Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2013 18:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær virðist umfjöllun liðinna vikna og aukin vitundarvakning í samfélaginu um kynferðisbrot gegn börnum engin áhrif hafa á barnaníðinga. Hneigðir þeirra og brotavilji eru dómgreindinni yfirsterkari. Í þættinum Málinu á Skjáeinum í gærkvöldi játaði karlmaður á sjötugsaldri fyrir Sölva Tryggvasyni sjónvarpsmanni að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ungar stúlkur. Sölvi komst í samband við manninn við undirbúning þáttarins undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka, á nákvæmlega sama tíma og umfjöllun fjölmiðla um barnaníð náði hámarki fyrr í þessum mánuði. Í þessum samskiptum, sem fóru fram í gegnum forritið MSN Messenger, hafði maðurinn deilt mynd af íslenskri stúlku í kynferðislegum stellingum. Í viðtali sem maðurinn veitti eftir að hann var afhjúpaður greindi hann frá því að hann hefði fengið myndina hjá öðrum manni með sömu hneigðir sem kallar sig „Gunnar." Og lýsti honum m.a svona: „Hann hafði eitthvað sérstakt lag á að komast í kynni við svona ungar stúlkur sem voru í Hagaskóla." Þar sem fram komu sterkar vísbendingar um kynferðisbrot í þættinum og í raun sýnileg sönnunargögn um slík brot hóf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsókn á málinu eftir sýningu þáttarins í gær. „Við erum þegar komnir með upplýsingar og ég hef haft samband við skólastjórann í Hagaskóla og gert henni grein fyrir því að við komum til með að rannsaka þetta mál," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að margir foreldrar barna í Hagaskóla hafi fyllst óhug vegna málsins. „Skólastjórinn tjáði mér í morgun að þetta hefði vakið töluverðan óróa sem er skiljanlegt. Þannig að við komum til með að skoða þetta frá öllum hliðum," segir Björgvin. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sagði í samtali við fréttastofu að eðlilega væru foreldrar slegnir óhug og sagðist vonast til að lögreglan upplýsti málið vel og örugglega. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær virðist umfjöllun liðinna vikna og aukin vitundarvakning í samfélaginu um kynferðisbrot gegn börnum engin áhrif hafa á barnaníðinga. Hneigðir þeirra og brotavilji eru dómgreindinni yfirsterkari. Í þættinum Málinu á Skjáeinum í gærkvöldi játaði karlmaður á sjötugsaldri fyrir Sölva Tryggvasyni sjónvarpsmanni að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ungar stúlkur. Sölvi komst í samband við manninn við undirbúning þáttarins undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka, á nákvæmlega sama tíma og umfjöllun fjölmiðla um barnaníð náði hámarki fyrr í þessum mánuði. Í þessum samskiptum, sem fóru fram í gegnum forritið MSN Messenger, hafði maðurinn deilt mynd af íslenskri stúlku í kynferðislegum stellingum. Í viðtali sem maðurinn veitti eftir að hann var afhjúpaður greindi hann frá því að hann hefði fengið myndina hjá öðrum manni með sömu hneigðir sem kallar sig „Gunnar." Og lýsti honum m.a svona: „Hann hafði eitthvað sérstakt lag á að komast í kynni við svona ungar stúlkur sem voru í Hagaskóla." Þar sem fram komu sterkar vísbendingar um kynferðisbrot í þættinum og í raun sýnileg sönnunargögn um slík brot hóf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsókn á málinu eftir sýningu þáttarins í gær. „Við erum þegar komnir með upplýsingar og ég hef haft samband við skólastjórann í Hagaskóla og gert henni grein fyrir því að við komum til með að rannsaka þetta mál," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að margir foreldrar barna í Hagaskóla hafi fyllst óhug vegna málsins. „Skólastjórinn tjáði mér í morgun að þetta hefði vakið töluverðan óróa sem er skiljanlegt. Þannig að við komum til með að skoða þetta frá öllum hliðum," segir Björgvin. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sagði í samtali við fréttastofu að eðlilega væru foreldrar slegnir óhug og sagðist vonast til að lögreglan upplýsti málið vel og örugglega. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16