Fleiri fréttir

Fundu sprengjumann á Facebook - ógnaði sérsveit með hníf

Rétt tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn um miðnætti, en á heimili hans fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Sérsveit ríkislögreglustjórans yfirbugaði manninn eftir að hann ógnaði þeim með hníf.

Miðaldra kona trylltist á slysadeild

Kona á miðjum aldri, trylltist á slysadeild Landspítalans í nótt og hótaði starfsfólki og lögreglu með skærum, sem hún hrifsaði úr vasa starfsmanns.

Þjóðin sjálf finnur sér forsetaefni

Ólafur Ragnar segir að það sé þjóðin sjálf sem finni sér forsetaefni, í samræðum inni á heimilum, á vinnustöðum og heima í héruðum. Það væri ekki hlutverk fjölmiðlanna að finna forsetaframbjóðandann heldur fólksins. Það eru engin dæmi um þess að frambjóðandi lýsi yfir áhuga á framboði og fari svo og leiti sér stuðnings. Það gerist ekki þannig," sagði forsetinn.

Fimm hundar útskrifuðust úr lögregluskólanum í dag

Fimm hundar útskrifuðust úr lögregluskólanum í dag, þar af þrír fíkniefnaleitarhundar frá lögreglu, einn frá Fangelsismálastofnun og þá útskrifaðist sprengjuleitarhundur hjá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Tengivagn fullur af diselolíu valt í Borgarhreppi

Tengivagn, fullur af díselolíu, valt skammt frá bænum Beigalda í Borgarhreppi, á þjóðvegi eitt nokkra kílómetra norðan við Borgarnes um ellefuleytið í morgun. Á vef Skessuhorns segir að bílstjóra olíuflutningabílsins sakaði ekki þar sem bíllinn hélst á veginum.

Lýst eftir Sigurði Brynjari

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar sem er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður er þrekvaxinn og um 180 sm. að hæð.

Heldur áfram að taka saman gögn og upplýsingar um búsáhaldabyltinguna

"Hann er bara að taka saman gögn og upplýsingar,“ svaraði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, spurður um skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns, sem lét þau umdeildu ummæli falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær, að hann hefði það á tilfinningunni að búsáhaldabyltingunni í janúar árið 2009, hafi verið stýrt af þingmönnum sem sátu inni á Alþingi á þeim tíma.

Síminn biðst afsökunar

Símanum þykir leitt að þau mistök urðu að upphaflegu erindi frá kvartanda, sem barst haustið 2008, var ekki svarað fyrr en ári síðar þegar lögmaður kvartanda ítrekaði erindið. Síminn hefur beðist afsökunar á því í svörum sínum til Póst- og fjarskiptastofnunar, en einkum til kvartanda sem hefur fyrir vikið þurft að bíða mun lengur en eðlilegt er eftir niðurstöðu í málinu.

Gróðurhúsalömpum og gasgrilli stolið

Brotist var inn í gróðurhús í Laugarási aðfaranótt síðastliðins fimmtudags og þaðan stolið sex gróðurhúsalömpum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Maður sem var þar á ferð um kl. 03:30 sá til tveggja einstaklinga sem voru á ferð í bifreið við gróðurhúsið. Fljótlega eftir að innbrotið uppgötvaðist féll grunur á konu og karl.

Ólafur fær undirskriftirnar afhentar og boðar til blaðamannafundar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti fær klukkan rúmlega fjögur í dag afhentan undirskriftalista þar sem hann er hvattur til þess að gefa kost á sér til endurkjörs. Hópur fólks stóð að söfnun undirskriftanna og áður en yfir lauk höfðu um 31 þúsund manns skorað á forsetann. Á meðal þeirra sem stóðu fyrir söfnuninni voru Baldur Óskarsson, Guðni Ágústsson og Ragnar Arndalds.

Harpa vinnur til verðlauna

Harpa hefur verið valið besta listviðburðarhúsið í samkeppni sem haldin er af alþjóðlegu ferðatímariti, Travel & Leisure, en þar velur virtur hópur dómara bestu byggingar, söfn, veitingastaði, almenningsrými og hótel í heimi. Í umsögn dómnefndar kemur fram að einstakt samstarf arkitekta við listamanninn Ólaf Elíasson skapi byggingu sem líki eftir risavaxinni kviksjá að kvöldlagi sem bæði varpi fram ljósum og endurspegli þeim úr umhverfi sínu með stórfenglegum hætti.

Ræningi í gæsluvarðhald

Ungur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um rán í Fjölumboðinu við Skipagötu á Akureyri í hádeginu á fimmtudag.

1.200 íslenskar kvikmyndir á sama stað

Gagnagrunnur um íslenska kvikmyndagerð með rúmlega 1.200 titlum og tæplega átta þúsund einstaklingum hefur verið opnaður á síðunni Kvikmyndavefurinn.is.

Starfsmaður kærður til lögreglu og sendur í leyfi

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að kæra starfsmann Símans til lögreglu fyrir að skoða símtalaskrá fyrrverandi konu sinnar. Þá verður Síminn jafnframt kærður til lögreglu fyrir brot á fjarskiptalögum við meðferð málsins. Þetta kemur fram í ákvörðun PFS sem birt verður opinberlega í vikunni og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Fimm unglingar í hassvímu við golfvöll

Fimm unglingar, 16 til 17 ára voru handteknir við golfskálann í Hafnarfirði upp úr miðnætti eftir að megna kannabislykt lagði út úr bílnum þegar lögreglu bar að.

Setur stefnuna á að ná 100 blóðgjöfum

"Ég byrjaði að gefa blóð um leið og ég hafði aldur til, sennilega á átjánda afmælisdeginum mínum,“ segir Hafdís Karlsdóttir sem náði þeim merka áfanga á dögunum að verða yngsta konan frá upphafi til að gefa blóð oftar en 35 sinnum, tæplega 29 ára gömul.

Steingrímur sló á áhyggjur bænda

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, færði Búnaðarþingsfulltrúum þær fréttir í gær að hafi hann einhvern tímann efast um aðild Íslands að Evrópusambandinu þá hafi hann frekar styrkst í þeirri skoðun en hitt.

Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna

Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins.

Það verður að fara í almennar aðgerðir

Helgi Hjörvar kvartar yfir umræðu um skuldamál. Ýmist telji menn að hægt sé að gera allt fyrir alla án kostnaðar eða að ekkert sé hægt að gera. Hann vill innleysa skatttekjur á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað, nýta 20 milljarða króna afslátt sem lífeyrissjóðir fengu á húsnæðislánum og að bankarnir komi til móts við lántakendur. Þannig sé hægt að koma til móts við stóran hóp lántakenda.

Meintur dólgur ekki skoðaður

Rannsóknardeild lögreglunnar hefur ekki og mun ekki hafa samband við vefmiðilinn Pressuna til að fá upplýsingar um mann sem segist flytja inn vændiskonur hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður ekkert aðhafst í málinu sökum þess að fjölmiðlar gefi ekki að jafnaði upp heimildarmenn sína.

Ninja fremst meðal hunda

Ninja, sem er af tegundinni Siberian Husky, var valin besti hundur alþjóðlegrar hundasýningar Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um helgina á nýju sýningarsvæði að Klettagörðum.

Loðnan mokveiðist uppi í harða landi

Loðnuflotinn var í gær í mokveiði utan við Grindavík. Stór köst fengust um morguninn úr stærstu torfunni við Reykjanesið. Yfir 400 þúsund tonn eru þegar komin á land og hrognataka og frysting hefst í vikunni.

Bíða oft lengi eftir greiningu

Ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu segir langan tíma oft líða frá krabbameinssjúklingar byrja að leita til lækna þar til þeir greinast. Mikilvægt sé að læknar séu vakandi fyrir því að leita að krabbameini en þriðji hver Íslendingur greinist með það einhverntímann á lífsleiðinni.

Sextán ára stúlku nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi

Sextán ára stúlka leitaði undir morgun á neyðarmóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa greint lögreglu frá því að henni hafi verið nauðgað af nokkrum mönnum í miðbæ Reykjavíkur. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið.

Á 140 kílómetra hraða á Skeiðarvegi

Ökumaður sem var að keyra á Skeiðarvegi, sem liggur frá þjóðveginum og að Flúðum, var tekinn á 140 kílómetra hraða skömmu eftir hádegið í dag. Hann á von á níutíu þúsund króna sekt og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að allir vegir í umdæminu séu auðir en í gær fór nokkrir bílar út af vegna mikils krap sem var á vegunum.

Illa tognuð á Esjunni

Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæ voru kallaðar út eftir hádegi í dag vegna göngukonu sem slasaðist í Esjunni. Konan féll við á gömlu gönguleiðinni á Kerhólakambi, beint fyrir ofan Esjuberg og er talið að hún sé illa tognuð á fæti. Um 15-20 björgunarsveitamenn taka þátt í að aðstoða hana niður af fjallinu.

Pilturinn kominn í leitirnar

Pilturinn sem leitað var að í grennd við Sundlaugina í Kópavogi, á Borgarholtsbraut, í morgun er fundinn. Ekkert amaði að piltinum, að sögn föður hans, en hann hafði farið heim til vinar síns.

Geir Jón: Búsáhaldarbyltingunni var stjórnað af alþingismönnum

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að búsáhaldarbyltingin í janúar árið 2009 hafi verið stýrt af þingmönnum sem sátu inni á Alþingi. Í viðtali við þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun sagði Geir Jón að ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmálum og eru enn í dag. Hann hafi reynt að tala við fólk sem stóð þeim næst og beðið um að þarna yrði tekið á málum. Hann segir að níu lögreglumenn hafi slasast í átökunum árið 2009 og það hafi ekki munað miklu að allt færi á versta veg.

Ívar spenntur fyrir Óskarnum - Allt í beinni á Stöð 2 í kvöld

"Maður er búinn að gera þetta í nokkur ár, þetta verður bara skemmtileg upplifun,“ segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram í kvöld og mun Ívar lýsa beint frá hátíðinni á Stöð 2 ásamt Skarphéðni Guðmundssyni.

Þyrlan sækir mann með bráðaofnæmi

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú fyrir stundu í Landmannalaugum en þangað fór hún að sækja mann sem er með bráðaofnæmi. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er læknir á staðnum en maðurinn er ekki talinn vera í bráðri hættu. Hann verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Förum ekki aftur í kosningabaráttu með kjörorðið "Stöndum utan ESB"

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir að öllum flokksmönnum VG sé ljóst að samningaviðræðunum við Evrópusambandið verði að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar, sem fram fara á næsta ári. Hann segir að flokkurinn fari ekki aftur í kosningabaráttu undir kjörorðinu: "Sækjum aldrei um aðild að ESB" eins og gert var fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Jón á heimasíðu sinni. Þá segir hann að flokkurinn geti ekki heldur farið í kosningabaráttu með slagorðið "Stöndum utan ESB" með umsókn um aðild og aðlögun að ESB á fullu. "Ég hef lagt til að kosið verði um ESB í sumar. Ögmundur Jónasson lýsti þeirri skoðun sinni að Alþingi ætti núfyrir vorið að ákveða dagsetningu fyrir lok viðræðnanna sem yrðu að ljúka vel fyrir næstu alþingiskosningar. Fleiri fundarmenn tóku undir þessar skoðanir okkar Ögmundar en enginn andmælti þeim,“ segir Jón og vísar þar til flokksráðsfundsins sem haldin var um helgina.

Lokað í Skálafelli og Bláfjöllum

Lítið skíðafæri er á höfuðborgarsvæðinu í dag og lokað bæði í Skálafelli og Bláfjöllum. Skíðamenn á norður og austurlandi geta hins vegar farið að taka til búnaðinn og smyrja nesti því opið er í Hlíðarfjalli á Akureyri, skíðasvæðinu á Sigufirði og í Oddskarði frá tíu til fjögur í dag, einnig er opið í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík frá ellefu til fjögurþ

Kom sér sjálfur á slysadeild handleggs- og fótbrotinn

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í Skútuhrauni. Þar mun hafa verið ráðist á pilt, hann laminn illa, troðið ofaní skott á bifreið og hent út í Mjóddinni. Hann mun hafa komið sér sjálfur á slysadeild þrátt fyrir að vera bæði handleggs og fótbrotinn auk annarra áverka. Málið er í rannsókn.

Stúlka kærði nauðgun til lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi í Kópavogi klukkan korter yfir fimm í nótt þar sem stúlka greindi frá því að sér hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í ótilteknu húsasundi. Stúlkan hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumenn fóru með stúlkuna á slysadeild þar sem hún gekkst undir skoðun. Unnið er að rannsókn málsins.

Sakaður um að hafa lamið sambýliskonu sína

Lögregla var kölluð að Hrafnhólum í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun vegna heimilsofbeldis. Þar var karlmaður handtekinn, færður útaf heimili sínu og vistaður í fangageymslu. Hann er sakaður um að hafa lamið sambýliskonu sína. Á heimilinu var 12 ára barn.

Starfsfólk tók bíllyklana af viðskiptavini

Starfsfólk á veitingastað í Hafnarfirði kom í veg fyrir að ölvaður einstaklingur settist undir stýri um klukkan hálf þrjú í nótt. Lögreglan var kölluð á staðinn en tilkynnt var um mjög ölvaðan mann sem hafði reynt að aka frá veitingastaðnum. Þegar lögreglan kom á staðinn var starfsfólkið búið að taka bíllyklana af manninum svo hann komst hvergi. Lögreglan tók svo við lyklunum. Ekki er ljóst hvað varð um manninn, hvort honum var skutlað heim eða þurfti að fara gangandi.

Hefur þú séð 7 ára pilt í grennd við Sundlaugina í Kópavogi?

Ungur piltur hvarf frá forráðamönnum sínum fyrir utan sundlaugina í Kópavogi, á Borgarholtsbraut, um klukkan ellefu í morgun. Pilturinn er sjö ára gamall og er klæddur í svartar buxur, bláan jakka, svört stígvéli og er með bláa húfu. Ef einhver veit um ferðir piltsins er viðkomandi beðinn um að hafa samband við föður hans, Ívar, í síma 615-4349 eða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

Dauðlangar að vinna á Íslandi

Tónskáldið Atli Örvarsson hefur búið í Bandaríkjunum í nítján ár og samið tónlist við mýmargar Hollywood-kvikmyndir, sjónvarpsþætti og fleira. Kjartan Guðmundsson ræddi við Atla um fortíðina í poppinu og hugmyndaþurrð í draumaverksmiðjunni.

Sjá næstu 50 fréttir