Innlent

Sprengjumenn ófundnir

GÞ Skartgripir og úr er í Bankastræti 12. Sjá má á myndinni hvar tréplata hefur verið sett í staðinn fyrir rúðuna sem sprakk.
GÞ Skartgripir og úr er í Bankastræti 12. Sjá má á myndinni hvar tréplata hefur verið sett í staðinn fyrir rúðuna sem sprakk. mynd/Sigurjón
Mennirnir tveir sem talið er að hafi sprengt rúðu í skartgripaverslun í Bankastræti á sjötta tímanum í morgun eru enn ófundir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn enn í fullum gangi en ekki fást frekari upplýsingar um gang hennar.

Sprengjan var límd utan á rúðuna áður en hún sprakk. Vaktmaður í Stjórnarráðinu tilkynnti lögreglu um mjög háan hvell og þegar hún kom á vettvang, var rúðan, sem er úr tvöföldu öryggisgleri með plastfilmu milli laga, öll kross sprungin og skemmdir voru á körmunum.

Þeir sem vita um mannaferðir í Bankastrætinu um klukkan korter yfir fimm í morgun eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Öflug sprengja sprakk í Bankastræti

Öflug sprengja var sprengd á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti klukkan korter fyrir fimm í morgun og segir lögregla að hætta hafi skapast af af henni.

Vinsælasta rúðan í bænum til að brjóta

"Það er ekki skemmtilegt að lenda í svona, þetta er leiðinleg tilfinning," segir Ólafur G. Jósefsson, eigandi GÞ Skartgripir og úr í Bankastrætinu í miðbæ Reykjavíkur. Öflug sprengja var límd utan á rúðu skartgripaverslunarinnar á sjötta tímanum í morgun og heyrðist hár hvellur um nágrennið. Sprengjubrot fundust í allt að 30 metra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×