Innlent

Landhelgisbrjótur gómaður

Skipstjóra á norsku loðnuskipi á Austfjarðamiðum var í gærkvöldi skipað að halda til næstu hafnar hér á landi eftir að varðskipsmenn fóru um borð í skipið og fram komu vísbendingar um að skipstjórinn hafi gefið upp minni afla en í fljótu bragði virðist vera í skipinu.

Varðskip fylgdi norska skipinu og komu til Eskifjarðar á áttunda tímanum í morgun, þar sem málið verður rannsakað nánar. Skipverjar voru að klára veiðiferðina og gaf skipstjórinn Gæslunni upp aflatölur, eins og vera ber, áður en hann ætlaði að halda til Noregs. Á annan tug norskra loðnuskipa hafa lokið veiðum hér við land síðustu daga og siglt með aflann til Noregs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×