Innlent

Ræningi í gæsluvarðhald

Ungur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um rán í Fjölumboðinu við Skipagötu á Akureyri í hádeginu á fimmtudag.

Þar ógnaði hann afgreiðslumanni og komst undan með töluverða peningaupphæð. Aðfararnótt laugardags handtók lögregla manninn á númeralausum og ótryggðum bíl og reyndist hann í mjög annarlegu ástandi.

Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardag, en yfirheyrslur yfir honum hefjast ekki fyrir alvöru fyrr en í dag, því hann hafði ekki náð áttum um helgina. Lögregla gefur ekki upp hvort eitthvað af þýfinu hefur fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×