Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 09:35 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. Elliði ritar pistil í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Þar segir hann að æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð hafi skapað árangur þessara mestu mannflutninga í sögu landsins. „Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut" og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von." Elliði segir til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að þeir hafi aldrei tapað trúnni. „...og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn," eins og segir í pistli Elliða. Elliði líkur pistlinum með því að þakka landsmönnum öllum og vinaþjóðum kærlega fyrir ómetanlega aðstoð. „Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag." Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. Elliði ritar pistil í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Þar segir hann að æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð hafi skapað árangur þessara mestu mannflutninga í sögu landsins. „Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut" og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von." Elliði segir til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að þeir hafi aldrei tapað trúnni. „...og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn," eins og segir í pistli Elliða. Elliði líkur pistlinum með því að þakka landsmönnum öllum og vinaþjóðum kærlega fyrir ómetanlega aðstoð. „Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag." Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00