Fleiri fréttir Þyrla sótti sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann á íslensku rannsóknarskipi sem statt var um 95 sjómílur vestur af landinu. 23.9.2012 11:49 Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir vita hvorugar hvernig þær eiga að svara fyrstu spurningunni í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þær hafa efasemdir um framsetningu spurningarinnar. 23.9.2012 11:19 Samtök sjávarútvegssveitarfélaga í burðarliðnum Stofnfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn í næstu viku. Samtökin verða bandalag þeirra sveitarfélaga sem eiga mesta hagsmuna að gæta í sjávariðnaði. 23.9.2012 10:19 Veittust að lögreglumönnum Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Pósthússtræti eftir að þeir veittust að lögreglumönnum. Mennirnir höfðu verið að slást hvor við annann og þegar lögreglan skarst í leikinn til að stilla til friðar snerust þeir báðir gegn lögreglumönnunum. Einn lögreglumaðurinn fékk högg í höfuðið og var sendur á slysadeild. Þegar búið var að koma mönnunum í járn bar þriðja aðilann að garði. Sá réðist að þeim handtekna sem var í tökum lögreglu. Þriðji maðurinn var því handtekinn líka, en mennirnir þekktust allir. 23.9.2012 10:11 Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi Bílvelta var á Vatnsleysustrandarvegi laust fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir einstaklingar voru í bílnum og var annar sendur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Líðan hans er stöðug eftir atvikum. 23.9.2012 10:09 Skemmtistöðum lokað Lögreglan lokaði tveimur skemmtistöðum í miðbænum um helgina. Auk þess voru allmargir staðir fengu kærur báðar nætur vegna ýmissa brota á lögum um veitingastaði og skemmtistaði. 23.9.2012 10:17 Rjúpnaveiðimenn veiði hóflega Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) vill beina því til rjúpnaveiðimanna að veiða hóflega og bara fyrir sig og sína þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst. Formaður Skotvís er sáttur við níu daga veiðitímabilið sem stjórnvöld heimila þó hann hefði vel getað hugsað sér að veiða meira. 22.9.2012 20:36 Er að einangrast en þráir að vera meðal jafningja Stefnan skóli án aðgreiningar hentar ekki öllum, segir faðir þroskaskerts drengs sem þarf að sækja skóla með krökkum sem glíma ekki verið sömu erfiðleika. Hann segir að syni sínum líði mjög illa í skólanum. Hann sé orðinn langt á eftir samnemendum í þroska og sé byrjaður að einangrast mjög alvarlega. 22.9.2012 19:00 Stefnir á þúsund ilmvatnsglös Lovísa Jónsdóttir á Selfossi hefur alltaf haft mikinn áhuga á ilmvötnum enda hefur hún safnað ilmvatnsglösum í gegnum árin. Hún á í dag sjöhundruð og tíu glös en setur stefnuna á eitt þúsund glös. 22.9.2012 21:01 Samdi besta lagið við texta um ójöfnuð Lokatónninn í átakinu Komum heiminum í lag verður slegin í kvöld. Fjöldi landsþekktra tónlistamanna kemur þar fram og syngur eigið lag við texta um ójöfnuð heimsins. Almenningur fékk einnig að spreyta sig við lagasmíð og hitti Karen Kjartnasdóttir 15 ára stúlku úr Vestmannaeyjum sem þótti hafa samið besta lagið við textann. 22.9.2012 20:46 Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum Stór flugslysaæfing var haldin við Vestmannaeyjaflugvöll í dag. Nálægt 200 manns komu að björgunarstörfum 22.9.2012 20:00 Enginn fékk fyrsta vinning Fjórir unnu annan vinning í Lottoinu í kvöld. Hver þeirra fékk rúmar 100 þúsund krónur í sinn hlut. Enginn fékk allar fimm tölurnar réttar og því er fyrsti vinningurinn óhreyfður, en hann var rúmar 27 milljónir króna. 22.9.2012 19:45 Skiptir sér milli Scala og Hörpu Tómas Tómasson barítón er orðinn meðal fremstu óperusöngvara Íslands. Í haust fer hann með burðarhlutverk í Lohengrin eftir Wagner í Scala-óperunni í Mílanó, ásamt Jonasi Kaufman. Áður en að því kemur syngur hann í Zürich í Sviss og í Il Trovatore í Íslensku óperunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um sönglífið og frægðina. 22.9.2012 17:19 Grunur um eitraða lifrarpylsu - hundasýningu frestað Hundaræktunarfélagið Rex neyddist til að fresta hundasýningu sem átti að fara fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi í morgun. Einhver hafði brotist inn í höllina og dreift lifrarpylsu um alla höllina og fyrir utan sömuleiðis. Vegna grunsemda um að lifrarpylsan væri eitruð var ákveðið að aflýsa sýningu í dag. 22.9.2012 16:18 Ekki ráðið hvað tekur við hjá Birki Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir enn ekki ráðið hvað tekur við hjá honum eftir að hann lætur af störfum sem varaformaður Framsóknarflokksins. Birkir tilkynnti í dag að eftir 15 ára starf í pólitík hyggðist hann róa á ný mið eftir líðandi kjörtímabil. 22.9.2012 15:31 Syntu boðsund yfir Ermarsundið Boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í gær yfir Ermarsundið. Sundið tók tæplega 13 klukkustundir. 22.9.2012 14:58 Bjarni vill fella tillögur stjórnlagaráðs Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá til að fella tillöguna. 22.9.2012 14:23 Tvö þúsund ný nöfn á tuttugu árum Guðrún Kvaran, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, hefur rannsakað siði og venjur í íslenskum nöfnum og segir ekkert einkennilegt þó Jón og Guðrún séu enn þá algengustu nöfnin hér á landi. 22.9.2012 14:08 Sigurður Ingi sækist eftir varaformannsstólnum Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mun gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem fram fer í febrúar á næsta ári. 22.9.2012 13:52 Fær ekki að læra á trommur í Hveragerði Jóhanna Rut Ingvarsdóttir, 25 ára Hvergerðingur er mjög ósátt við að Hveragerðisbær vilji ekki taka þátt í kostnaði við nám hennar á trommum við Tónlistarskóla Árnesinga. Jóhanna hefur spilað á trommur í þrjú ár en ætlaði sér í nám hjá Stefáni Þórhallssyni, trommara, sem er búsettur í Hveragerði. 22.9.2012 13:25 Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. 22.9.2012 13:10 Kjósa um sameiningu Garðabæjar og Álftaness Skuldir og skuldbindingar Álftaness sem voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 fara niður í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Íbúar kjósa um málið í október. 22.9.2012 13:02 Íslendingur vinsæll hjá CNN Áhugaljósmyndarinn Finnur Andrésson hlaut í sumar viðurkenningu frá fréttamiðlinum CNN annað árið í röð fyrir eina af myndum sínum. Myndina tók Finnur af norðurljósunum yfir landinu og þykir hún ein af 6 fallegustu myndum af himingeiminum. 22.9.2012 11:53 Of Monsters and Men í nýrri stiklu Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kemur víða við og nú síðast ómar lag sveitarinnar undir nýrri stiklu úr Hollywood myndinni Promised Land sem Matt Damon skrifar og leikur í og Gus Van Sant leikstýrir. 22.9.2012 11:43 Hert öryggisgæsla vegna rándýrrar bókar Stærsta og dýrasta bók sem nú er fáanleg á almennum bókamarkaði á Íslandi, hátíðarútgáfa Íslenskra fugla eftir Benedikt Gröndal, er nú í fyrsta sinn til sýnis fyrir almenning í Eymundsson í Smáralind. Af því tilefni hefur öryggisgæsla verið hert í versluninni og starfsmenn hafa á bókinni sérstakar gætur. 22.9.2012 11:07 Bíllausi dagurinn í dag Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag og af því tilefni hefur borgarstjórn ákveðið að loka aftur hinum svonefndu sumargötum fyrir bílaumferð í einn dag. Því verður ekki hægt að keyra Laugaveginn og Skólavörðustíginn frá Bergstaðastræti. Og ekki nóg með það, því Lækjargata verður sömuleiðis lokuð milli Vonarstrætis og Hverfisgötu. Bankastræti og Pósthússtræti verða einnig lokuð. Borgarstjórn hvetur gesti og gangandi til að heimsækja miðborgina í dag en alþjóðlegi bíllausi dagurinn bindur endahnút á svokallaða samgönguviku sem hefur staðið yfir síðustu daga hjá borginni. 22.9.2012 09:59 Keppni í N1-deild kvenna í handbolta hófst í dag 22.9.2012 20:10 Keppni í 1. og 2. deild karla í fótboltanum lauk í dag. 22.9.2012 20:09 Manchester United og Liverpoool mætast á Anfield klukkan hálf eitt á morgun 22.9.2012 20:09 Skemmtiferðaskipin brjóta land Viðeyjar Viðeyingafélagið segir vélarafl sífellt fleiri og stærri skemmtiferðaskipa auk hafnarframkvæmda og dýpkunar Viðeyjarsunds stuðla að niðurbroti eyjunnar. Hafnarstjóri segir bæði land og minjar í hættu. Verkefnið sé að hefta landbrot. 22.9.2012 11:00 Sami háttur á við Varmárósa Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest samning milli Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar um rekstur og umsjón sveitarfélagsins með friðlandinu við Varmárósa. 22.9.2012 10:00 Rjúpnaveiðar með sama sniði Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar líkt og þá. 22.9.2012 09:00 Sjóðurinn dugir ekki fyrir bótum til bænda Þeim 25 til 30 milljónum sem Bjargráðasjóður hefur yfir að ráða verður varið í að bæta bændum tjónið eftir óveður. Ljóst er að aukafjármagns er þörf. Engin leið að vita umfang tjónsins í dag. Ráðherra gefur grænt ljós á aukafjárveitingu. 22.9.2012 07:30 Best ef ríkisstjórnin situr áfram Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki mega hugsa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda með sína óheftu frjálshyggju eftir næstu kosningar. Hún vill að núverandi ríkisstjórn sitji áfram og hvetur Framsóknarflokkinn til að standa 22.9.2012 07:00 Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. 22.9.2012 07:00 Kostir við tvöfalt lögheimili barna metnir Börn sem búa til skiptis hjá foreldrum á tveimur heimilum gætu átt þess kost að skrá lögheimili sitt á báðum stöðum innan tveggja ára, ef þingsályktunartillaga tíu alþingismanna úr öllum flokkum nema Vinstri grænum verður samþykkt. 22.9.2012 06:00 Stór rannsókn á teikniborðinu Eitt viðamesta rannsóknaverkefni Matís á síðustu árum snýr að síldarstofnum í Norður-Atlantshafi. Rannsóknin snertir ekki síst áhuga vinnslufyrirtækja á eðli síldarstofnanna og hegðun þeirra þar sem vinnslueiginleikar þeirra geta verið mismunandi. Ætlunin er að rannsóknin leggi grunn að öðru og stærra Evrópuverkefni þar sem stofnar kolmunna, loðnu og makríls, og jafnvel fleiri, verða rannsakaðir. 22.9.2012 05:00 Hjólaskálin til Fossvogsskóla Fossvogsskóli fékk í gær Hjólaskálina, viðurkenningu fyrir eflingu hjólreiða. Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem afhenti Óskari S. Einarssyni skólastjóra og fulltrúum nemenda og kennara viðurkenninguna við upphaf ráðstefnu um hjólreiðar. 22.9.2012 04:30 Vel yfir 400 skjálftar skráðir Á fimmta hundrað jarðskjálftar hafa mælst á mælum Veðurstofu Íslands síðan jarðskjálftahrina hófst úti fyrir Norðurlandi. Á síðustu dögum hafa mælst nokkrir jarðskjálftar af stærðinni 4 á Richter og yfir. Þessir jarðskjálftar hafa fundist víða á Norðurlandi; á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og á Húsavík og nágrenni. 22.9.2012 04:00 Gíslatökumaður uppfærði Facebook Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Michael Thaxton gekk inn í skrifstofubyggingu í Pittsburgh í Bandaríkjunum fyrr í dag og tók þar mann gíslingu. Á meðan hann ræddi kröfur sínar við lögreglu uppfærði hann fésbókarsíðu sína af miklum móð. 21.9.2012 23:15 Ótrúleg velgengni Serrano Íslenski skyndibitastaðurinn Serrano opnaði á dögunum nýtt útibú í Svíþjóð. Skipulagður rekstur og hollur mat eru ástæður velgengninnar að mati eigenda. 21.9.2012 21:00 Hafnaði inni í blómabúð Eldri maður ók bifreið sinni óvart inn í blómabúð á Akureyri í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri steig maðurinn fyrir mistök á bensíngjöf í stað kúplingar. 21.9.2012 20:25 Forval vegna Norðfjarðarganga kynnt Vegagerðin birti kvöld forval til verktaka vegna Norðfjarðarganga. Þar kemur fram að göngin verði sjö og hálfur kílómetri en gert er ráð fyrir að um 420 þúsund rúmmetrar af sprengdu bergi muni falla til við jarðgangagerðina. 21.9.2012 20:15 Framtíðin er í tölvunum Gríðarleg aukning hefur orðið á nemendum í tölvunar- og hugbúnaðarverkfræði. Ríflega tvöfalt fleiri nýnemar eru í haust en fyrir þremur árum. Nemendurnir eru sjálfir sannfærðir um að framtíðin sé í tölvunum. 21.9.2012 19:45 Tölvurnar hafa slæm áhrif á svefn Tölvunotkun rétt fyrir háttatíma getur haft slæm áhrif á svefn barna. Þetta segir læknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en mörg börn leita árlega á deildina vegna svefnvandamála. 21.9.2012 18:40 Sjá næstu 50 fréttir
Þyrla sótti sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann á íslensku rannsóknarskipi sem statt var um 95 sjómílur vestur af landinu. 23.9.2012 11:49
Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir vita hvorugar hvernig þær eiga að svara fyrstu spurningunni í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þær hafa efasemdir um framsetningu spurningarinnar. 23.9.2012 11:19
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga í burðarliðnum Stofnfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn í næstu viku. Samtökin verða bandalag þeirra sveitarfélaga sem eiga mesta hagsmuna að gæta í sjávariðnaði. 23.9.2012 10:19
Veittust að lögreglumönnum Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Pósthússtræti eftir að þeir veittust að lögreglumönnum. Mennirnir höfðu verið að slást hvor við annann og þegar lögreglan skarst í leikinn til að stilla til friðar snerust þeir báðir gegn lögreglumönnunum. Einn lögreglumaðurinn fékk högg í höfuðið og var sendur á slysadeild. Þegar búið var að koma mönnunum í járn bar þriðja aðilann að garði. Sá réðist að þeim handtekna sem var í tökum lögreglu. Þriðji maðurinn var því handtekinn líka, en mennirnir þekktust allir. 23.9.2012 10:11
Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi Bílvelta var á Vatnsleysustrandarvegi laust fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir einstaklingar voru í bílnum og var annar sendur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Líðan hans er stöðug eftir atvikum. 23.9.2012 10:09
Skemmtistöðum lokað Lögreglan lokaði tveimur skemmtistöðum í miðbænum um helgina. Auk þess voru allmargir staðir fengu kærur báðar nætur vegna ýmissa brota á lögum um veitingastaði og skemmtistaði. 23.9.2012 10:17
Rjúpnaveiðimenn veiði hóflega Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) vill beina því til rjúpnaveiðimanna að veiða hóflega og bara fyrir sig og sína þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst. Formaður Skotvís er sáttur við níu daga veiðitímabilið sem stjórnvöld heimila þó hann hefði vel getað hugsað sér að veiða meira. 22.9.2012 20:36
Er að einangrast en þráir að vera meðal jafningja Stefnan skóli án aðgreiningar hentar ekki öllum, segir faðir þroskaskerts drengs sem þarf að sækja skóla með krökkum sem glíma ekki verið sömu erfiðleika. Hann segir að syni sínum líði mjög illa í skólanum. Hann sé orðinn langt á eftir samnemendum í þroska og sé byrjaður að einangrast mjög alvarlega. 22.9.2012 19:00
Stefnir á þúsund ilmvatnsglös Lovísa Jónsdóttir á Selfossi hefur alltaf haft mikinn áhuga á ilmvötnum enda hefur hún safnað ilmvatnsglösum í gegnum árin. Hún á í dag sjöhundruð og tíu glös en setur stefnuna á eitt þúsund glös. 22.9.2012 21:01
Samdi besta lagið við texta um ójöfnuð Lokatónninn í átakinu Komum heiminum í lag verður slegin í kvöld. Fjöldi landsþekktra tónlistamanna kemur þar fram og syngur eigið lag við texta um ójöfnuð heimsins. Almenningur fékk einnig að spreyta sig við lagasmíð og hitti Karen Kjartnasdóttir 15 ára stúlku úr Vestmannaeyjum sem þótti hafa samið besta lagið við textann. 22.9.2012 20:46
Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum Stór flugslysaæfing var haldin við Vestmannaeyjaflugvöll í dag. Nálægt 200 manns komu að björgunarstörfum 22.9.2012 20:00
Enginn fékk fyrsta vinning Fjórir unnu annan vinning í Lottoinu í kvöld. Hver þeirra fékk rúmar 100 þúsund krónur í sinn hlut. Enginn fékk allar fimm tölurnar réttar og því er fyrsti vinningurinn óhreyfður, en hann var rúmar 27 milljónir króna. 22.9.2012 19:45
Skiptir sér milli Scala og Hörpu Tómas Tómasson barítón er orðinn meðal fremstu óperusöngvara Íslands. Í haust fer hann með burðarhlutverk í Lohengrin eftir Wagner í Scala-óperunni í Mílanó, ásamt Jonasi Kaufman. Áður en að því kemur syngur hann í Zürich í Sviss og í Il Trovatore í Íslensku óperunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um sönglífið og frægðina. 22.9.2012 17:19
Grunur um eitraða lifrarpylsu - hundasýningu frestað Hundaræktunarfélagið Rex neyddist til að fresta hundasýningu sem átti að fara fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi í morgun. Einhver hafði brotist inn í höllina og dreift lifrarpylsu um alla höllina og fyrir utan sömuleiðis. Vegna grunsemda um að lifrarpylsan væri eitruð var ákveðið að aflýsa sýningu í dag. 22.9.2012 16:18
Ekki ráðið hvað tekur við hjá Birki Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir enn ekki ráðið hvað tekur við hjá honum eftir að hann lætur af störfum sem varaformaður Framsóknarflokksins. Birkir tilkynnti í dag að eftir 15 ára starf í pólitík hyggðist hann róa á ný mið eftir líðandi kjörtímabil. 22.9.2012 15:31
Syntu boðsund yfir Ermarsundið Boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í gær yfir Ermarsundið. Sundið tók tæplega 13 klukkustundir. 22.9.2012 14:58
Bjarni vill fella tillögur stjórnlagaráðs Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá til að fella tillöguna. 22.9.2012 14:23
Tvö þúsund ný nöfn á tuttugu árum Guðrún Kvaran, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, hefur rannsakað siði og venjur í íslenskum nöfnum og segir ekkert einkennilegt þó Jón og Guðrún séu enn þá algengustu nöfnin hér á landi. 22.9.2012 14:08
Sigurður Ingi sækist eftir varaformannsstólnum Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mun gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem fram fer í febrúar á næsta ári. 22.9.2012 13:52
Fær ekki að læra á trommur í Hveragerði Jóhanna Rut Ingvarsdóttir, 25 ára Hvergerðingur er mjög ósátt við að Hveragerðisbær vilji ekki taka þátt í kostnaði við nám hennar á trommum við Tónlistarskóla Árnesinga. Jóhanna hefur spilað á trommur í þrjú ár en ætlaði sér í nám hjá Stefáni Þórhallssyni, trommara, sem er búsettur í Hveragerði. 22.9.2012 13:25
Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. 22.9.2012 13:10
Kjósa um sameiningu Garðabæjar og Álftaness Skuldir og skuldbindingar Álftaness sem voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 fara niður í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Íbúar kjósa um málið í október. 22.9.2012 13:02
Íslendingur vinsæll hjá CNN Áhugaljósmyndarinn Finnur Andrésson hlaut í sumar viðurkenningu frá fréttamiðlinum CNN annað árið í röð fyrir eina af myndum sínum. Myndina tók Finnur af norðurljósunum yfir landinu og þykir hún ein af 6 fallegustu myndum af himingeiminum. 22.9.2012 11:53
Of Monsters and Men í nýrri stiklu Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kemur víða við og nú síðast ómar lag sveitarinnar undir nýrri stiklu úr Hollywood myndinni Promised Land sem Matt Damon skrifar og leikur í og Gus Van Sant leikstýrir. 22.9.2012 11:43
Hert öryggisgæsla vegna rándýrrar bókar Stærsta og dýrasta bók sem nú er fáanleg á almennum bókamarkaði á Íslandi, hátíðarútgáfa Íslenskra fugla eftir Benedikt Gröndal, er nú í fyrsta sinn til sýnis fyrir almenning í Eymundsson í Smáralind. Af því tilefni hefur öryggisgæsla verið hert í versluninni og starfsmenn hafa á bókinni sérstakar gætur. 22.9.2012 11:07
Bíllausi dagurinn í dag Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag og af því tilefni hefur borgarstjórn ákveðið að loka aftur hinum svonefndu sumargötum fyrir bílaumferð í einn dag. Því verður ekki hægt að keyra Laugaveginn og Skólavörðustíginn frá Bergstaðastræti. Og ekki nóg með það, því Lækjargata verður sömuleiðis lokuð milli Vonarstrætis og Hverfisgötu. Bankastræti og Pósthússtræti verða einnig lokuð. Borgarstjórn hvetur gesti og gangandi til að heimsækja miðborgina í dag en alþjóðlegi bíllausi dagurinn bindur endahnút á svokallaða samgönguviku sem hefur staðið yfir síðustu daga hjá borginni. 22.9.2012 09:59
Skemmtiferðaskipin brjóta land Viðeyjar Viðeyingafélagið segir vélarafl sífellt fleiri og stærri skemmtiferðaskipa auk hafnarframkvæmda og dýpkunar Viðeyjarsunds stuðla að niðurbroti eyjunnar. Hafnarstjóri segir bæði land og minjar í hættu. Verkefnið sé að hefta landbrot. 22.9.2012 11:00
Sami háttur á við Varmárósa Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest samning milli Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar um rekstur og umsjón sveitarfélagsins með friðlandinu við Varmárósa. 22.9.2012 10:00
Rjúpnaveiðar með sama sniði Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar líkt og þá. 22.9.2012 09:00
Sjóðurinn dugir ekki fyrir bótum til bænda Þeim 25 til 30 milljónum sem Bjargráðasjóður hefur yfir að ráða verður varið í að bæta bændum tjónið eftir óveður. Ljóst er að aukafjármagns er þörf. Engin leið að vita umfang tjónsins í dag. Ráðherra gefur grænt ljós á aukafjárveitingu. 22.9.2012 07:30
Best ef ríkisstjórnin situr áfram Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki mega hugsa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda með sína óheftu frjálshyggju eftir næstu kosningar. Hún vill að núverandi ríkisstjórn sitji áfram og hvetur Framsóknarflokkinn til að standa 22.9.2012 07:00
Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. 22.9.2012 07:00
Kostir við tvöfalt lögheimili barna metnir Börn sem búa til skiptis hjá foreldrum á tveimur heimilum gætu átt þess kost að skrá lögheimili sitt á báðum stöðum innan tveggja ára, ef þingsályktunartillaga tíu alþingismanna úr öllum flokkum nema Vinstri grænum verður samþykkt. 22.9.2012 06:00
Stór rannsókn á teikniborðinu Eitt viðamesta rannsóknaverkefni Matís á síðustu árum snýr að síldarstofnum í Norður-Atlantshafi. Rannsóknin snertir ekki síst áhuga vinnslufyrirtækja á eðli síldarstofnanna og hegðun þeirra þar sem vinnslueiginleikar þeirra geta verið mismunandi. Ætlunin er að rannsóknin leggi grunn að öðru og stærra Evrópuverkefni þar sem stofnar kolmunna, loðnu og makríls, og jafnvel fleiri, verða rannsakaðir. 22.9.2012 05:00
Hjólaskálin til Fossvogsskóla Fossvogsskóli fékk í gær Hjólaskálina, viðurkenningu fyrir eflingu hjólreiða. Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem afhenti Óskari S. Einarssyni skólastjóra og fulltrúum nemenda og kennara viðurkenninguna við upphaf ráðstefnu um hjólreiðar. 22.9.2012 04:30
Vel yfir 400 skjálftar skráðir Á fimmta hundrað jarðskjálftar hafa mælst á mælum Veðurstofu Íslands síðan jarðskjálftahrina hófst úti fyrir Norðurlandi. Á síðustu dögum hafa mælst nokkrir jarðskjálftar af stærðinni 4 á Richter og yfir. Þessir jarðskjálftar hafa fundist víða á Norðurlandi; á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og á Húsavík og nágrenni. 22.9.2012 04:00
Gíslatökumaður uppfærði Facebook Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Michael Thaxton gekk inn í skrifstofubyggingu í Pittsburgh í Bandaríkjunum fyrr í dag og tók þar mann gíslingu. Á meðan hann ræddi kröfur sínar við lögreglu uppfærði hann fésbókarsíðu sína af miklum móð. 21.9.2012 23:15
Ótrúleg velgengni Serrano Íslenski skyndibitastaðurinn Serrano opnaði á dögunum nýtt útibú í Svíþjóð. Skipulagður rekstur og hollur mat eru ástæður velgengninnar að mati eigenda. 21.9.2012 21:00
Hafnaði inni í blómabúð Eldri maður ók bifreið sinni óvart inn í blómabúð á Akureyri í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri steig maðurinn fyrir mistök á bensíngjöf í stað kúplingar. 21.9.2012 20:25
Forval vegna Norðfjarðarganga kynnt Vegagerðin birti kvöld forval til verktaka vegna Norðfjarðarganga. Þar kemur fram að göngin verði sjö og hálfur kílómetri en gert er ráð fyrir að um 420 þúsund rúmmetrar af sprengdu bergi muni falla til við jarðgangagerðina. 21.9.2012 20:15
Framtíðin er í tölvunum Gríðarleg aukning hefur orðið á nemendum í tölvunar- og hugbúnaðarverkfræði. Ríflega tvöfalt fleiri nýnemar eru í haust en fyrir þremur árum. Nemendurnir eru sjálfir sannfærðir um að framtíðin sé í tölvunum. 21.9.2012 19:45
Tölvurnar hafa slæm áhrif á svefn Tölvunotkun rétt fyrir háttatíma getur haft slæm áhrif á svefn barna. Þetta segir læknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en mörg börn leita árlega á deildina vegna svefnvandamála. 21.9.2012 18:40