Innlent

Greiðir 140 þúsund í hraðasekt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumaður við hraðamælingar.
Lögreglumaður við hraðamælingar. mynd/ hilli.
Lögreglan á Suðurnesjum tók á dögunum pilt um tvítugt þegar bíll hans mældist á 154 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Hann þarf að borga um 140 þúsund krónur í sekt og á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu.

Lögreglan hefur verið með umferðarátak og stöðvað allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur. Auk unga piltsins mældust aðrir brotlegir ökumenn frá 116 kílómetra hraða og allt upp í 143 km. á klukkustund. Þeir eiga einnig yfir höfði sér sekargreiðslur upp á tugi þúsunda og sumir þeirra ökuleyfissviptingu að auki. Auk þessara ofangreindu gerðust þrír ökumenn til viðbótar brotlegir. Einn þeirra var ekki með ökuskírteini meðferðis, annar var með útrunnið ökuskírteini og hinn þriðji, karlmaður nær þrítugu, hafði aldrei hafa öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×