Viðbrögð við Icesave-dómi þurfa að vera upplýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2013 15:41 Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir mikilvægt að yfirlýsingar í kjölfar dómsins í Icesave-málinu verði ekki handahófskenndar. Fylgst verði með viðbrögðum Íslendinga og því skipti máli hvernig haldið sé á málum. Utanríkismálanefnd fundaði í morgun með fulltrúum úr málaflutningateymi Íslands vegna dómsins sem EFTA-dómstóllinn mun kveða upp á mánudaginn. Í samtali við Vísi segir Árni Páll að nefndarmenn hafi fengið upplýsingar frá teyminu um hvernig viðbrögðunum verði hagað. „Okkur var tilkynnt viðbragðsáætlun málsvarnarteymisins sem starfar áfram til að undirbúa viðbrögð við dómnum," segir Árni Páll. Málsvarnarteymið muni upplýsa nefndina um mat sitt á niðurstöðunni þegar hún liggur fyrir. „Hugmyndin á bak við þetta teymi og undirbúningsvinnuna er að menn séu viðbúnir og geti gefið yfirlýsingar í svipaða átt í byrjun. Það verður auðvitað fylgst með viðbrögðum og ef niðurstaðan yrði á verri veginn skiptir auðvitað máli hvernig við höldum á málum. Hvernig við túlkum niðurstöðuna og gætum hagsmuna Íslands í þeim efnum," segir Árni Páll sem fer með formennsku í nefndinni í fjarveru Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri Grænna. Hann segir mikilvægt að nefndin fái trausta greiningu á niðurstöðu dómsins sem fyrst. „Að við séum ekki að bíða eftir alvöru greiningu í dag eða tvo að bíða eftir alvöru greiningu og gefa yfirlýsingar holt og bolt um skilning á dómnum. Það er mjög mikilvægt að allir fái bestu upplýsingar til þess að móta afstöðu sína á," segir Árni Páll. Engum sé þó meinað að tjá sig um niðurstöðuna. „Eftir sem áður hafa þingmenn fullt frelsi hvernig þeir tjá sín pólitísku viðbrögð í kjölfar dómsins. En það er mjög mikilvægt að allir hafi bestu fáanlegu upplýsingar tiltækar." Hann segir málsteymismenn ekki hafa viðrað skoðun sína á líkum þess að dómurinn falli Íslandi í vil. „Nei, þeir voru í sjálfu sér á sama stað og þegar þeir ræddu við okkur eftir málflutninginn. Það er ljóst að sú vinna sem farið hefur fram á undanförnum misserum til að stilla saman strengi í málsvörninni hefur skipt miklu máli og hefur skilað mjög góðum árangri," segir Árni Páll. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir mikilvægt að yfirlýsingar í kjölfar dómsins í Icesave-málinu verði ekki handahófskenndar. Fylgst verði með viðbrögðum Íslendinga og því skipti máli hvernig haldið sé á málum. Utanríkismálanefnd fundaði í morgun með fulltrúum úr málaflutningateymi Íslands vegna dómsins sem EFTA-dómstóllinn mun kveða upp á mánudaginn. Í samtali við Vísi segir Árni Páll að nefndarmenn hafi fengið upplýsingar frá teyminu um hvernig viðbrögðunum verði hagað. „Okkur var tilkynnt viðbragðsáætlun málsvarnarteymisins sem starfar áfram til að undirbúa viðbrögð við dómnum," segir Árni Páll. Málsvarnarteymið muni upplýsa nefndina um mat sitt á niðurstöðunni þegar hún liggur fyrir. „Hugmyndin á bak við þetta teymi og undirbúningsvinnuna er að menn séu viðbúnir og geti gefið yfirlýsingar í svipaða átt í byrjun. Það verður auðvitað fylgst með viðbrögðum og ef niðurstaðan yrði á verri veginn skiptir auðvitað máli hvernig við höldum á málum. Hvernig við túlkum niðurstöðuna og gætum hagsmuna Íslands í þeim efnum," segir Árni Páll sem fer með formennsku í nefndinni í fjarveru Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri Grænna. Hann segir mikilvægt að nefndin fái trausta greiningu á niðurstöðu dómsins sem fyrst. „Að við séum ekki að bíða eftir alvöru greiningu í dag eða tvo að bíða eftir alvöru greiningu og gefa yfirlýsingar holt og bolt um skilning á dómnum. Það er mjög mikilvægt að allir fái bestu upplýsingar til þess að móta afstöðu sína á," segir Árni Páll. Engum sé þó meinað að tjá sig um niðurstöðuna. „Eftir sem áður hafa þingmenn fullt frelsi hvernig þeir tjá sín pólitísku viðbrögð í kjölfar dómsins. En það er mjög mikilvægt að allir hafi bestu fáanlegu upplýsingar tiltækar." Hann segir málsteymismenn ekki hafa viðrað skoðun sína á líkum þess að dómurinn falli Íslandi í vil. „Nei, þeir voru í sjálfu sér á sama stað og þegar þeir ræddu við okkur eftir málflutninginn. Það er ljóst að sú vinna sem farið hefur fram á undanförnum misserum til að stilla saman strengi í málsvörninni hefur skipt miklu máli og hefur skilað mjög góðum árangri," segir Árni Páll.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira