Innlent

Tillaga um grænt hagkerfið samþykkt

Þingsályktunartillaga um eflingu græna hagkerfisins var samþykkt á Alþingi í dag með 43 samhljóða atkvæðum. Í tillögunni eru lagðar til samtals 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið hér á landi.

Þar á meðal að allir nýir rammasamningar ríkisins um innkaup uppfylli viðmið í umhverfisskilyrðum í þeim vöruflokkum þar sem slík skilyrði hafa verið útbúin. Einnig að efnt verði til fimm ára átaksverkefnis með það að markmiði að auka erlendar fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi hér á landi.

Þá segir að Alþingi, öll ráðuneyti og allar stofnanir ráðuneyta taki upp markvisst umhverfisstarf til að bæta nýtingu og draga úr sóun og öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið, bæði beinum og óbeinum, með hliðsjón af staðlinum ISO 14001. „Liður í þessu þarf að vera átak í sjálfbærnimennt innan ríkisstofnana, með sérstakri áherslu á forystuhlutverk slíkra stofnana á sviði sjálfbærrar þróunar og með hliðsjón af markmiðum Áratugar Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar."

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Hægt er að lesa þingsályktunartillöguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×