Sjóðurinn dugir ekki fyrir bótum til bænda 22. september 2012 07:30 Bændur í Þingeyjasýslum voru enn að finna fé á lífi í gær, en ljóst er að mikill hluti þess sem hefur ekki fundist er dauður. Mynd/Bryngeir Jónsson Þeim 25 til 30 milljónum sem Bjargráðasjóður hefur yfir að ráða verður varið í að bæta bændum tjónið eftir óveður. Ljóst er að aukafjármagns er þörf. Engin leið að vita umfang tjónsins í dag. Ráðherra gefur grænt ljós á aukafjárveitingu. Öllum fjármunum Bjargráðasjóðs, um 25 til 30 milljónum króna, verður ráðstafað til að bæta bændum á Norðurlandi tjónið sem hlaust eftir fárviðrið 10. og 11. september. Líklegt þykir að frekari fjármunum verði varið til aðgerðanna, en engin leið er að vita umfang tjónsins eins og er. Um er að ræða allar eftirstöðvar A-hluta sjóðsins eftir eldgosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, segir ljóst að núverandi innistæða sjóðsins dugi ekki til að bæta bændum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir, heldur þurfi að koma til aukafjárframlags frá ríkinu. Um sé að ræða svo margþættar skemmdir að of snemmt sé að segja nokkuð til um fjárhæðir. „Eftir að tjónið hefur verið metið verður að leita leiða til að afla frekari peninga,“ segir hann. „Svo þarf að ákveða hvort bæturnar verði greiddar að fullu eða hvort það verði að skerða þær eitthvað vegna peningastöðu.“ Tekjur Bjargráðasjóðs koma af búnaðargjaldi frá bændum og tíu milljónum árlega úr ríkissjóði. Árni útskýrir að þó ómögulegt sé að meta umfang tjónsins nú, sé ljóst að um sé að ræða umtalsverðan missi á búfé og tjón á girðingum. „Þetta er alvarlegt ástand,“ segir hann. „Við höfum skyldur í þessum málum og við munum bregðast við.“ Engar tölur liggja fyrir um fjölda fjár sem hefur drepist í hamförunum á Norðurlandi undanfarnar tvær vikur. Þó er ljóst að hundruð ef ekki þúsundir fjár komast aldrei heim á bæ. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í vikunni að ríkisstjórnin hefði samþykkt að nýta eftirstöðvar Bjargráðasjóðs til að bæta tjónið og að vonast væri til að þær fjárhæðir dygðu. Að sjálfsögðu yrði fjármunum þó bætt við ef þyrfti til. Steingrímur vildi þó ekki gefa fyrir fram loforð eða yfirlýsingar um nákvæmlega hvernig tekið yrði á afleiddu tjóni bænda, eins og tjóni á girðingum, en gert væri ráð fyrir að bæta það sem hægt yrði. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Þeim 25 til 30 milljónum sem Bjargráðasjóður hefur yfir að ráða verður varið í að bæta bændum tjónið eftir óveður. Ljóst er að aukafjármagns er þörf. Engin leið að vita umfang tjónsins í dag. Ráðherra gefur grænt ljós á aukafjárveitingu. Öllum fjármunum Bjargráðasjóðs, um 25 til 30 milljónum króna, verður ráðstafað til að bæta bændum á Norðurlandi tjónið sem hlaust eftir fárviðrið 10. og 11. september. Líklegt þykir að frekari fjármunum verði varið til aðgerðanna, en engin leið er að vita umfang tjónsins eins og er. Um er að ræða allar eftirstöðvar A-hluta sjóðsins eftir eldgosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, segir ljóst að núverandi innistæða sjóðsins dugi ekki til að bæta bændum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir, heldur þurfi að koma til aukafjárframlags frá ríkinu. Um sé að ræða svo margþættar skemmdir að of snemmt sé að segja nokkuð til um fjárhæðir. „Eftir að tjónið hefur verið metið verður að leita leiða til að afla frekari peninga,“ segir hann. „Svo þarf að ákveða hvort bæturnar verði greiddar að fullu eða hvort það verði að skerða þær eitthvað vegna peningastöðu.“ Tekjur Bjargráðasjóðs koma af búnaðargjaldi frá bændum og tíu milljónum árlega úr ríkissjóði. Árni útskýrir að þó ómögulegt sé að meta umfang tjónsins nú, sé ljóst að um sé að ræða umtalsverðan missi á búfé og tjón á girðingum. „Þetta er alvarlegt ástand,“ segir hann. „Við höfum skyldur í þessum málum og við munum bregðast við.“ Engar tölur liggja fyrir um fjölda fjár sem hefur drepist í hamförunum á Norðurlandi undanfarnar tvær vikur. Þó er ljóst að hundruð ef ekki þúsundir fjár komast aldrei heim á bæ. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í vikunni að ríkisstjórnin hefði samþykkt að nýta eftirstöðvar Bjargráðasjóðs til að bæta tjónið og að vonast væri til að þær fjárhæðir dygðu. Að sjálfsögðu yrði fjármunum þó bætt við ef þyrfti til. Steingrímur vildi þó ekki gefa fyrir fram loforð eða yfirlýsingar um nákvæmlega hvernig tekið yrði á afleiddu tjóni bænda, eins og tjóni á girðingum, en gert væri ráð fyrir að bæta það sem hægt yrði. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira