Innlent

Alþingi fari ekki með ákæruvald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir er ekki hrifinn af því að Alþingi fari með ákæruvald.
Jóhanna Sigurðardóttir er ekki hrifinn af því að Alþingi fari með ákæruvald. mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra áréttaði þá skoðun sína í dag að breyta þyrfti lögum um Landsdóm og ráðherraábyrgð sem fyrst. Þetta sagði hún þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hana út í málið á Alþingi.

„Ég tel að ekki sé heppilegt að ákæruvaldiið sé í höndum Alþingis," sagði Jóhanna á Alþingi í dag. En hún sagði að þau lög sem unnið var eftir í málinu gegn Geir hafi verið þau lög sem voru í gildi þegar ákvörðun um ákæruna gegn honum hafi verið tekin. Nú þegar það mál sé frá sé tækifæri til þess að breyta lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×