Innlent

Fyrsta myndin úr bíómyndinni um Wikileaks

Fyrsta myndin úr Wikileaks bíómyndinni hefur nú verið birt á internetinu en hún er tekin á Austurvelli og þar sjást þeir Benedict Cumberbatch, sem leikur Julian Assange, og Daniel Brühl, sem leikur Daniel Domscheit-Berg fyrrum talsmann Wikileaks.

Myndin sem fjallar um gögnin sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning lak til Wikileaks og er ber hún heitið The Fifth Estate. Það er bandaríska framleiðslufyrirtækið DreamWorks Studios sem framleiðir myndina. Stefnt er á að myndin komi út 15. nóvember næstkomandi.

Hluti myndarinnar er tekinn upp í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. Í Fréttablaðinu nýlega kom fram að Egill Helgason, leiki sjálfan sig í einu atriði myndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×