Fleiri fréttir "Niðurstöðurnar koma ekki á óvart" Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunarinnar sem Vísir stóð fyrir um helgina komi honum ekki á óvart. 24.4.2012 15:06 Greiðir 140 þúsund í hraðasekt Lögreglan á Suðurnesjum tók á dögunum pilt um tvítugt þegar bíll hans mældist á 154 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Hann þarf að borga um 140 þúsund krónur í sekt og á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Lögreglan hefur verið með umferðarátak og stöðvað allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur. Auk unga piltsins mældust aðrir brotlegir ökumenn frá 116 kílómetra hraða og allt upp í 143 km. á 24.4.2012 14:38 Þóra og Ari þakklát fyrir stuðninginn "Ég er afskaplega þakklát," sagði Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi en hún nýtur mest stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun Vísis um helgina. 24.4.2012 14:26 "Ég mun ekki gefast upp" "Það er augljóst að lýðræðið er ekki virkt á Íslandi,“ segir Jón Lárusson, forsetaframbjóðandi, aðspurður um nýlega skoðanakönnun Vísi. Jón mældist þar með minna en eitt prósent atkvæða. 24.4.2012 14:19 Önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd allra tíma Velgengni kvikmyndarinnar Svartur á leik ætlar engan endi að taka. Um síðustu helgi náð hún þeim merka áfanga að verða önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd allra tíma þegar gestur númer 60 þúsund sá hana. 24.4.2012 12:47 Þóra með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í könnun Vísis á fylgi þeirra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Könnunin stóð frá föstudegi og fram á mánudag og var þáttakan gríðarlega góð. 24.4.2012 11:59 Rafmagn komið á í Melasveit Vinnuflokkur Rarik í Borgarnesi lauk viðgerð á háspennustreng í Melasveit kl. 19:29, en strengurinn skaðaðist í sinubruna eftir að álft flaug á strenginn. 24.4.2012 19:39 Rafmagn fór af Melasveitalínu frá Skorholti Rafmagn fór af Melasveitalínu frá Skorholti um kl 14:30 í dag, búið er að staðsetja bilun í háspennustreng samkvæmt tilkynningu frá Rarik. 24.4.2012 18:27 Jóhanna hvatti Kínverja til að láta af dauðarefsingum Jóhanna Sigurðardóttir hvatti Kínverja til þess að láta af dauðarefsingum þegar hún ræddi við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í opinberri heimsókn hans hér á dögunum. Þetta segist hún hafa rætt við forsætisráðherrann á fundi þeirra tveggja en hún geti ekki farið ítarlega út í það sem fram kom á fundinum. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði Jóhönnu út í málið á Alþingi í dag. 24.4.2012 14:07 Opnun Hlíðarfjalls framlengd til sunnudags Góð snjóalög eru nú á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri. Gert er ráð fyrir björtu en svölu veðri á næstunni og því hefur verið ákveðið að framlengja opnun skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til sunnudagsins 29. apríl. 24.4.2012 13:53 Alþingi fari ekki með ákæruvald Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra áréttaði þá skoðun sína í dag að breyta þyrfti lögum um Landsdóm og ráðherraábyrgð sem fyrst. Þetta sagði hún þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hana út í málið á Alþingi í dag. "Ég tel að ekki sé heppilegt að ákæruvaldiið sé í höndum Alþingis,“ sagði Jóhanna á Alþingi í dag. En hún sagði að þau lög sem unnið var eftir í málinu gegn Geir hafi verið þau lög sem voru í gildi þegar ákvörðun um ákæruna gegn honum hafi verið tekin. Nú þegar það mál sé frá sé tækifæri til þess að breyta lögunum. 24.4.2012 13:47 Lögreglumenn fá ekki að bera vitni í Vítisenglamáli Tveir lögreglumenn, fulltrúi hjá Europol aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, fá ekki að vera vitni í máli gegn Vítisenglum og fólki tengdum þeim, sem nú er rekið fyrir héraðsdómi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem með úrskurði sínum sneri ákvörðun héraðsdómara við. Mennirnir höfðu starfað í rannsóknarhópi lögreglunnar um starfsemi Vítisengla og vildi saksóknari leiða mennina sem vitni fyrir dóminn. 24.4.2012 13:05 Geir fundar með grasrótinni Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir á fund Varðar - fulltrúaráðsins í Reykjavík á sjötta tímanum í kvöld. Boðað var til fundarins fyrir hádegi í dag. 24.4.2012 12:58 Sprengjutilræðið í Osló sett á svið Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. 24.4.2012 12:08 Hvað myndir þú segja í fyrsta skipti? Ég er raunverulegur, voru fyrstu orð Kela Þorsteinssonar. Keli, sem er einhverfur, er orðinn kunnur víða um heim eftir að mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra og Margrétar Dagmar Ericsdóttur kom út fyrir fáeinum árum. Síðar var hún gefin út með ensku tali, en þá var Kate Winslet sögumaður. 24.4.2012 11:22 Sveitungar Steingríms óttast pólitíska spillingu með kvótafrumvörpum Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar vegi ekki aðeins að heilu byggðarlögunum heldur leiði einnig til pólitískrar spillingar. Þetta segir í umsögn sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis um stjórnarfrumvörp Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til laga um stjórn fiskveiða og um veiðigjöld. 24.4.2012 11:05 Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24.4.2012 10:58 Fjölskylduhjálpin heiðrar sjálfboðaliða Þau Ásgeir Örn Þórðarson og Inga Björk Auðardóttir voru heiðruð síðastliðinn sunnudag fyrir störf sín hjá Fjölskylduhjálp Íslands og útnefnd Sjálfboðaliðar ársins 2011. Ásgeir Örn og Inga Björk fengu fallegar viðurkenningarstyttur og glæsilegar ávaxtakörfur sem Bananar hf. gáfu. 24.4.2012 10:35 Vilja minningardag um þá sem látist hafa í umferðinni Starfshópur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði fyrir ári í verkefni er snúa að áratug umferðaröryggis 2011 til 2020 hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu. 24.4.2012 08:41 Framkvæmdastjórn ESB fær aðild að Icesave-málinu EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg hefur orðið við beiðni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að fá að ganga inn í mál ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gegn Íslandi vegna Icesave reikninga Landsbankans. 24.4.2012 07:53 Sjálfboðaliðar óskast við gerð Mæðrablóma Nýstofnaður Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur óskar eftir sjálfboðaliðum í Ráðhús Reykjavíkur í dag klukkan 17 til 21 til að aðstoða við að búa til Mæðrablómið 2012. 24.4.2012 10:00 Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. 24.4.2012 08:00 Bannið innan ramma laganna „Þetta er að mínu mati hálfslöpp gestrisni og ekki í takt við það sem Íslendingar hafa hingað til sýnt og við viljum vera þekkt fyrir,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Kerfélagsins að meina kínverskum og íslenskum ráðamönnum að skoða náttúruperluna um síðustu helgi. Þeir voru á ferð um svæðið á hópferðabíl um helgina. 24.4.2012 07:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24.4.2012 06:30 Allir helstu fjölmiðlar heims fjalla um Landsdómsmálið Allir helstu fjölmiðlar heimsins fjalla um dóm Landsdóms yfir Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra sem kveðinn var upp í gær. 24.4.2012 06:24 Þörf á endurskoðun Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. 24.4.2012 06:00 Höfum þegar brugðist við gagnrýninni "Það er mjög gott að komin sé niðurstaða í þetta erfiða mál. Hún kom mér aðeins á óvart, en ég hafði ekki séð ástæðu til þess að ákæra Geir. Hann er sýknaður í þremur af fjórum atriðum og það má kannski segja að það sem hann er sakfelldur fyrir sé það sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar var verulegur áfellisdómur á stjórnsýsluna og skort á formfestu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 24.4.2012 05:00 Hefði verið erfiðara að meina Færeyingum að skoða Kerið "Ég viðurkenni að ef þetta hefðu verið vinir okkar frá Færeyjum, þá hefði verið erfiðara að taka þessa ákvörðun,“ sagði Óskar Magnússon í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem rætt var um ákvörðun félags hans auk annarra, sem á Kerið, um að meina forsætisráðherra Kína og föruneyti að skoða Kerið um helgina ásamt íslenskum ráðherrum. 23.4.2012 23:30 Vill kláf upp Esjuna "Það er bráðnauðsynlegt að eiga drauma,“ svarar Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri í viðtal í Reykjavík síðdegis í dag en þar ræddi hann grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag þar sem hann viðraði nýstárlegar hugmyndir um notkun fjalla nærri höfuðborginni. 23.4.2012 20:51 Grásleppubátur strandaði við Kjalarnes Grásleppubátur með tvo menn um borð strandaði á boða í Hofsvík við Kjalarnes eftir hádegi í dag. 23.4.2012 21:00 Sneri aftur og hannar barnaleikföng Íslensk börn geta brátt farið að hanna sín eigin viðarleikföng, mála þau og setja saman. Iðnhönnuður sem hefur stofnað fyrirtækið Geislar sem sérhæfir sig í geislaskurði, segir börnin tengjast leikföngunum mun betur á þennan hátt. 23.4.2012 18:11 Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun "Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi,“ sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, "og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna,“ sagði Geir. 23.4.2012 19:42 Friðun Eldvarpa núna í efsta sæti hjá Ómari Ómar Ragnarsson hefur nú sett Eldvörp á Reykjanesi í efsta sæti yfir þau svæði sem hann vill friðlýsa. Eldvörp eru í nýtingarflokki í drögum að rammaáætlun og áformar HS-orka þar allt að fimmtíu megavatta jarðhitavirkjun. 23.4.2012 18:59 Segir niðurstöðuna stórsigur fyrir Geir "Ég held að þetta sé stórsigur fyrir Geir,“ segir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, um niðurstöðu Landsdóms í máli gegn Geir H. Haarde. Til stóð einnig að ákæra Árna auk tveggja annarra ráðherra, vegna sama máls, en niðurstaðan á Alþingi var sú að Geir einn skyldi verða ákærður. 23.4.2012 17:58 Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. "Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde.“ 23.4.2012 17:07 Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. "Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera.“ 23.4.2012 16:51 Einn lést í bílveltu Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Skaftártunguveg, austan Kúðafljóts í morgun. Þrjú erlend ungmenni voru í bíl sem valt. 23.4.2012 16:46 Ekki bara brot á formreglu Sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi um þau mikilvægu stjórnarmálefni varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda, sem ákærða hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 23.4.2012 16:11 Könnun: Flestir vilja gera Laugaveg að göngugötu í sumar Meirihluti Reykvíkinga, eða 63,3%, er hlynntur því að hluta Laugavegs verði breytt í göngugötu í sumar ef marka má netkönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. 23.4.2012 15:53 Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Landsbankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. 23.4.2012 15:21 Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum "Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23.4.2012 15:19 Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur "Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi. 23.4.2012 15:03 Stal 200 þúsund krónum frá gömlum manni á Selfossi Ungur maður stal tvöhundruð þúsund krónum af gömlum manni við Arion banka á Selfossi í síðustu viku. Í tilkynningu frá lögreglu segir að gamli maðurinn hafi tekið út peningana hjá gjaldkera og að í röðinni fyrir aftan hafi ungi maðurinn staðið. Hann hafi greinilega heyrt til gamla mannsins þegar hann nefndi upphæðina við gjaldkerann. 23.4.2012 13:40 Alvarlegt bílslys fyrir austan Einn er alvarlega slasaður eftir bílslys sem varð rétt hjá Skaftártungu, um þrjátíu kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur, rétt fyrir hádegi. Þrír voru í bílnum, sem var smábíll. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafnaði bíllinn úti í hrauni. Lögreglumenn eru enn að vinna á vettvangi og við segjum nánari fréttir af þessu á Vísi í dag. 23.4.2012 12:01 Fleiri vilja kjósa í lok kjörtímabilsins Tæplega 54% landsmanna telja að kjósa eigi áður en kjörtimabilið rennur út en 45% telja að kjósa eigi í lok núverandi kjörtímabils, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þetta er töluverð breyting frá könnun MMR sama efnis frá í október í hitteðfyrra þegar einungis 30,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið. 23.4.2012 11:01 Sjá næstu 50 fréttir
"Niðurstöðurnar koma ekki á óvart" Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunarinnar sem Vísir stóð fyrir um helgina komi honum ekki á óvart. 24.4.2012 15:06
Greiðir 140 þúsund í hraðasekt Lögreglan á Suðurnesjum tók á dögunum pilt um tvítugt þegar bíll hans mældist á 154 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Hann þarf að borga um 140 þúsund krónur í sekt og á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Lögreglan hefur verið með umferðarátak og stöðvað allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur. Auk unga piltsins mældust aðrir brotlegir ökumenn frá 116 kílómetra hraða og allt upp í 143 km. á 24.4.2012 14:38
Þóra og Ari þakklát fyrir stuðninginn "Ég er afskaplega þakklát," sagði Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi en hún nýtur mest stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun Vísis um helgina. 24.4.2012 14:26
"Ég mun ekki gefast upp" "Það er augljóst að lýðræðið er ekki virkt á Íslandi,“ segir Jón Lárusson, forsetaframbjóðandi, aðspurður um nýlega skoðanakönnun Vísi. Jón mældist þar með minna en eitt prósent atkvæða. 24.4.2012 14:19
Önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd allra tíma Velgengni kvikmyndarinnar Svartur á leik ætlar engan endi að taka. Um síðustu helgi náð hún þeim merka áfanga að verða önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd allra tíma þegar gestur númer 60 þúsund sá hana. 24.4.2012 12:47
Þóra með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í könnun Vísis á fylgi þeirra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Könnunin stóð frá föstudegi og fram á mánudag og var þáttakan gríðarlega góð. 24.4.2012 11:59
Rafmagn komið á í Melasveit Vinnuflokkur Rarik í Borgarnesi lauk viðgerð á háspennustreng í Melasveit kl. 19:29, en strengurinn skaðaðist í sinubruna eftir að álft flaug á strenginn. 24.4.2012 19:39
Rafmagn fór af Melasveitalínu frá Skorholti Rafmagn fór af Melasveitalínu frá Skorholti um kl 14:30 í dag, búið er að staðsetja bilun í háspennustreng samkvæmt tilkynningu frá Rarik. 24.4.2012 18:27
Jóhanna hvatti Kínverja til að láta af dauðarefsingum Jóhanna Sigurðardóttir hvatti Kínverja til þess að láta af dauðarefsingum þegar hún ræddi við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í opinberri heimsókn hans hér á dögunum. Þetta segist hún hafa rætt við forsætisráðherrann á fundi þeirra tveggja en hún geti ekki farið ítarlega út í það sem fram kom á fundinum. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði Jóhönnu út í málið á Alþingi í dag. 24.4.2012 14:07
Opnun Hlíðarfjalls framlengd til sunnudags Góð snjóalög eru nú á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri. Gert er ráð fyrir björtu en svölu veðri á næstunni og því hefur verið ákveðið að framlengja opnun skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til sunnudagsins 29. apríl. 24.4.2012 13:53
Alþingi fari ekki með ákæruvald Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra áréttaði þá skoðun sína í dag að breyta þyrfti lögum um Landsdóm og ráðherraábyrgð sem fyrst. Þetta sagði hún þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hana út í málið á Alþingi í dag. "Ég tel að ekki sé heppilegt að ákæruvaldiið sé í höndum Alþingis,“ sagði Jóhanna á Alþingi í dag. En hún sagði að þau lög sem unnið var eftir í málinu gegn Geir hafi verið þau lög sem voru í gildi þegar ákvörðun um ákæruna gegn honum hafi verið tekin. Nú þegar það mál sé frá sé tækifæri til þess að breyta lögunum. 24.4.2012 13:47
Lögreglumenn fá ekki að bera vitni í Vítisenglamáli Tveir lögreglumenn, fulltrúi hjá Europol aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, fá ekki að vera vitni í máli gegn Vítisenglum og fólki tengdum þeim, sem nú er rekið fyrir héraðsdómi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem með úrskurði sínum sneri ákvörðun héraðsdómara við. Mennirnir höfðu starfað í rannsóknarhópi lögreglunnar um starfsemi Vítisengla og vildi saksóknari leiða mennina sem vitni fyrir dóminn. 24.4.2012 13:05
Geir fundar með grasrótinni Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir á fund Varðar - fulltrúaráðsins í Reykjavík á sjötta tímanum í kvöld. Boðað var til fundarins fyrir hádegi í dag. 24.4.2012 12:58
Sprengjutilræðið í Osló sett á svið Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. 24.4.2012 12:08
Hvað myndir þú segja í fyrsta skipti? Ég er raunverulegur, voru fyrstu orð Kela Þorsteinssonar. Keli, sem er einhverfur, er orðinn kunnur víða um heim eftir að mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra og Margrétar Dagmar Ericsdóttur kom út fyrir fáeinum árum. Síðar var hún gefin út með ensku tali, en þá var Kate Winslet sögumaður. 24.4.2012 11:22
Sveitungar Steingríms óttast pólitíska spillingu með kvótafrumvörpum Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar vegi ekki aðeins að heilu byggðarlögunum heldur leiði einnig til pólitískrar spillingar. Þetta segir í umsögn sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis um stjórnarfrumvörp Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til laga um stjórn fiskveiða og um veiðigjöld. 24.4.2012 11:05
Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24.4.2012 10:58
Fjölskylduhjálpin heiðrar sjálfboðaliða Þau Ásgeir Örn Þórðarson og Inga Björk Auðardóttir voru heiðruð síðastliðinn sunnudag fyrir störf sín hjá Fjölskylduhjálp Íslands og útnefnd Sjálfboðaliðar ársins 2011. Ásgeir Örn og Inga Björk fengu fallegar viðurkenningarstyttur og glæsilegar ávaxtakörfur sem Bananar hf. gáfu. 24.4.2012 10:35
Vilja minningardag um þá sem látist hafa í umferðinni Starfshópur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði fyrir ári í verkefni er snúa að áratug umferðaröryggis 2011 til 2020 hefur skilað ráðherra áfangaskýrslu. 24.4.2012 08:41
Framkvæmdastjórn ESB fær aðild að Icesave-málinu EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg hefur orðið við beiðni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að fá að ganga inn í mál ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gegn Íslandi vegna Icesave reikninga Landsbankans. 24.4.2012 07:53
Sjálfboðaliðar óskast við gerð Mæðrablóma Nýstofnaður Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur óskar eftir sjálfboðaliðum í Ráðhús Reykjavíkur í dag klukkan 17 til 21 til að aðstoða við að búa til Mæðrablómið 2012. 24.4.2012 10:00
Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. 24.4.2012 08:00
Bannið innan ramma laganna „Þetta er að mínu mati hálfslöpp gestrisni og ekki í takt við það sem Íslendingar hafa hingað til sýnt og við viljum vera þekkt fyrir,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Kerfélagsins að meina kínverskum og íslenskum ráðamönnum að skoða náttúruperluna um síðustu helgi. Þeir voru á ferð um svæðið á hópferðabíl um helgina. 24.4.2012 07:00
Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24.4.2012 06:30
Allir helstu fjölmiðlar heims fjalla um Landsdómsmálið Allir helstu fjölmiðlar heimsins fjalla um dóm Landsdóms yfir Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra sem kveðinn var upp í gær. 24.4.2012 06:24
Þörf á endurskoðun Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. 24.4.2012 06:00
Höfum þegar brugðist við gagnrýninni "Það er mjög gott að komin sé niðurstaða í þetta erfiða mál. Hún kom mér aðeins á óvart, en ég hafði ekki séð ástæðu til þess að ákæra Geir. Hann er sýknaður í þremur af fjórum atriðum og það má kannski segja að það sem hann er sakfelldur fyrir sé það sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar var verulegur áfellisdómur á stjórnsýsluna og skort á formfestu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 24.4.2012 05:00
Hefði verið erfiðara að meina Færeyingum að skoða Kerið "Ég viðurkenni að ef þetta hefðu verið vinir okkar frá Færeyjum, þá hefði verið erfiðara að taka þessa ákvörðun,“ sagði Óskar Magnússon í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem rætt var um ákvörðun félags hans auk annarra, sem á Kerið, um að meina forsætisráðherra Kína og föruneyti að skoða Kerið um helgina ásamt íslenskum ráðherrum. 23.4.2012 23:30
