Innlent

Stórir kögglar af vegklæðningu í Hvalfjarðargöngunum

Svo virðist sem hættuástand vegna ónýtrar vegklæðningar einskorðist ekki við leiðina um Húnavatnssýslu og nágrenni þótt helst hafi orðið vart við blæðingu þar. Vegfarandi sem fór um Hvalfjarðargöng í morgun tjáði Umferðarðarstofu að í göngunum hefðu verið stórir kögglar af storknaðri vegklæðningu sem losnað hefur af bílum í göngunum.

Það fylgdi sögunni til Umferðarstofu að ökumenn hefðu ítrekað þurft að sveigja hjá stærstu stykkjunum og vill Umferðarstofa hvetja ökumenn til sérstakrar aðgæslu vegna þessa á leiðinni milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands. Af þessum sökum hefur Spölur sett upp aðvörun um sérstaka aðgæslu á skilti við sunnanverð göngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×