Innlent

Fjörutíu ár liðin frá eldgosinu í Heimaey

Mynd/Sigurjón Einarsson flugstjóri
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey í Vestmannaeyjum og allir, rúmlega fimm þúsund íbúarnir flýðu til lands um borð í fiskiskipum Eyjamanna.

Elliði Vignisson bæjarstjóri ritar grein í Fréttablaðið af þessu tilefni, þar sem hann rifjar upp að þetta séu mestu mannflutningar í Íslandssögunni, og færir öllum landsmönnum dýpstu þakkir fyrir að taka vel á móti Eyjamönnum og greiða götu þeirra. Nú eru íbúar Eyjanna umþaðbil eitt þúsund færri en voru fyrir gos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×