Innlent

Helmingurinn ók of hratt

Næstum því helmingur ökumanna sem óku í vesturátt í Dalsmára, við Lækjarsmára í Kópavogi í dag, keyrðu of hratt eða yfir afskiptahraða. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 75 ökutæki akstursleiðina og óku 35 of hratt.

Sá sem hraðast ók mældist á 58 kílómetra hraða en í götunni er 30 kílómetra hámarkshraði. Vöktun lögreglunnar í Dalsmára er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en einnig voru brot ökumanna í Hafnarfirði mynduð í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×