Innlent

Óvissustigi á Landspítalanum aflétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í hádeginu að fella úr gildi viðbragðsáætlun sem virkjuð var síðastliðinn föstudag og aflétta óvissustigi vegna farsótta.

Í frétt á heimasíðu Landspítalans kemur fram að dregið hafi úr einangrunum vegna innflúensu þó svo að heildarfjöldi sjúklinga í einangrun sé svipaður og undanfarna daga. Áfram er mælst til þess að forgangsröðun sé viðhöfð við innköllun í valstarfsemi.

Þeim tilmælum er áfram beint til almennings að takmarka heimsóknir á spítalann meðan flensan er enn á uppleið. Viðbragðsstjórn mun funda í síðasta lagi í hádeginu á föstudaginn til að meta stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×