Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun 23. janúar 2012 06:00 Tannlæknar hafa varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira