Innlent

Geir fundar með grasrótinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde með Andra Árnasyni verjanda sínum.
Geir Haarde með Andra Árnasyni verjanda sínum. mynd/ gva.
Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir á fund Varðar - fulltrúaráðsins í Reykjavík á sjötta tímanum í kvöld. Boðað var til fundarins fyrir hádegi í dag.

Geir ætlar að fara yfir niðurstöður Landsdóms í gær. Hann var sýknaður í þremur ákæruliðum af sex sem hann var ákærður fyrir en áður hafði tveimur liðum verið vísað frá. Hann var fundinn sekur um brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrirfarast að hafa haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni, en ekki gerð refsing.

Í fulltrúaráðinu sitja allir helstu trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og því má segja að Geir sé með fundinum að gera grasrótinni í flokknum grein fyrir stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×