Fleiri fréttir

Nýr formaður SA verður kjörinn

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi samtakanna þann 6. mars næstkomandi. Hann hefur verið formaður frá 2009. Vilmundur hefur setið allt frá árinu 1992 í stjórnum hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Hann var formaður Samtaka iðnaðarins 2000 - 2006.

Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973.

Hrefnur við Grindavík

Fjöldi fólks lagði leið sína niður að höfn í Grindavík í gærkvöldi til að fylgjast með hrefnum sem þar busluðu inn í miðri höfn og gæddu sér á síld, sem kom inn í höfnina í torfu fyrir skömmu, og hefur haldið sig þar.

Fjörutíu ár liðin frá eldgosinu í Heimaey

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey í Vestmannaeyjum og allir, rúmlega fimm þúsund íbúarnir flýðu til lands um borð í fiskiskipum Eyjamanna.

Útlitið var svart á tímabili

Í dag, 23. janúar eru fjörutíu ár liðin, frá því eldgos hófst á Heimaey. Atburður sem var einstakur í lífi íslensku þjóðarinnar. Einn þeirra fyrstu á vettvang úr landi var Gunnar V. Andrésson, þá ljósmyndari Tímans en nú Fréttablaðsins. Hér er upprifjun hans.

Brot afans send ríkissaksóknara

Lögreglan á Akureyri lauk í gær rannsókn á máli 77 ára gamals karlmanns sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dóttursonum sínum um árabil.

Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun

Alþjóðleg ráðstefna á Akureyri um álitaefni norðurslóða, með nýtingu fiskistofna í forgrunni, er hugmynd Steingríms J. Sigfússonar atvinnumálaráðherra. Hann telur aðferðafræðina að baki samningum um flökkustofna gengna sér til húðar.

Enn beðið umsagna um nýja stjórnarskrá

Ákveðið var að fresta því að afgreiða frumvarp um stjórnarskrá úr nefnd í gær. Tvær þingnefndir eiga eftir að skila af sér umsögn um málið. Nefndarformaður vill hefja þingumræðu sem fyrst, hægt sé að semja um breyttan ræðutíma ef með þarf.

Hefjast fyrst handa í heilbrigðisstofnunum

Ríkisstjórnin boðaði í gær átak til að vinna gegn launamun kynjanna með aðgerðum til að "rétta hlut starfsstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta“.

Ráðherra sakaður um þöggun

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakaði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um þöggun vegna viðbragða hans við ummælum forstjóra Útlendingastofnunar, Kristínar Völundardóttur.

Gert að aka 550 km með heimilissorpið

Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir synjun um undanþágu til urðunar á Skógasandi þýða 400 kílómetra akstur með sorp í Álfsnes. Umhverfisráðuneytið segir sveitarfélagið hafa aðra möguleika til urðunar. Undanþágan sé ekki nauðsynleg.

Tveir íslenskir Útlagar með dóp

Tveir íslenskir liðsmenn samtakanna Outlaws voru teknir með fíkniefni á síðbúinni jólaskemmtun samtakanna í Greverud í Austur-Noregi á laugardagskvöld.

Í haldi fyrir árásina á Guðjón

Lögregla handtók í gærmorgun mann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ráðist á Guðjón Guðjónsson um þarsíðustu helgi, handleggsbrotið hann og rænt af honum bílnum.

Landhelgisbrjótur gómaður

Skipstjóra á norsku loðnuskipi á Austfjarðamiðum var í gærkvöldi skipað að halda til næstu hafnar hér á landi eftir að varðskipsmenn fóru um borð í skipið og fram komu vísbendingar um að skipstjórinn hafi gefið upp minni afla en í fljótu bragði virðist vera í skipinu.

Yfirheyrður vegna árásar á Guðjón Guðjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrðu í gærkvöldi karlmann, grunaðan um að hafa ráðist á Guðjón Guðjónsson um þar síðustu helgi, handleggsbrotið hann og rænt af honum bílnum. Guðjón fannst látinn á heimili sínu fyrir viku.

Líkamsárás og innbrot í Vesturborginni

Maður var barinn harkalega þegar hann kom heim til sín í Vesturborginni í gærkvöldi. Þegar hann opnaði útidyrnar kom óþekktur maður á móti honum og réðst umsvifalaust á hann með barsmíðum, en á meðan á því stóð, skaust annar óþekktur maður út úr íbúðinni og hinn fylgdi þá á eftir.

Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla.

Stjórnarskrárfrumvarpið áfram inni í nefnd

"Nefndarálit frá öðrum nefndum hafa borist seinna en vonir stóðu til og hafa ekki borist frá öllum nefndum,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, en nefndin tók þá ákvörðun fyrr í dag að bíða með afgreiðslu frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga úr nefndinni.

Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli

Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli.

Fyrsta myndin úr bíómyndinni um Wikileaks

Fyrsta myndin úr Wikileaks-bíómyndinni hefur nú verið birt á internetinu en hún er tekin á Austurvelli og þar sjást þeir Benedict Cumberbatch, sem leikur Julian Assange, og Daniel Brühl, sem leikur Daniel Domscheit-Berg fyrrum talsmann Wikileaks.

Dularfulla ljósmyndin á sér eðlilega skýringu

"Þessi ljósmynd á sér mjög einfalda skýringu og stutta svarið er maðurinn á myndinni stendur í sól en kletturinn fyrir aftan hann er í skugga," segir ljósmyndarinn Lárus Sigurðarson um ljósmyndina sem tekin var af dularfullum manni fyrir framan bergvegg í námunda við Vatnshelli á Snæfellsnesi.

Þrír særðir eftir skotárás í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti þrír eru særðir eftir skotárás í Lone Star háskólanum í Houston í Bandaríkjnum nú fyrir stundu. Byssumaður er sagður ganga laus í skólanum, en vitni segja að hann hafi byrjað skothríðina á bókasafni skólans. Þá segir bandaríska fréttastofan USA Today að annar byssumaður sé í haldi lögreglu. Fregnir eru enn óljósar af skotárásinni en fylgst verður með gangi mála á Vísi í kvöld.

Tjónið nemur hundruð þúsunda króna

Ljóst er að tjón vegna vegablæðinga nemur hundruð þúsunda króna. Vegagerðin hefur fengið tilkynningar um ónýtar vegklæðningar víða um land. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á en hreinsunarstarf mun halda áfram næstu daga.

Færri flytja úr landi

Dregið hefur úr fólksflutningum frá Íslandi samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Enn fara flestir Íslendingar til Noregs en flestir erlendir ríkisborgarar flytja til Póllands.

Vilja breyta nafni Samfylkingarinnar

Þær Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, vilja breyta nafni Samfylkingarinnar og ætla að leggja fram tillögu þess efnis á landsfundi flokksins sem fer fram í byrjun febrúar.

Engar eignir í þrotabúi móðurfélags N1

Engar eignir fundust í þrotabúi EM 13, sem áður hét BNT, við slit þess. Félagið var móðurfélag N1 en fór í þrot og var búið tekið til gjaldþrotaskipta þann 6. september síðastliðinn. Skiptum á búinu lauk þann 15. janúar síðastliðinn án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var stjórnarformaður umrædds félags fram í desember 2008.

Viðbrögð við Icesave-dómi þurfa að vera upplýst

Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir mikilvægt að yfirlýsingar í kjölfar dómsins í Icesave-málinu verði ekki handahófskenndar. Fylgst verði með viðbrögðum Íslendinga og því skipti máli hvernig haldið sé á málum.

Ákærðir fyrir kappakstur

Tveir karlmenn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir glæfraakstur í neðra Breiðholti að kvöldi 23. ágúst 2011

Vinstri grænir sáttastir með Skaupið

Minni ánægja var með Áramótaskaupið 2012 en árið á undan samkvæmt nýlegri könnun MMR. 32,7% fannst Skaupið 2012 gott samanborið við 64,8% á síðasta ári.

Óvissustigi á Landspítalanum aflétt

Viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í hádeginu að fella úr gildi viðbragðsáætlun sem virkjuð var síðastliðinn föstudag og aflétta óvissustigi vegna farsótta.

Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni

"Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega,“ segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar.

Lagt til að stofna hamfarasjóð

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að stofnaður verði sérstakur hamfarasjóður.

Stórir kögglar af vegklæðningu í Hvalfjarðargöngunum

Svo virðist sem hættuástand vegna ónýtrar vegklæðningar einskorðist ekki við leiðina um Húnavatnssýslu og nágrenni þótt helst hafi orðið vart við blæðingu þar. Vegfarandi sem fór um Hvalfjarðargöng í morgun tjáði Umferðarðarstofu að í göngunum hefðu verið stórir kögglar af storknaðri vegklæðningu sem losnað hefur af bílum í göngunum.

Fyrrum dómari í Gettu Betur segir kynjakvóta tímabæran

"23 strákar og ein stelpa er bara vont sjónvarp, nema þátturinn sé Bachelorette," segir sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, og að hans mati er tímabært að innleiða kynjakvóta í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Ákærður fyrir líkamsárás á Hverfisgötu

Karlmaður á þrítugsaldiri hefur verið ákærður fyrir að hafa skallað mann í andlitið svo hann féll í götuna í apríl í fyrra, en atvikið átti sér stað á Hverfisgötu. Hann kýldi mannin síðan í andlitið og loks sparkaði hann í andlit hans þar sem hann lá í götunni. Ákæra í máli mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Færri flytja til útlanda

Alls fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess á síðasta ári. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 1.404 fluttust úr landi umfram aðflutta. Alls fluttust 6.276 frá landinu, samanborið við 6.982 í hitteðfyrra Alls fluttust 5.957 manns til Íslands í fyrra, sem er nokkur aukning miðað við árið 2011 þegar 5.578 manns fluttu til landsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Sex dagar til dómsdags

Sex dagar eru í dag þangað til að dómur verður kveðinn upp í Icesave-málinu. Utanríkismálanefnd Alþingis hitti í morgun sérfræðinga sem unnu að málsvörn Íslands fyrir EFTA dómstólnum. Fulltrúar nefndarinnar, þeir Jóhannes Karl Sveinsson hæstarréttarlögmaður og Kristján Andri Stefánsson sendiherra mættu fyrir nefndina til þess að útskýra eðli málsins fyrir nefndina og hvaða afleiðingar dómsniðurstaðan gæti haft.

Sjá næstu 50 fréttir