Tjónið nemur hundruð þúsunda króna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. janúar 2013 18:57 Ljóst er að tjón vegna vegablæðinga nemur hundruð þúsunda króna. Vegagerðin hefur fengið tilkynningar um ónýtar vegklæðningar víða um land. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á en hreinsunarstarf mun halda áfram næstu daga. Enn er ekki vitað fyrir víst hvað veldur þessum blæðingum á vegum. Grunur leikur á að samspil tíðarfarsins eigi hlut að máli. Undanfarið hefur verið frost og þýða til skiptis. Samhliða því hefur Vegagerðin staðið í því að hálkuverja vegina en líklegt þykir að tjöru- og malarblæðinguna megi rekja til tilrauna Vegagerðarinnar með lífolíu. Fyrst fór að bera á blæðingunum snemma í morgun en ástandið hefur verið hvað verst á norðurleiðinni. Mikil hætta getur skapast þegar ekið á vegum sem blæðir úr og á það jafnt við um fólksbíla og flutningabíla. Þá eru dæmi um að ökumenn hafi þurft að sveigja hjá stórum tjörustykkjum sem fallið hafa undan bílum. Gert er ráð fyrir að hreinsun á vegum muni halda áfram næstu daga. „Það er mismikið eftir bílum en það eru tjón á þeim. Til dæmis hafa speglar brotnað, þetta er hörmung," segir Jóhann Hjálmarsson, bílstjóri hjá Farmflutningum ehf. Fjölmargir hafa haft samband við Sjóvá í dag eftir að hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Heildarfjöldi tjónatilkynninga liggur ekki fyrir en ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er mikið tjón, ég held að það sé hægt að áætla tvö til þrjú hundruð þúsund krónur á bíl til að byrja með," segir Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunnar. En hvað er hægt að gera til að komast hjá þessu? „Að fara varlega, sérstaklega þegar bílar mætast," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Ljóst er að tjón vegna vegablæðinga nemur hundruð þúsunda króna. Vegagerðin hefur fengið tilkynningar um ónýtar vegklæðningar víða um land. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á en hreinsunarstarf mun halda áfram næstu daga. Enn er ekki vitað fyrir víst hvað veldur þessum blæðingum á vegum. Grunur leikur á að samspil tíðarfarsins eigi hlut að máli. Undanfarið hefur verið frost og þýða til skiptis. Samhliða því hefur Vegagerðin staðið í því að hálkuverja vegina en líklegt þykir að tjöru- og malarblæðinguna megi rekja til tilrauna Vegagerðarinnar með lífolíu. Fyrst fór að bera á blæðingunum snemma í morgun en ástandið hefur verið hvað verst á norðurleiðinni. Mikil hætta getur skapast þegar ekið á vegum sem blæðir úr og á það jafnt við um fólksbíla og flutningabíla. Þá eru dæmi um að ökumenn hafi þurft að sveigja hjá stórum tjörustykkjum sem fallið hafa undan bílum. Gert er ráð fyrir að hreinsun á vegum muni halda áfram næstu daga. „Það er mismikið eftir bílum en það eru tjón á þeim. Til dæmis hafa speglar brotnað, þetta er hörmung," segir Jóhann Hjálmarsson, bílstjóri hjá Farmflutningum ehf. Fjölmargir hafa haft samband við Sjóvá í dag eftir að hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Heildarfjöldi tjónatilkynninga liggur ekki fyrir en ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er mikið tjón, ég held að það sé hægt að áætla tvö til þrjú hundruð þúsund krónur á bíl til að byrja með," segir Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunnar. En hvað er hægt að gera til að komast hjá þessu? „Að fara varlega, sérstaklega þegar bílar mætast," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira