hafinn á Brúnastöðum og vandamál með hýsingu er yfirvofandi þar sem og á mörgum bæjum, enda erfitt að hleypa fé úr húsi vegna snjóþyngsla. „Þetta er svona að síga af stað, þrjátíu eða fjörutíu eru bornar. En við brugðum á það ráð að fá okkur grænlenska vinnumenn – það þurfti vana menn fyrst svona er komið,“ segir Jóhannes hlæjandi og bætir við að ekkert sé annað eftir en að gera grín að öllu saman. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Fulltrúar Bændasamtakanna (BÍ) funduðu með embættismönnum í atvinnuvegaráðuneytinu á mánudag til að ræða horfur á Norður- og Austurlandi vegna yfirvofandi hættu á kali í túnum og heyskorti. Gerð verður allsherjar könnun á stöðu bænda eftir veturinn. Bóndi í Fljótum segir veturinn standast samanburð við það versta sem menn þekki til. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, segir að viðvarandi kuldatíð hafi orðið til þess að menn settust niður. „Það er hins vegar ekki okkar trú að um yfirvofandi neyðarástand sé að ræða. En við viljum vera tilbúin. Niðurstaðan er að hafa samband við búnaðarsamböndin landið um kring því við viljum vita í hvaða sveitum mesti snjórinn er, hvar mesta kalhættan er og hvernig heyforða bænda er háttað. Einnig viljum við vita hvort til eru fræ ef mikið þarf að rækta upp. Ef vorar illa, sem ekki virðist útilokað, viljum við einfaldlega vita þetta í tíma.“ Þeir sem funduðu voru Bændasamtökin, atvinnuvegaráðuneytið, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðasjóður, sem bætir bændum fjárhagslegan skaða vegna kals eins og segir í verklagsreglum sjóðsins. Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, segir stöðuna langt frá því góða. Allt sé á kafi í snjó og sem í janúar yfir að líta. „Þetta er eins og maður fær veturinn verstan, ég verð að viðurkenna það. Skaflarnir hérna heima við hús eru um sex metrar á dýpt og kominn maí.“ Jóhannes er með 800 fjár en búnaðarhættir nútímans gera ekki ráð fyrir öðru en að beita vélum allan veturinn. Það er hins vegar ekki hlaupið að slíku þegar allt er á kafi vikur og mánuði á enda, segir Jóhannes. „Ég er orðinn tæpur á fóðri enda uppskerubrestur í fyrrasumar vegna þurrka. Maður hefði kannski sloppið ef fé hefði ekki verið komið í hús í byrjun nóvember á fulla gjöf.“ Það er huggun harmi gegn, segir Jóhannes, að hann óttast ekki kal í túnum hjá sér. Það segir hann hins vegar ekki eiga við um alla bændur í sveitinni. Sauðburður er hafinn á Brúnastöðum og vandamál með hýsingu er yfirvofandi þar sem og á mörgum bæjum, enda erfitt að hleypa fé úr húsi vegna snjóþyngsla. „Þetta er svona að síga af stað, þrjátíu eða fjörutíu eru bornar. En við brugðum á það ráð að fá okkur grænlenska vinnumenn – það þurfti vana menn fyrst svona er komið,“ segir Jóhannes hlæjandi og bætir við að ekkert sé annað eftir en að gera grín að öllu saman.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira