Innlent

Hrefnur við Grindavík

Fjöldi fólks lagði leið sína niður að höfn í Grindavík í gærkvöldi til að fylgjast með hrefnum sem þar busluðu inn í miðri höfn og gæddu sér á síld, sem kom inn í höfnina í torfu fyrir skömmu, og hefur haldið sig þar.

Að sögn hafnarvarðar var þetta sjónarspil, en fyrr um daginn höfðu súlur líka verið að stinga sér eftir síld í höfninni. Ekki hefur sést til hrefnanna í morgun, en þær gætu komið á aðfallinu undir hádegi. Það mun vera afar sjaldgæft að hvalir leiti inn í hafnir í ætisleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×