Vill kláf upp Esjuna "Það er bráðnauðsynlegt að eiga drauma,“ svarar Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri í viðtal í Reykjavík síðdegis í dag en þar ræddi hann grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag þar sem hann viðraði nýstárlegar hugmyndir um notkun fjalla nærri höfuðborginni. 23.4.2012 20:51
Grásleppubátur strandaði við Kjalarnes Grásleppubátur með tvo menn um borð strandaði á boða í Hofsvík við Kjalarnes eftir hádegi í dag. 23.4.2012 21:00
Sneri aftur og hannar barnaleikföng Íslensk börn geta brátt farið að hanna sín eigin viðarleikföng, mála þau og setja saman. Iðnhönnuður sem hefur stofnað fyrirtækið Geislar sem sérhæfir sig í geislaskurði, segir börnin tengjast leikföngunum mun betur á þennan hátt. 23.4.2012 18:11
Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun "Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi,“ sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, "og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna,“ sagði Geir. 23.4.2012 19:42
Friðun Eldvarpa núna í efsta sæti hjá Ómari Ómar Ragnarsson hefur nú sett Eldvörp á Reykjanesi í efsta sæti yfir þau svæði sem hann vill friðlýsa. Eldvörp eru í nýtingarflokki í drögum að rammaáætlun og áformar HS-orka þar allt að fimmtíu megavatta jarðhitavirkjun. 23.4.2012 18:59
Segir niðurstöðuna stórsigur fyrir Geir "Ég held að þetta sé stórsigur fyrir Geir,“ segir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, um niðurstöðu Landsdóms í máli gegn Geir H. Haarde. Til stóð einnig að ákæra Árna auk tveggja annarra ráðherra, vegna sama máls, en niðurstaðan á Alþingi var sú að Geir einn skyldi verða ákærður. 23.4.2012 17:58
Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. "Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde.“ 23.4.2012 17:07
Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. "Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera.“ 23.4.2012 16:51
Einn lést í bílveltu Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Skaftártunguveg, austan Kúðafljóts í morgun. Þrjú erlend ungmenni voru í bíl sem valt. 23.4.2012 16:46
Ekki bara brot á formreglu Sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi um þau mikilvægu stjórnarmálefni varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda, sem ákærða hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 23.4.2012 16:11
Könnun: Flestir vilja gera Laugaveg að göngugötu í sumar Meirihluti Reykvíkinga, eða 63,3%, er hlynntur því að hluta Laugavegs verði breytt í göngugötu í sumar ef marka má netkönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. 23.4.2012 15:53
Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Landsbankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. 23.4.2012 15:21
Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum "Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23.4.2012 15:19
Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur "Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi. 23.4.2012 15:03
Stal 200 þúsund krónum frá gömlum manni á Selfossi Ungur maður stal tvöhundruð þúsund krónum af gömlum manni við Arion banka á Selfossi í síðustu viku. Í tilkynningu frá lögreglu segir að gamli maðurinn hafi tekið út peningana hjá gjaldkera og að í röðinni fyrir aftan hafi ungi maðurinn staðið. Hann hafi greinilega heyrt til gamla mannsins þegar hann nefndi upphæðina við gjaldkerann. 23.4.2012 13:40
Alvarlegt bílslys fyrir austan Einn er alvarlega slasaður eftir bílslys sem varð rétt hjá Skaftártungu, um þrjátíu kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur, rétt fyrir hádegi. Þrír voru í bílnum, sem var smábíll. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafnaði bíllinn úti í hrauni. Lögreglumenn eru enn að vinna á vettvangi og við segjum nánari fréttir af þessu á Vísi í dag. 23.4.2012 12:01
Fleiri vilja kjósa í lok kjörtímabilsins Tæplega 54% landsmanna telja að kjósa eigi áður en kjörtimabilið rennur út en 45% telja að kjósa eigi í lok núverandi kjörtímabils, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þetta er töluverð breyting frá könnun MMR sama efnis frá í október í hitteðfyrra þegar einungis 30,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið. 23.4.2012 11:01