Fyrrum dómari í Gettu Betur segir kynjakvóta tímabæran Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2013 12:38 Af 24 keppendum Gettu Betur í ár er aðeins ein stúlka. Samsett mynd „23 strákar og ein stelpa er bara vont sjónvarp, nema þátturinn sé Bachelorette," segir sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, og að hans mati er tímabært að innleiða kynjakvóta í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Átta skólar eru komnir áfram úr útvarpskeppninni, en fyrsti þáttur næstu umferðar verður á dagskrá Sjónvarpsins í byrjun febrúar. Af 24 keppendum þeirra átta liða sem komust áfram í sjónvarpskeppnina er aðeins einn kvenkyns keppanda að finna. „Það eru ýmsar reglur í keppninni og ekkert því til fyrirstöðu að taka upp þá reglu að hvert lið skuli innihalda keppendur af báðum kynjum," segir Stefán, sem sjálfur var í sigurliði MR árið 1995 og hefur einnig gegnt stöðu dómara í keppninni. Stefán segir þetta þó þurfa að gerast með góðum fyrirvara, en áður hefur verið reynt að rétta hlut kvenna í keppninni. „Fyrir um tuttugu árum síðan gerði Sjónvarpið þessa tilraun, og þá var send tilkynning um kynjakvóta með skráningarbréfinu þegar vel var liðið á haust, en þá voru auðvitað metnaðarfyllstu skólarnir löngu búnir að velja í lið og þessu var ekkert fylgt eftir." Þá gagnrýnir Stefán Menntaskólann í Reykjavík fyrir að hafa aðeins sent eina stelpu í keppnina í 28 ára sögu hennar. „Það er hrikalega lélegt og ég hálfpartinn skammast mín fyrir hönd míns gamla skóla, en mér sýnist hann ekki fær um að kippa þessu í liðinn nema honum sé skipað að gera það." Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, tekur í sama streng en vonast til að hægt sé að finna úrbætur sem fela ekki í sér kynjakvóta. „Það er bagalegt hvað eru fáar stúlkur í þessum liðum sem komust upp úr útvarpskeppninni, og það er full ástæða til þess að reyna að komast að því hvers vegna fleiri stúlkur eru ekki almennt í liðunum sem taka þátt." Skarphéðinn bætir því við að fáum þyki vænna um keppnina en Stefáni Pálssyni og því beri að taka tillögur hans til athugunar. „Það er full ástæða til að setjast niður með mönnum eins og honum, og fleirum, og reyna að rétta þennan hlut af. Og helst án þess að þurfa að beita þvingunum og setja einhverjar reglur." Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„23 strákar og ein stelpa er bara vont sjónvarp, nema þátturinn sé Bachelorette," segir sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, og að hans mati er tímabært að innleiða kynjakvóta í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Átta skólar eru komnir áfram úr útvarpskeppninni, en fyrsti þáttur næstu umferðar verður á dagskrá Sjónvarpsins í byrjun febrúar. Af 24 keppendum þeirra átta liða sem komust áfram í sjónvarpskeppnina er aðeins einn kvenkyns keppanda að finna. „Það eru ýmsar reglur í keppninni og ekkert því til fyrirstöðu að taka upp þá reglu að hvert lið skuli innihalda keppendur af báðum kynjum," segir Stefán, sem sjálfur var í sigurliði MR árið 1995 og hefur einnig gegnt stöðu dómara í keppninni. Stefán segir þetta þó þurfa að gerast með góðum fyrirvara, en áður hefur verið reynt að rétta hlut kvenna í keppninni. „Fyrir um tuttugu árum síðan gerði Sjónvarpið þessa tilraun, og þá var send tilkynning um kynjakvóta með skráningarbréfinu þegar vel var liðið á haust, en þá voru auðvitað metnaðarfyllstu skólarnir löngu búnir að velja í lið og þessu var ekkert fylgt eftir." Þá gagnrýnir Stefán Menntaskólann í Reykjavík fyrir að hafa aðeins sent eina stelpu í keppnina í 28 ára sögu hennar. „Það er hrikalega lélegt og ég hálfpartinn skammast mín fyrir hönd míns gamla skóla, en mér sýnist hann ekki fær um að kippa þessu í liðinn nema honum sé skipað að gera það." Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, tekur í sama streng en vonast til að hægt sé að finna úrbætur sem fela ekki í sér kynjakvóta. „Það er bagalegt hvað eru fáar stúlkur í þessum liðum sem komust upp úr útvarpskeppninni, og það er full ástæða til þess að reyna að komast að því hvers vegna fleiri stúlkur eru ekki almennt í liðunum sem taka þátt." Skarphéðinn bætir því við að fáum þyki vænna um keppnina en Stefáni Pálssyni og því beri að taka tillögur hans til athugunar. „Það er full ástæða til að setjast niður með mönnum eins og honum, og fleirum, og reyna að rétta þennan hlut af. Og helst án þess að þurfa að beita þvingunum og setja einhverjar reglur."
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent