Fleiri fréttir Hagar stefnir Arion banka - vilja 824 milljónir Stjórn Haga hefur ákveðið að krefja Arion banka um rúmar áttahundruð og tuttugu milljónir króna vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum. Félagið telur að eftir dóm hæstaréttar í síðasta mánuði þurfi að endurreikna lánin aftur og hefur því ákveðið að höfða dómsmál til að fá skorið úr um réttmæti kröfunnar. Bankinn álítur hins vegar að dómurinn hafi takmarkað fordæmisgildi og eigi ekki við um lán Haga. 21.3.2012 19:30 Tveir í gæsluvarðhald - sá þriðji eftirlýstur Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir, sem eru báðir innan við tvítugt, voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á sprengju sem sprakk á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti 12 í miðborg Reykjavíkur og ráni í matvöruverslun í austurborginni. 21.3.2012 16:16 Banaslysið varð við þrif á togaranum Banaslysið um borð í íslenskum togara út af Straumsnesi á Ísafjarðardjúpi snemma í morgun varð þegar skipsverjar unnu við þrif á hreinsiborði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði. Tekin var skýrsla af áhafnarmeðlimum þegar togarinn kom um borð en presturinn á Ísafirði fór einnig um borð og ræddi við skipsverja. Rannsóknarnefnd sjóslysa tekur við málinu þegar rannsókn lögreglu er lokið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send með lækni, sem seig um borð í togarann snemma í morgun og úrskurðaði manninn látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 21.3.2012 15:43 Hertar kröfur vegna mengunar Með breytingu á reglugerð fellir umhverfisráðuneytið úr gildi sérákvæði starfandi sorpbrennslustöðva um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. 21.3.2012 10:00 Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. 21.3.2012 09:00 Gæsluvarðhald yfir Annþóri og Berki að renna út Gæsluvarðhald yfir hópi manna sem handteknir voru í umfangsmikilli lögreglurassíu í síðustu viku rennur út í dag. Lögmenn sumra þeirra, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, gerðu fastlega ráð fyrir því að krafist yrði framlengingar á varðhaldinu yfir að minnsta kosti einhverjum mannanna. 21.3.2012 08:00 Fyrsta skrofan á árinu sást við Eyjar Fyrsta skrofan sást við Vestmannaeyjar í gær, heldur fyrr en í fyrra. 21.3.2012 07:58 Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. 21.3.2012 07:30 Sprengjumennirnir ófundnir Mennirnir tveir, sem gerðu tilraun til að sprengja rúðu í úra- og skartgripaverslun við Bankastræti í Reykjavík í fyrrinótt, er ófundnir eftir því sem Fréttastofa kemst næst. 21.3.2012 07:10 Húsamýs komu til Íslands og Grænlands með víkingunum Ný rannsókn sýnir að víkingarnir sem sigldu frá Noregi til Íslands og síðar til Grænlands og Nýfundnalands báru með sér húsamýs til þessara landa á níundu öld. Sennilega hafa þær leynst í fóðri húsdýra sem víkingarnir fluttu með sér á ferðum sínum. 21.3.2012 07:03 Loðnuskipin flest búin með kvótann og hætt veiðum Loðnuskipin eru nú flest eða öll búin með kvóta sína og hætt veiðum. Skipin eru svonefnd fjölveiðiskip og taka nú kolmunnaveiðar við. 21.3.2012 06:59 Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. 21.3.2012 06:30 Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. 21.3.2012 06:00 Sigurrós ráðin á Hjálmars vakt Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir það koma sér á óvart að Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, skuli spyrjast fyrir um störf Sigurrósar Þorgrímsdóttur við ritun sögu Kópavogs. 21.3.2012 05:00 Slasaðist alvarlega um borð í togara Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara á Ísafjarðardjúpi snemma í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send með lækni, sem seig niður i togarann og var ákveðið að sigla með hinn slasaða í land og er læknirinn um borð, en þyrlan lenti á Ísafjarðarflugvelli og er þar til taks. Ekki er vitað hvernig slysið varð, en sjómaðurinn mun vera alvarlega slasaður. Togarinn er væntanlegur til hafnar nú um ellefu leitið. 21.3.2012 10:37 Stefán Máni: Glæpamenn skátadrengir miðað við gæjana í dag "Þeir menn sem ég var í sambandi við á þeim tíma voru skátadrengir miðað við gæjana sem maður sér í dag,“ sagði rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem skrifaði glæpabókina Svartur á leik fyrir um tíu árum síðan, í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar ræddi Sigmar Guðmundsson við Stefán Mána og Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um glæpaheiminn á Íslandi þá og nú. Tilefnið er að sjálfsögðu kvikmyndin Svartur á leik sem bregður ákaflega dökkri og ógeðfelldri mynd af glæpaástandinu í kringum aldamótin síðustu. 20.3.2012 20:19 Nýtingarsamningar til 20 ára í nýrri heildarlöggjöf um fiskveiðar Gerðir verða nýtingarsamningar til 20 ára við kvótaeigendur samkvæmt nýrri heildarlöggjöf um stjórn fiskveiða en undirbúningur þess er á lokametrunum og er stefnt að því að kynna frumvarp á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekkert samráð hafi verið haft við útvegsmenn. 20.3.2012 18:28 Saga er fimm milljónasti Norðmaðurinn - en um það er deilt Hún Saga Jónsdóttir Eldon fæddist klukkan 02:39 aðfaranótt 19. mars á sjúkrahúsi í Noregi. Sjónvarpsstöðin TV2 tók viðtal við nýbakaða foreldra stúlkunnar, ástæðan er sú að Norðmenn eru orðnir fimm milljónir talsins. Og hugsanlega er Saga litla fimm milljónasti Norðmaðurinn. 20.3.2012 17:49 Vigdís braut þingsköp Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gerðist brotleg við þingsköp samkvæmt niðurstöðu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Vigdís miðlaði upplýsingum af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á Facebook síðu sína áður en fundinum lauk. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, sleit þá fundinum sem fram fór 13. mars síðastliðinn. 20.3.2012 17:20 La Bohéme fær fjórar stjörnur í The Daily Telegraph Uppsetning Íslensku óperunnar á La Bohéme eftir Giacomo Puccini í Hörpunni fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá The Daily Telegraph. Frammistöðu leikaranna er hrósað og fer gagnrýnandi fögrum orðum um Eldborgarsal Hörpunnar. 20.3.2012 17:14 Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision Íslandi er spáð 12. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Aserbaídjan í maí. Samkvæmt breska veðbankanum William Hill er Svíum spáð sigri, Rússum öðru sæti og Dönum því þriðja. 20.3.2012 16:37 Helmingurinn ók of hratt Næstum því helmingur ökumanna sem óku í vesturátt í Dalsmára, við Lækjarsmára í Kópavogi í dag, keyrðu of hratt eða yfir afskiptahraða. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 75 ökutæki akstursleiðina og óku 35 of hratt. 20.3.2012 16:33 Tillaga um grænt hagkerfið samþykkt Þingsályktunartillaga um eflingu græna hagkerfisins var samþykkt á Alþingi í dag með 43 samhljóða atkvæðum. Í tillögunni eru lagðar til samtals 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið hér á landi. 20.3.2012 16:07 Villa í útboðsgögnum Eimskip, Samskip og Sæfærðir buðu í rekstur á Vestmannaeyjaferju fyrir árin 2012 til 2014 en opna átti tilboðin í dag. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, kom í ljós galli í svokallaðir vægistöflu í útboðsgögnunum svo fresta þarf opnunni um viku. Fyrirtækin þrjú fá því að fara yfir útboðsgögnin aftur og skila inn tilboðum. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í rekstur á ferjuleiðinni á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar annars vegar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar hinsvegar. 20.3.2012 15:33 Hells Angels hættir við málshöfðun Hells Angels á Íslandi og Einar Boom Marteinsson, forseti samtakanna, hafa dregið til baka meiðyrðamál sem höfðað var á hendur Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og íslenska ríkinu þann 10. janúar síðastliðinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 20.3.2012 15:30 Sprengjumenn ófundnir Mennirnir tveir sem talið er að hafi sprengt rúðu í skartgripaverslun í Bankastræti á sjötta tímanum í morgun eru enn ófundir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn enn í fullum gangi en ekki fást frekari upplýsingar um gang hennar. 20.3.2012 13:48 Lýst eftir kerru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir kerru sem var stolið úr bílskýli við Sóleyjarima í Reykjavík í síðustu viku. Kerran er nýleg, galvaniseruð, grá og vel með farin. Hún er á hvítum felgum og fram og afturgaflar hennar eru opnanlegir. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kerran er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is. 20.3.2012 13:39 Kosið um stjórnarskrá og fimm lykilmál samhliða forsetakosningum Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að kosið verði um tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá og fimm grundvallarmál samhliða forsetakosningum hinn 30. júní næstkomandi. 20.3.2012 12:16 Lóan að kveða burt snjóinn - mikill hiti um helgina Lóan sem sást í Hvalfjarðarsveit í gær er komin til að kveða burt snjóinn ef marka má veðurspá næstu daga. Hitinn gæti farið yfir fimmtán gráður á Norður- og Austurlandi um helgina. 20.3.2012 12:01 Vinsælasta rúðan í bænum til að brjóta "Það er ekki skemmtilegt að lenda í svona, þetta er leiðinleg tilfinning," segir Ólafur G. Jósefsson, eigandi GÞ Skartgripir og úr í Bankastrætinu í miðbæ Reykjavíkur. Öflug sprengja var límd utan á rúðu skartgripaverslunarinnar á sjötta tímanum í morgun og heyrðist hár hvellur um nágrennið. Sprengjubrot fundust í allt að 30 metra fjarlægð. 20.3.2012 10:20 Vinna fyrrum bæjarfulltrúa sé skýrð „Það er ekki auðvelt að draga þennan kostnað saman þar sem hann er ekki alltaf sérgreindur, heldur samþættist öðrum kostnaði hjá bænum,“ segir í svari Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúans Hjálmars Hjálmarssonar um heildarkostnað bæjarins við ritun Sögu Kópavogs. 20.3.2012 10:00 Tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar nú en fyrir áratug Á síðastliðnum 10 árum hefur fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi tvöfaldast. Þann 1. janúar 2012 voru skráðir hérlendis 20.957 erlendir ríkisborgarar, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 6,6% samanborið við 3,4% árið 2002. Aftur á móti fækkaði erlendum ríkisborgurum milli 2011 og 2012 um 186. Hlutfall erlendra ríkisborgara stóð þó í stað. 20.3.2012 09:12 Lækka virðisaukaskatt á græna bíla Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 20.3.2012 09:00 Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum "Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn,“ segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. 20.3.2012 08:00 Féll af baki og dróst á eftir hestinum Karlmaður, sem var að prófa reiðhest við hesthúsahverfið að Landsenda um átta leitið í gærkvöldi, slasaðist þegar hann féll af baki. 20.3.2012 07:43 Öflug sprengja sprakk í Bankastræti Öflug sprengja var sprengd á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti klukkan korter fyrir fimm í morgun og segir lögregla að hætta hafi skapast af af henni. 20.3.2012 07:02 Fleiri gerðir húsnæðislána í boði en áður Valkostum húsnæðiskaupenda á lánamarkaði hefur fjölgað með tilkomu óverðtryggðra fasteignalána. Til margs ber að líta þegar lánagerð er valin en væntingar um verðbólgu og vexti eru lykilatriði. Fréttablaðið gerði stuttan samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum fastvaxtalánum. 20.3.2012 07:00 Þrír karlmenn handteknir í nótt grunaðir um innbrot Lögreglan handtók i nótt þrjá karlmenn, grunaða um innbrot í tölvulager í iðnaðarhúsi við Höfðabakka. 20.3.2012 06:55 ESB flýtir ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar svo málið verði útkljáð þegar viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarvilðræðum Íslands að sambandinu hefjast í næsta mánuði. 20.3.2012 06:43 Víða vandræði vegna illviðris og ófærðar Björgunarsveitarmenn í Búðardal voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í föstum bílum á Bröttubrekku, en þar var illviðri eins og víða um vestanvert landið í gærkvöldi. 20.3.2012 06:39 Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. 20.3.2012 06:00 Lýsti eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar - upplifði þöggun "Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. 19.3.2012 21:29 Ögmundur gekk hálf lamaður út af Svörtum á leik „Ég fór að sjá myndina í gærkvöldi, og hún var hrikaleg," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, en hann fór að sjá kvikmyndina Svartur á leik í boði Reykjavík síðdegis. Í viðtali á Bylgjunni lýsti Ögmundur upplifun sinni af myndinni. Og það er ljóst að hún hreyfði við ráðherranum. 19.3.2012 21:00 Ætla að telja allar kanínur í Reykjavík Fyrsta almenna kanínutalningin fer nú fram í Reykjavík. Með henni á að reyna að finna út hversu margar villtar kanínur er að finna innan borgarmarkanna. 19.3.2012 20:00 Lóan er komin - varað við ísingu og éljahryðjum Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. 19.3.2012 19:42 Sjá næstu 50 fréttir
Hagar stefnir Arion banka - vilja 824 milljónir Stjórn Haga hefur ákveðið að krefja Arion banka um rúmar áttahundruð og tuttugu milljónir króna vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum. Félagið telur að eftir dóm hæstaréttar í síðasta mánuði þurfi að endurreikna lánin aftur og hefur því ákveðið að höfða dómsmál til að fá skorið úr um réttmæti kröfunnar. Bankinn álítur hins vegar að dómurinn hafi takmarkað fordæmisgildi og eigi ekki við um lán Haga. 21.3.2012 19:30
Tveir í gæsluvarðhald - sá þriðji eftirlýstur Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir, sem eru báðir innan við tvítugt, voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á sprengju sem sprakk á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti 12 í miðborg Reykjavíkur og ráni í matvöruverslun í austurborginni. 21.3.2012 16:16
Banaslysið varð við þrif á togaranum Banaslysið um borð í íslenskum togara út af Straumsnesi á Ísafjarðardjúpi snemma í morgun varð þegar skipsverjar unnu við þrif á hreinsiborði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði. Tekin var skýrsla af áhafnarmeðlimum þegar togarinn kom um borð en presturinn á Ísafirði fór einnig um borð og ræddi við skipsverja. Rannsóknarnefnd sjóslysa tekur við málinu þegar rannsókn lögreglu er lokið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send með lækni, sem seig um borð í togarann snemma í morgun og úrskurðaði manninn látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 21.3.2012 15:43
Hertar kröfur vegna mengunar Með breytingu á reglugerð fellir umhverfisráðuneytið úr gildi sérákvæði starfandi sorpbrennslustöðva um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. 21.3.2012 10:00
Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. 21.3.2012 09:00
Gæsluvarðhald yfir Annþóri og Berki að renna út Gæsluvarðhald yfir hópi manna sem handteknir voru í umfangsmikilli lögreglurassíu í síðustu viku rennur út í dag. Lögmenn sumra þeirra, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, gerðu fastlega ráð fyrir því að krafist yrði framlengingar á varðhaldinu yfir að minnsta kosti einhverjum mannanna. 21.3.2012 08:00
Fyrsta skrofan á árinu sást við Eyjar Fyrsta skrofan sást við Vestmannaeyjar í gær, heldur fyrr en í fyrra. 21.3.2012 07:58
Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. 21.3.2012 07:30
Sprengjumennirnir ófundnir Mennirnir tveir, sem gerðu tilraun til að sprengja rúðu í úra- og skartgripaverslun við Bankastræti í Reykjavík í fyrrinótt, er ófundnir eftir því sem Fréttastofa kemst næst. 21.3.2012 07:10
Húsamýs komu til Íslands og Grænlands með víkingunum Ný rannsókn sýnir að víkingarnir sem sigldu frá Noregi til Íslands og síðar til Grænlands og Nýfundnalands báru með sér húsamýs til þessara landa á níundu öld. Sennilega hafa þær leynst í fóðri húsdýra sem víkingarnir fluttu með sér á ferðum sínum. 21.3.2012 07:03
Loðnuskipin flest búin með kvótann og hætt veiðum Loðnuskipin eru nú flest eða öll búin með kvóta sína og hætt veiðum. Skipin eru svonefnd fjölveiðiskip og taka nú kolmunnaveiðar við. 21.3.2012 06:59
Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. 21.3.2012 06:30
Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. 21.3.2012 06:00
Sigurrós ráðin á Hjálmars vakt Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir það koma sér á óvart að Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, skuli spyrjast fyrir um störf Sigurrósar Þorgrímsdóttur við ritun sögu Kópavogs. 21.3.2012 05:00
Slasaðist alvarlega um borð í togara Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara á Ísafjarðardjúpi snemma í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send með lækni, sem seig niður i togarann og var ákveðið að sigla með hinn slasaða í land og er læknirinn um borð, en þyrlan lenti á Ísafjarðarflugvelli og er þar til taks. Ekki er vitað hvernig slysið varð, en sjómaðurinn mun vera alvarlega slasaður. Togarinn er væntanlegur til hafnar nú um ellefu leitið. 21.3.2012 10:37
Stefán Máni: Glæpamenn skátadrengir miðað við gæjana í dag "Þeir menn sem ég var í sambandi við á þeim tíma voru skátadrengir miðað við gæjana sem maður sér í dag,“ sagði rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem skrifaði glæpabókina Svartur á leik fyrir um tíu árum síðan, í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar ræddi Sigmar Guðmundsson við Stefán Mána og Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um glæpaheiminn á Íslandi þá og nú. Tilefnið er að sjálfsögðu kvikmyndin Svartur á leik sem bregður ákaflega dökkri og ógeðfelldri mynd af glæpaástandinu í kringum aldamótin síðustu. 20.3.2012 20:19
Nýtingarsamningar til 20 ára í nýrri heildarlöggjöf um fiskveiðar Gerðir verða nýtingarsamningar til 20 ára við kvótaeigendur samkvæmt nýrri heildarlöggjöf um stjórn fiskveiða en undirbúningur þess er á lokametrunum og er stefnt að því að kynna frumvarp á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekkert samráð hafi verið haft við útvegsmenn. 20.3.2012 18:28
Saga er fimm milljónasti Norðmaðurinn - en um það er deilt Hún Saga Jónsdóttir Eldon fæddist klukkan 02:39 aðfaranótt 19. mars á sjúkrahúsi í Noregi. Sjónvarpsstöðin TV2 tók viðtal við nýbakaða foreldra stúlkunnar, ástæðan er sú að Norðmenn eru orðnir fimm milljónir talsins. Og hugsanlega er Saga litla fimm milljónasti Norðmaðurinn. 20.3.2012 17:49
Vigdís braut þingsköp Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gerðist brotleg við þingsköp samkvæmt niðurstöðu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Vigdís miðlaði upplýsingum af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á Facebook síðu sína áður en fundinum lauk. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, sleit þá fundinum sem fram fór 13. mars síðastliðinn. 20.3.2012 17:20
La Bohéme fær fjórar stjörnur í The Daily Telegraph Uppsetning Íslensku óperunnar á La Bohéme eftir Giacomo Puccini í Hörpunni fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá The Daily Telegraph. Frammistöðu leikaranna er hrósað og fer gagnrýnandi fögrum orðum um Eldborgarsal Hörpunnar. 20.3.2012 17:14
Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision Íslandi er spáð 12. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Aserbaídjan í maí. Samkvæmt breska veðbankanum William Hill er Svíum spáð sigri, Rússum öðru sæti og Dönum því þriðja. 20.3.2012 16:37
Helmingurinn ók of hratt Næstum því helmingur ökumanna sem óku í vesturátt í Dalsmára, við Lækjarsmára í Kópavogi í dag, keyrðu of hratt eða yfir afskiptahraða. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 75 ökutæki akstursleiðina og óku 35 of hratt. 20.3.2012 16:33
Tillaga um grænt hagkerfið samþykkt Þingsályktunartillaga um eflingu græna hagkerfisins var samþykkt á Alþingi í dag með 43 samhljóða atkvæðum. Í tillögunni eru lagðar til samtals 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið hér á landi. 20.3.2012 16:07
Villa í útboðsgögnum Eimskip, Samskip og Sæfærðir buðu í rekstur á Vestmannaeyjaferju fyrir árin 2012 til 2014 en opna átti tilboðin í dag. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, kom í ljós galli í svokallaðir vægistöflu í útboðsgögnunum svo fresta þarf opnunni um viku. Fyrirtækin þrjú fá því að fara yfir útboðsgögnin aftur og skila inn tilboðum. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í rekstur á ferjuleiðinni á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar annars vegar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar hinsvegar. 20.3.2012 15:33
Hells Angels hættir við málshöfðun Hells Angels á Íslandi og Einar Boom Marteinsson, forseti samtakanna, hafa dregið til baka meiðyrðamál sem höfðað var á hendur Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og íslenska ríkinu þann 10. janúar síðastliðinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 20.3.2012 15:30
Sprengjumenn ófundnir Mennirnir tveir sem talið er að hafi sprengt rúðu í skartgripaverslun í Bankastræti á sjötta tímanum í morgun eru enn ófundir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn enn í fullum gangi en ekki fást frekari upplýsingar um gang hennar. 20.3.2012 13:48
Lýst eftir kerru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir kerru sem var stolið úr bílskýli við Sóleyjarima í Reykjavík í síðustu viku. Kerran er nýleg, galvaniseruð, grá og vel með farin. Hún er á hvítum felgum og fram og afturgaflar hennar eru opnanlegir. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kerran er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is. 20.3.2012 13:39
Kosið um stjórnarskrá og fimm lykilmál samhliða forsetakosningum Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að kosið verði um tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá og fimm grundvallarmál samhliða forsetakosningum hinn 30. júní næstkomandi. 20.3.2012 12:16
Lóan að kveða burt snjóinn - mikill hiti um helgina Lóan sem sást í Hvalfjarðarsveit í gær er komin til að kveða burt snjóinn ef marka má veðurspá næstu daga. Hitinn gæti farið yfir fimmtán gráður á Norður- og Austurlandi um helgina. 20.3.2012 12:01
Vinsælasta rúðan í bænum til að brjóta "Það er ekki skemmtilegt að lenda í svona, þetta er leiðinleg tilfinning," segir Ólafur G. Jósefsson, eigandi GÞ Skartgripir og úr í Bankastrætinu í miðbæ Reykjavíkur. Öflug sprengja var límd utan á rúðu skartgripaverslunarinnar á sjötta tímanum í morgun og heyrðist hár hvellur um nágrennið. Sprengjubrot fundust í allt að 30 metra fjarlægð. 20.3.2012 10:20
Vinna fyrrum bæjarfulltrúa sé skýrð „Það er ekki auðvelt að draga þennan kostnað saman þar sem hann er ekki alltaf sérgreindur, heldur samþættist öðrum kostnaði hjá bænum,“ segir í svari Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúans Hjálmars Hjálmarssonar um heildarkostnað bæjarins við ritun Sögu Kópavogs. 20.3.2012 10:00
Tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar nú en fyrir áratug Á síðastliðnum 10 árum hefur fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi tvöfaldast. Þann 1. janúar 2012 voru skráðir hérlendis 20.957 erlendir ríkisborgarar, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 6,6% samanborið við 3,4% árið 2002. Aftur á móti fækkaði erlendum ríkisborgurum milli 2011 og 2012 um 186. Hlutfall erlendra ríkisborgara stóð þó í stað. 20.3.2012 09:12
Lækka virðisaukaskatt á græna bíla Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 20.3.2012 09:00
Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum "Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn,“ segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. 20.3.2012 08:00
Féll af baki og dróst á eftir hestinum Karlmaður, sem var að prófa reiðhest við hesthúsahverfið að Landsenda um átta leitið í gærkvöldi, slasaðist þegar hann féll af baki. 20.3.2012 07:43
Öflug sprengja sprakk í Bankastræti Öflug sprengja var sprengd á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti klukkan korter fyrir fimm í morgun og segir lögregla að hætta hafi skapast af af henni. 20.3.2012 07:02
Fleiri gerðir húsnæðislána í boði en áður Valkostum húsnæðiskaupenda á lánamarkaði hefur fjölgað með tilkomu óverðtryggðra fasteignalána. Til margs ber að líta þegar lánagerð er valin en væntingar um verðbólgu og vexti eru lykilatriði. Fréttablaðið gerði stuttan samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum fastvaxtalánum. 20.3.2012 07:00
Þrír karlmenn handteknir í nótt grunaðir um innbrot Lögreglan handtók i nótt þrjá karlmenn, grunaða um innbrot í tölvulager í iðnaðarhúsi við Höfðabakka. 20.3.2012 06:55
ESB flýtir ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar svo málið verði útkljáð þegar viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarvilðræðum Íslands að sambandinu hefjast í næsta mánuði. 20.3.2012 06:43
Víða vandræði vegna illviðris og ófærðar Björgunarsveitarmenn í Búðardal voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í föstum bílum á Bröttubrekku, en þar var illviðri eins og víða um vestanvert landið í gærkvöldi. 20.3.2012 06:39
Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. 20.3.2012 06:00
Lýsti eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar - upplifði þöggun "Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. 19.3.2012 21:29
Ögmundur gekk hálf lamaður út af Svörtum á leik „Ég fór að sjá myndina í gærkvöldi, og hún var hrikaleg," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, en hann fór að sjá kvikmyndina Svartur á leik í boði Reykjavík síðdegis. Í viðtali á Bylgjunni lýsti Ögmundur upplifun sinni af myndinni. Og það er ljóst að hún hreyfði við ráðherranum. 19.3.2012 21:00
Ætla að telja allar kanínur í Reykjavík Fyrsta almenna kanínutalningin fer nú fram í Reykjavík. Með henni á að reyna að finna út hversu margar villtar kanínur er að finna innan borgarmarkanna. 19.3.2012 20:00
Lóan er komin - varað við ísingu og éljahryðjum Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. 19.3.2012 19:42