Fleiri fréttir Íhugaði sjálfsvíg vegna skulda - lögreglan bað um upplýsingar um hana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við Marinó G. Njálsson, sem er í hagsmunasamtökum heimilanna, á dögunum og bað hann um upplýsingar um konu á sextugsaldri sem íhugaði að taka eigið líf í bréfi sem Marinó birtir á heimasíðu sinni. 25.2.2012 14:03 Fóru á skíði þrátt fyrir bílveltu Þrír farþegar bíls sem valt á Þingvallarvegi rétt fyrir klukkan níu í morgun sluppu allir ómeiddir en fólkið var á leið í Skálafell á Skíði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði krap á veginum þau áhrif að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar. Öll þrjú voru í belti en bíllinn er mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með krana. Þrátt fyrir óhappið hélt fólkið för sinni áfram og skutluðu lögreglumenn þeim upp í Skálafell þar sem þau eru núna á skíðum. 25.2.2012 13:37 Vilja landsdómsfrumvarp Bjarna Ben burt Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem hófst í gær og lauk í morgun, lýsir yfir andstöðu við þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og hvetur fulltrúa sína á þingi að berjast gegn framgangi hennar. Þá felur fundurinn Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra bankamála, að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi frjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Í tilkynningu segir einnig að fundurinn álykti að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til. 25.2.2012 15:42 Tæplega 500 brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag Í dag brautskráðust alls 484 nemendur frá Háskóla Íslands en frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám í Háskóla Íslands fyrir 101 ári hafa á fimmta tug þúsunda nemenda tekið við prófskírteinum frá skólanum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, vakti athygli á þeim árangri sem skólinn hefur náð á undanförnum fimm árum í ræðu sinni. Það hefði hann gert með því að halda fast við stefnumál og markmið í starfinu þrátt fyrir þrengingar í kjölfar efnahagshruns. Skólinn er á lista með 300 bestu háskólum í heimi. 25.2.2012 15:04 Lögmenn komi sér saman um álitaefni í gengislánamálinu Samtök fjármálafyrirtækja vilja að lögmenn allra hagsmunaaðila í gengislánamálinu, þar á meðal lánþega, komi sér saman um álitaefni sem reynt verður á fyrir dómstólum og hraðað þar í gegn svo hægt verði að eyða allri óvissu í málinu. 25.2.2012 12:24 Tekist á flokksráðsfundi VG Varaformaður Vinstri grænna segir flokksmenn sammála um að stilla saman strengi sína fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Flokksráðsfundur fór fram í gær og í morgun, en meðal þess sem tekist var á um voru landsdómsmálið og staðgöngumæðrun. 25.2.2012 12:18 Hélt að litla stelpan væri dáin „Þegar ég var akkúrat komin að 25 metrunum þá sýndist mér ég sjá dúkku og hélt að einhver væri að gera grín að mér," segir Aníka Mjöll Júlíusdóttir, ellefu ára, sem með snarræði bjargaði stúlku á öðru ári frá drukknun í Keflavík í gær. 25.2.2012 11:00 Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25.2.2012 11:00 Telja starfslok notuð til að hækka launin „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum,“ segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. 25.2.2012 11:00 Skálafell opið - frábært færi Skálafell var opnað í morgun í fyrsta skiptið í mörg ár en mikið af snjó er í fjallinu og brautir hafa verið troðnar. Það er Skíðadeild KR sem sér um skíðasvæðið það sem eftir lifir vetrar en deildin náði samningum við stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins um reksturinn fyrir skemmstu. Frítt er í lyfturnar fyrir 12 ára og yngri. Þegar fréttamaður leit þar við í morgun voru margir farnir að renna sér enda er færið eins og best verður á kosið. Þess má geta að einnig er opið í Hlíðarfjalli á Akureyri og á skíðasvæðunum á Dalvík og Siglufirði. 25.2.2012 10:50 Fíkniefnamál á Akureyri Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur á Selfossi um fimm leytið í morgun og þrjú minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Málin, sem komu öll upp í miðbænum, voru afgreidd á staðnum, að sögn varðstjóra. Annars var nóttin fremur róleg hjá lögregluembættum á landsbyggðinni. 25.2.2012 10:46 Sögð hættuleg neytendum Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað eins lítra rjómasprautu af gerðinni Excellent Houseware. Á vef fyrirtækisins segir að í ljós hafi komið að rjómasprautan geti verið hættuleg neytendum. 25.2.2012 10:00 ÁTVR hafnar "barnalegum“ páskabjór „Við erum ósáttir við niðurstöðu ÁTVR. Hún kostar okkur fullt af peningum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. 25.2.2012 10:00 Ísinn á Reynisvatni gaf sig Þrjú börn sluppu ómeidd þegar að þau fóru út á ótraustan ís á Reynisvatni um klukkan sjö í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru fjögur börn út á ísinn og þrjú þeirra duttu í vatnið þegar ísinn gaf sig. Börnin náðust þó fljótt upp úr vatninu og voru komin heim í hlýjuna þegar lögreglan kom á staðinn. 25.2.2012 09:41 Helga Arnar tilnefnd til blaðamannaverðlauna Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til blaðamannaverðlauna 2011 fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði ítarlega um Geirfinnsmálið í Íslandi í dag á Stöð 2, meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. 25.2.2012 09:34 Tvær líkamsárásir í miðborginni Nóg var að gera hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt en mörg útköll voru vegna hávaða og ölvunar. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað við Laugaveg á milli tveggja einstaklinga og dyravarðar. Þá var tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Bankastræti um klukkan fjögur. Þar var maður sleginn í andlitið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann í mjög annarlegu ástandi og vildi ekki aðstoð sjúkrabifreiðar. Þegar lögreglumenn kynntu honum þá að ekkert yrði gert frekar í málinu fór hann að atast í lögreglumönnum og hóta þeim. Hann var handtekinn og var látinn sofa úr sér í nótt. 25.2.2012 09:28 Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25.2.2012 09:00 Opna á lyftur Skálafells í dag Stefnt er að því að allar lyftur í Skálafelli verði opnar í dag. Skíðadeild KR hefur náð samningum við stjórn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Skálafells það sem eftir lifir vetrar. 25.2.2012 07:30 Leikskólagjöld aftur lækkuð Byggðaráð Vesturbyggðar hefur ákveðið „áherslubreytingar“ í rekstri sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Eru þær sagðar gerðar „í ljósi bættrar niðurstöðu í fjárhagsáætlun 2012 vegna niðurfellingar á láni í Landsbanka Íslands vegna stofnfjárbréfakaupa og endurfjármögnunar á lánum sveitarfélagsins“. 25.2.2012 07:15 Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). 25.2.2012 07:00 Fjölgar í skipaflota á milli ára Fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um þrjátíu milli áranna 2010 og 2011. Alls voru 1.655 skip á skrá í lok síðasta árs. Fjöldi vélskipa var 764, togarar voru 58 og opnir fiskibátar 833. 25.2.2012 06:30 Svavar og Helga tilnefnd Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. 25.2.2012 00:15 Jónsson og Le´macks, Ennemm og Fíton hlutu flest verðlaun Auglýsingastofurnar Jónsson og Le´macks, Ennemm og Fíton hlutu flest verðlaun eða þrjá lúðra hver stofa, en í kvöld fór fram hin árlega afhending íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn. 24.2.2012 21:47 Kínverskur hraðbanki gæti stóraukið viðskipti fyrirtækja Íslendingar gætu hagnast á því að aðlaga ferðamannastaði að Kínverjum í framtíðinni segir breskur markaðsgreiningarsérfræðingur. Hann segir Breta hafa gert slíkar breytingar með góðum árangri. 24.2.2012 20:30 Fálkinn var pirraður í baði Fálki sem fannst útataður í grút í Grundarfirði var loks baðaður í dag. Hann hefur síðustu tvo daga dvalið við góðan kost í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Fálkinn var svangur og hrakinn, og því mikilvægt að hann fengi að nærast og jafna sig fyrir baðið, sem reynir mikið á. 24.2.2012 20:47 Tók sjö mánuði að óska svars vegna sakamáls Jóns Baldvins Það tók utanríkisráðuneytið sjö mánuði að óska eftir upplýsingum vegna rannsóknar á meintum lögbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem var þar æðsti yfirmaður til fjölda ára. 24.2.2012 20:00 Ódýrast að leigja á Norðurlandi Leiga á hundrað fermetra íbúð í Reykjavík getur verið ríflega tvöfalt dýrari en leiga á sambærilegri íbúð á Norðurlandi. 24.2.2012 19:30 Fleiri dómsmál þarf til þess að skera úr um vafaatriði með gengislánin Bæði einstaklingar og fyrirtæki sem voru í skilum með gengislán, þrátt fyrir frystingar eða greiðslufresti, geta vænst þess að falla undir nýjasta gengislánadóminn, samkvæmt nýrri álitsgerð lögmanna. En þrátt fyrir víðtækt fordæmisgildi - telja menn að enn þurfi allnokkur dómsmál til að skera úr um vafaatriði. 24.2.2012 19:00 Deilur FME við Gunnar ekki gott fyrir trúverðugleika eftirlitsins Steingrímur J. Sigfússon segir ekki gott fyrir trúverðugleika Fjármálaeftirlitsins að deilur standi milli forstjóra og stjórnar. Þá metur hann það ekki sem svo að eftirlitsstofnanir hafi verið illa undirbúnar fyrir gengislánadóm Hæstaréttar í síðustu viku. 24.2.2012 18:34 Kona á sjötugsaldri ákærð fyrir fjárdrátt í Kaupþingi Kona á sjötugsaldri hefur verið ákærð fyrir að draga sér fé yfir fjögurra ára tímabil þegar hún starfaði fyrir heimabankaþjónustu Kaupþings á eignastýringasviði bankans. Alls á konan að hafa stolið rétt rúmlega 50 milljónum króna. 24.2.2012 18:08 Olía á Drekasvæðinu: Gætum orðið ríkasta þjóð heims innan tólf ára "Ég held að við getum brosað allan hringinn,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, þegar hann var spurður út í olíufundinn á Drekasvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísindamenn eru nú fullvissir um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu þó enn eigi eftir að koma í ljós hvert vinnanlegt magn hennar sé. 24.2.2012 17:50 Segir frásögn Pressunnar um gróft ofbeldi fullkomlega ranga "Þessu er fljótt svarað, þessi frétt er nánast í engu samræmi við veruleikann,“ sagði Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, þegar Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni hafði samband við hann vegna hryllilegrar lýsingar manns sem birtist á vefnum Pressunni í morgun. 24.2.2012 17:35 Ofsótti íbúa við Garðaflöt Karlmaður var handtekinn við hús við Garðaflöt í Garðabæ um hálfátta í morgun. Hann hafði ráðist á íbúa í húsinu sem hann hefur verið að ofsækja. Maðurinn var færður í fangaklefa, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málavexti. 24.2.2012 16:27 Fundu hestshaus á stöng í Seljahverfi Kona sem var að viðra hundinn sinn í Jafnaseli í Breiðholti í morgun gekk fram á hrosshaus og stöng. Svo virðist sem hausinn hafi upphaflega verið festur á stöngina því að efsti endinn á stönginni var blóðugur þegar lögreglan kom að. Hann virðist svo hafa dottið af stönginni og lá í jörðinni þegar konan sá hann. Lögregla fjarlægði stöngina og hausinn. Ekki er enn vitað hver kom hausnum fyrir á þessum stað og engin skilaboð fylgdu. Þá hefur heldur enginn gefið sig fram með upplýsingar um málið. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar geta hringt í síma 4441000. 24.2.2012 15:57 Vill ræða veginn um Oddskarð á Alþingi Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar fer fram á sérstaka umræðu á Alþingi um öryggi vegfarenda um Oddskarð, á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, eins fljótt og auðið er. 24.2.2012 13:27 Vilja banna Passíusálmana vegna gyðingahaturs Rabbíinn Abraham Cooper, aðstoðarforseti hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles, hefur ritað Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem þess er krafist að Ríkisútvarpið hætti að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins og tíðkast ætíð á páskum. Stofnunin berst fyrir réttindum gyðinga um heim allan en Simon Wiesenthal sjálfur helgaði líf sitt leitinni að stríðsglæpamönnum nasista. 24.2.2012 12:08 10 ára hetja bjargaði ársgömlu barni frá drukknun Það mátti ekki tæpara standa þegar tíu ára gömul stúlka bjargaði ársgömlu barni frá drukknun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær. Stúlkan, sem heitir Anika Mjöll Júlíusdóttir, var á sundæfingu þegar atvikið gerðist. 24.2.2012 11:48 Þjóðsöngur Hildar fyrir Japansleikinn Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tókýó, söng íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, fyrir leik Íslands og Japans í Osaka í morgun. 24.2.2012 10:55 Forseti Singapúr ánægður með hugrakka Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með kollega sínum frá Singapúr, Dr. Tony Tan Keng Yam, en Ólafur er nú staddur í Singapúr. Á fundinum, sem fram fór í forsetahöllinni, var rætt um sameiginlega hagsmuni Íslands og Singapúr í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir verndun auðæva hafsins að því er frem kemur í tilkynningu frá embættinu. Forsetarnir voru sammála um að þessi brýnu verkefni fælu í sér aukna þörf á samstarfi eyríkja. Ísland og Singapúr gætu í þeim efnum, í ljósi sögu sinnar og árangurs, haft ákveðna forystu. 24.2.2012 10:45 Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. 24.2.2012 08:00 Lögreglan braut upp hurð að fíkniefnasamkvæmi Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í borginni í nótt vegna hávaða frá samkvæmi þar. Þegar húsráðandi opnaði fyrir lögreglumönnum fundu þeir strax kannaislykt auk þess sem þeir sáu hvar gestur í samkvæminu var í miklum flýti að hella einhverjum efnum ofan í klósettið og sturta. 24.2.2012 07:55 Bensínlítrinn kostar yfir 255 krónur hjá N1 Olíufélagið N1 hefur hækkað bensínlítrann um fimm krónur og kostar hann nú röskar 255 krónur. Dísillítrinn var líka hækkaður um tæpar fimm krónur hjá N1 og kostar nú 263,50 kr. 24.2.2012 07:43 Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag föstudag vegna stórsjávar. Ölduhæð var 9 metrar á Surtseyjardufli og 6,8 metrar á Grindarvíkurdufli. Í tilkynningu segir að betra útlit sé með seinni ferð Herjólf. 24.2.2012 07:41 Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. 24.2.2012 07:30 Reykræsta þurfti bakarí í nótt Bakaríi í Álfheimum í Reykjavík fyllltist af reyk í nótt. Kallað var á slökkviliðið um þrjúleitið og kom þá í ljós að eldur logaði glatt í ruslatunnu fyrir utan bakaríið og hafði reykinn lagt inn um glugga. 24.2.2012 06:59 Sjá næstu 50 fréttir
Íhugaði sjálfsvíg vegna skulda - lögreglan bað um upplýsingar um hana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við Marinó G. Njálsson, sem er í hagsmunasamtökum heimilanna, á dögunum og bað hann um upplýsingar um konu á sextugsaldri sem íhugaði að taka eigið líf í bréfi sem Marinó birtir á heimasíðu sinni. 25.2.2012 14:03
Fóru á skíði þrátt fyrir bílveltu Þrír farþegar bíls sem valt á Þingvallarvegi rétt fyrir klukkan níu í morgun sluppu allir ómeiddir en fólkið var á leið í Skálafell á Skíði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði krap á veginum þau áhrif að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar. Öll þrjú voru í belti en bíllinn er mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með krana. Þrátt fyrir óhappið hélt fólkið för sinni áfram og skutluðu lögreglumenn þeim upp í Skálafell þar sem þau eru núna á skíðum. 25.2.2012 13:37
Vilja landsdómsfrumvarp Bjarna Ben burt Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem hófst í gær og lauk í morgun, lýsir yfir andstöðu við þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og hvetur fulltrúa sína á þingi að berjast gegn framgangi hennar. Þá felur fundurinn Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra bankamála, að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi frjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Í tilkynningu segir einnig að fundurinn álykti að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til. 25.2.2012 15:42
Tæplega 500 brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag Í dag brautskráðust alls 484 nemendur frá Háskóla Íslands en frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám í Háskóla Íslands fyrir 101 ári hafa á fimmta tug þúsunda nemenda tekið við prófskírteinum frá skólanum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, vakti athygli á þeim árangri sem skólinn hefur náð á undanförnum fimm árum í ræðu sinni. Það hefði hann gert með því að halda fast við stefnumál og markmið í starfinu þrátt fyrir þrengingar í kjölfar efnahagshruns. Skólinn er á lista með 300 bestu háskólum í heimi. 25.2.2012 15:04
Lögmenn komi sér saman um álitaefni í gengislánamálinu Samtök fjármálafyrirtækja vilja að lögmenn allra hagsmunaaðila í gengislánamálinu, þar á meðal lánþega, komi sér saman um álitaefni sem reynt verður á fyrir dómstólum og hraðað þar í gegn svo hægt verði að eyða allri óvissu í málinu. 25.2.2012 12:24
Tekist á flokksráðsfundi VG Varaformaður Vinstri grænna segir flokksmenn sammála um að stilla saman strengi sína fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Flokksráðsfundur fór fram í gær og í morgun, en meðal þess sem tekist var á um voru landsdómsmálið og staðgöngumæðrun. 25.2.2012 12:18
Hélt að litla stelpan væri dáin „Þegar ég var akkúrat komin að 25 metrunum þá sýndist mér ég sjá dúkku og hélt að einhver væri að gera grín að mér," segir Aníka Mjöll Júlíusdóttir, ellefu ára, sem með snarræði bjargaði stúlku á öðru ári frá drukknun í Keflavík í gær. 25.2.2012 11:00
Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25.2.2012 11:00
Telja starfslok notuð til að hækka launin „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum,“ segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. 25.2.2012 11:00
Skálafell opið - frábært færi Skálafell var opnað í morgun í fyrsta skiptið í mörg ár en mikið af snjó er í fjallinu og brautir hafa verið troðnar. Það er Skíðadeild KR sem sér um skíðasvæðið það sem eftir lifir vetrar en deildin náði samningum við stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins um reksturinn fyrir skemmstu. Frítt er í lyfturnar fyrir 12 ára og yngri. Þegar fréttamaður leit þar við í morgun voru margir farnir að renna sér enda er færið eins og best verður á kosið. Þess má geta að einnig er opið í Hlíðarfjalli á Akureyri og á skíðasvæðunum á Dalvík og Siglufirði. 25.2.2012 10:50
Fíkniefnamál á Akureyri Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur á Selfossi um fimm leytið í morgun og þrjú minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Málin, sem komu öll upp í miðbænum, voru afgreidd á staðnum, að sögn varðstjóra. Annars var nóttin fremur róleg hjá lögregluembættum á landsbyggðinni. 25.2.2012 10:46
Sögð hættuleg neytendum Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað eins lítra rjómasprautu af gerðinni Excellent Houseware. Á vef fyrirtækisins segir að í ljós hafi komið að rjómasprautan geti verið hættuleg neytendum. 25.2.2012 10:00
ÁTVR hafnar "barnalegum“ páskabjór „Við erum ósáttir við niðurstöðu ÁTVR. Hún kostar okkur fullt af peningum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. 25.2.2012 10:00
Ísinn á Reynisvatni gaf sig Þrjú börn sluppu ómeidd þegar að þau fóru út á ótraustan ís á Reynisvatni um klukkan sjö í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru fjögur börn út á ísinn og þrjú þeirra duttu í vatnið þegar ísinn gaf sig. Börnin náðust þó fljótt upp úr vatninu og voru komin heim í hlýjuna þegar lögreglan kom á staðinn. 25.2.2012 09:41
Helga Arnar tilnefnd til blaðamannaverðlauna Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til blaðamannaverðlauna 2011 fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði ítarlega um Geirfinnsmálið í Íslandi í dag á Stöð 2, meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. 25.2.2012 09:34
Tvær líkamsárásir í miðborginni Nóg var að gera hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt en mörg útköll voru vegna hávaða og ölvunar. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað við Laugaveg á milli tveggja einstaklinga og dyravarðar. Þá var tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Bankastræti um klukkan fjögur. Þar var maður sleginn í andlitið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann í mjög annarlegu ástandi og vildi ekki aðstoð sjúkrabifreiðar. Þegar lögreglumenn kynntu honum þá að ekkert yrði gert frekar í málinu fór hann að atast í lögreglumönnum og hóta þeim. Hann var handtekinn og var látinn sofa úr sér í nótt. 25.2.2012 09:28
Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25.2.2012 09:00
Opna á lyftur Skálafells í dag Stefnt er að því að allar lyftur í Skálafelli verði opnar í dag. Skíðadeild KR hefur náð samningum við stjórn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Skálafells það sem eftir lifir vetrar. 25.2.2012 07:30
Leikskólagjöld aftur lækkuð Byggðaráð Vesturbyggðar hefur ákveðið „áherslubreytingar“ í rekstri sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Eru þær sagðar gerðar „í ljósi bættrar niðurstöðu í fjárhagsáætlun 2012 vegna niðurfellingar á láni í Landsbanka Íslands vegna stofnfjárbréfakaupa og endurfjármögnunar á lánum sveitarfélagsins“. 25.2.2012 07:15
Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). 25.2.2012 07:00
Fjölgar í skipaflota á milli ára Fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um þrjátíu milli áranna 2010 og 2011. Alls voru 1.655 skip á skrá í lok síðasta árs. Fjöldi vélskipa var 764, togarar voru 58 og opnir fiskibátar 833. 25.2.2012 06:30
Svavar og Helga tilnefnd Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. 25.2.2012 00:15
Jónsson og Le´macks, Ennemm og Fíton hlutu flest verðlaun Auglýsingastofurnar Jónsson og Le´macks, Ennemm og Fíton hlutu flest verðlaun eða þrjá lúðra hver stofa, en í kvöld fór fram hin árlega afhending íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn. 24.2.2012 21:47
Kínverskur hraðbanki gæti stóraukið viðskipti fyrirtækja Íslendingar gætu hagnast á því að aðlaga ferðamannastaði að Kínverjum í framtíðinni segir breskur markaðsgreiningarsérfræðingur. Hann segir Breta hafa gert slíkar breytingar með góðum árangri. 24.2.2012 20:30
Fálkinn var pirraður í baði Fálki sem fannst útataður í grút í Grundarfirði var loks baðaður í dag. Hann hefur síðustu tvo daga dvalið við góðan kost í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Fálkinn var svangur og hrakinn, og því mikilvægt að hann fengi að nærast og jafna sig fyrir baðið, sem reynir mikið á. 24.2.2012 20:47
Tók sjö mánuði að óska svars vegna sakamáls Jóns Baldvins Það tók utanríkisráðuneytið sjö mánuði að óska eftir upplýsingum vegna rannsóknar á meintum lögbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem var þar æðsti yfirmaður til fjölda ára. 24.2.2012 20:00
Ódýrast að leigja á Norðurlandi Leiga á hundrað fermetra íbúð í Reykjavík getur verið ríflega tvöfalt dýrari en leiga á sambærilegri íbúð á Norðurlandi. 24.2.2012 19:30
Fleiri dómsmál þarf til þess að skera úr um vafaatriði með gengislánin Bæði einstaklingar og fyrirtæki sem voru í skilum með gengislán, þrátt fyrir frystingar eða greiðslufresti, geta vænst þess að falla undir nýjasta gengislánadóminn, samkvæmt nýrri álitsgerð lögmanna. En þrátt fyrir víðtækt fordæmisgildi - telja menn að enn þurfi allnokkur dómsmál til að skera úr um vafaatriði. 24.2.2012 19:00
Deilur FME við Gunnar ekki gott fyrir trúverðugleika eftirlitsins Steingrímur J. Sigfússon segir ekki gott fyrir trúverðugleika Fjármálaeftirlitsins að deilur standi milli forstjóra og stjórnar. Þá metur hann það ekki sem svo að eftirlitsstofnanir hafi verið illa undirbúnar fyrir gengislánadóm Hæstaréttar í síðustu viku. 24.2.2012 18:34
Kona á sjötugsaldri ákærð fyrir fjárdrátt í Kaupþingi Kona á sjötugsaldri hefur verið ákærð fyrir að draga sér fé yfir fjögurra ára tímabil þegar hún starfaði fyrir heimabankaþjónustu Kaupþings á eignastýringasviði bankans. Alls á konan að hafa stolið rétt rúmlega 50 milljónum króna. 24.2.2012 18:08
Olía á Drekasvæðinu: Gætum orðið ríkasta þjóð heims innan tólf ára "Ég held að við getum brosað allan hringinn,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, þegar hann var spurður út í olíufundinn á Drekasvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísindamenn eru nú fullvissir um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu þó enn eigi eftir að koma í ljós hvert vinnanlegt magn hennar sé. 24.2.2012 17:50
Segir frásögn Pressunnar um gróft ofbeldi fullkomlega ranga "Þessu er fljótt svarað, þessi frétt er nánast í engu samræmi við veruleikann,“ sagði Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, þegar Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni hafði samband við hann vegna hryllilegrar lýsingar manns sem birtist á vefnum Pressunni í morgun. 24.2.2012 17:35
Ofsótti íbúa við Garðaflöt Karlmaður var handtekinn við hús við Garðaflöt í Garðabæ um hálfátta í morgun. Hann hafði ráðist á íbúa í húsinu sem hann hefur verið að ofsækja. Maðurinn var færður í fangaklefa, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málavexti. 24.2.2012 16:27
Fundu hestshaus á stöng í Seljahverfi Kona sem var að viðra hundinn sinn í Jafnaseli í Breiðholti í morgun gekk fram á hrosshaus og stöng. Svo virðist sem hausinn hafi upphaflega verið festur á stöngina því að efsti endinn á stönginni var blóðugur þegar lögreglan kom að. Hann virðist svo hafa dottið af stönginni og lá í jörðinni þegar konan sá hann. Lögregla fjarlægði stöngina og hausinn. Ekki er enn vitað hver kom hausnum fyrir á þessum stað og engin skilaboð fylgdu. Þá hefur heldur enginn gefið sig fram með upplýsingar um málið. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar geta hringt í síma 4441000. 24.2.2012 15:57
Vill ræða veginn um Oddskarð á Alþingi Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar fer fram á sérstaka umræðu á Alþingi um öryggi vegfarenda um Oddskarð, á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, eins fljótt og auðið er. 24.2.2012 13:27
Vilja banna Passíusálmana vegna gyðingahaturs Rabbíinn Abraham Cooper, aðstoðarforseti hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles, hefur ritað Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem þess er krafist að Ríkisútvarpið hætti að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins og tíðkast ætíð á páskum. Stofnunin berst fyrir réttindum gyðinga um heim allan en Simon Wiesenthal sjálfur helgaði líf sitt leitinni að stríðsglæpamönnum nasista. 24.2.2012 12:08
10 ára hetja bjargaði ársgömlu barni frá drukknun Það mátti ekki tæpara standa þegar tíu ára gömul stúlka bjargaði ársgömlu barni frá drukknun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær. Stúlkan, sem heitir Anika Mjöll Júlíusdóttir, var á sundæfingu þegar atvikið gerðist. 24.2.2012 11:48
Þjóðsöngur Hildar fyrir Japansleikinn Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tókýó, söng íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, fyrir leik Íslands og Japans í Osaka í morgun. 24.2.2012 10:55
Forseti Singapúr ánægður með hugrakka Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með kollega sínum frá Singapúr, Dr. Tony Tan Keng Yam, en Ólafur er nú staddur í Singapúr. Á fundinum, sem fram fór í forsetahöllinni, var rætt um sameiginlega hagsmuni Íslands og Singapúr í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir verndun auðæva hafsins að því er frem kemur í tilkynningu frá embættinu. Forsetarnir voru sammála um að þessi brýnu verkefni fælu í sér aukna þörf á samstarfi eyríkja. Ísland og Singapúr gætu í þeim efnum, í ljósi sögu sinnar og árangurs, haft ákveðna forystu. 24.2.2012 10:45
Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. 24.2.2012 08:00
Lögreglan braut upp hurð að fíkniefnasamkvæmi Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í borginni í nótt vegna hávaða frá samkvæmi þar. Þegar húsráðandi opnaði fyrir lögreglumönnum fundu þeir strax kannaislykt auk þess sem þeir sáu hvar gestur í samkvæminu var í miklum flýti að hella einhverjum efnum ofan í klósettið og sturta. 24.2.2012 07:55
Bensínlítrinn kostar yfir 255 krónur hjá N1 Olíufélagið N1 hefur hækkað bensínlítrann um fimm krónur og kostar hann nú röskar 255 krónur. Dísillítrinn var líka hækkaður um tæpar fimm krónur hjá N1 og kostar nú 263,50 kr. 24.2.2012 07:43
Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag föstudag vegna stórsjávar. Ölduhæð var 9 metrar á Surtseyjardufli og 6,8 metrar á Grindarvíkurdufli. Í tilkynningu segir að betra útlit sé með seinni ferð Herjólf. 24.2.2012 07:41
Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. 24.2.2012 07:30
Reykræsta þurfti bakarí í nótt Bakaríi í Álfheimum í Reykjavík fyllltist af reyk í nótt. Kallað var á slökkviliðið um þrjúleitið og kom þá í ljós að eldur logaði glatt í ruslatunnu fyrir utan bakaríið og hafði reykinn lagt inn um glugga. 24.2.2012 06:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent